RÚV ruglar með niðurstöður skoðanakönnunar

Sjónvarpið sagði ranglega frá nýju skoðanakönnun Gallups. Það er ámælisvert að segja frá könnuninni á þann hátt að flokkur hafi tapað eða unnið frá síðustu könnun án þess að geta þess hver úrslitin urðu í síðustu kosningum.

Þannig segir Sjónvarpið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað þremur þingmönnum frá síðustu könnun. Það er einfaldlega rangt. Tapið er ekkert, þvert á móti hefur flokkurinn unnið stórkostlega á frá kosningum. Þær er eina viðmiðunin, síst af öllu einhver könnun. Sé aftur á móti ætlunin að greina frá minna fylgi miðað við síðustun könnun verður að nefna tölur frá kosningunum. Að öðrum kosti mætti ætla að Sjónvarpið vilji koma því inn hjá áhorfendum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað fylgi. Hér er ekki verið að gera stofnuninni upp einhverjar meiningar að þessu tagi en framsetningin var heimskuleg og það á við alla flokka.

Sjáum bara hver staða VG er góð ... samkvæmt RÚV eykur flokkurinn við fylgi sitt miðað við síðustu skoðanakönnun.

Hversu ruglandi er ekki svona framsetning? Það er einfaldlega ekki hægt að halda þessu fram. VG hefur tapað gríðarlegu fylgi frá síðustu kosningum. Það er aðalatriðið. Hitt er algjört aukaatriði að fylgi flokksins hafi aukist smávægilega frá síðustu könnun.

RÚV á að viðurkenna að fréttin er í grundvallaratriðum röng. 

 


mbl.is Ný framboð næðu tíu þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem gerir þetta ennþá vitlausara er að fylgishreyfingar á milli þessara kannanna eru að mestu innan skekkjumarka.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband