Höft á höft á höft á höft á höft ...
31.3.2009 | 23:04
Það er einfaldlega rétt sem haft er eftir Birki Jóni Jónssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, að höft leiða til frekari hafta.
Útilokað er að setja þannig hömlur á einastök atriði í þjóðfélaginu að ekki sé hægt að fara í kringum þær. Til afar skamms tíma er hægt að lifa með því en ekki til lengri.
Frumvarpið um gjaldeyrishöftin á að stoppa í vandamál vegna fyrri reglna. Allir sjá hvert slíkt stefnir.
Það er hárrétt sem formaður Sjálfstæðisflokksins segir að minnihlutastjórninni er einfaldlega að mistakast ætlunarverk sitt. Í upphafi ætlaði hún svo kokhraust að boða til umfangsmikilla efnahagsaðgerða enda var þeirra vissulega þörf. Þessar aðgerðir hafa látið bíða eftir sér. Ekkert umfangsmikið hefur séð dagsins ljós nema ef vera skyldi hin knýjandi þörf VG í ráðherrastóla.
Þetta er eins og skattalögin. Því flóknari sem þau eru þeim mun erfiðara er að hafa eftirlit með þeim og því meiri hætta á að fólk ruglist, óviljandi eða viljandi. Er þá ekki betra að hafa skattalögin einföld og gefa almenningi kost á að skilja þau?
![]() |
Sér ekki á svörtu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver konar orðalag er þetta?
31.3.2009 | 14:08
Tökum eftir orðalaginu í þessari fréttatilkynningu frá ríkisstjórninni: ...eða nauðsynlegar umbætur lýðræðismála.
Orðalaginu er ætlað að breiða yfir vitleysuna. Minnihlutastjórnin er ekki að vinna vinnuna sína. Hún veit að hún hefur takmarkaðan tíma og þess vegna á að gera allt.
Fyrir mitt leyti er engin ástæða fyrir stjórnina að sinna neinu öðru en efnahags og atvinnumálum. Allt annað er tómt bull og fyrirsláttur.
Hafi stjórnarskráin verið vandamál síðustu sextíu árin þá getur varla skipt neinu máli þó verkefnið færist yfir til næstu ríkisstjórnar, þ.e. eftir kosningar.
Nákvæmlega á þessari stundu er þær umbætur lýðræðismála nauðsynlegastar að gefa stjórnmálaflokkunum tækifæri til að kynna stefnu sína fyrir kjósendum. Hins vegar er það öllum ljóst að því lengur sem dregst að fresta þingfundum þeim mun meiri athygli njóta vinstri flokkarnir. Sá er líka tilgangurinn enda hefur lítið gerst í málum sem snerta efnahag- og atvinnumál á síðustu tveimur vikum. Það litla sem komið hefur frá ríkisstjórninni hefði fyrir löngu átt að vera komið fram. Vinnubrögðin sýna bara og sanna að hér er um að ræða vanhæfa ríkisstjórn.
Nú er Austurvallakórinn kominn í langþráð sumarfrí og þar af leiðandi má minnihlutastjórnin leika lausum hala.
![]() |
Óljóst um þinglok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott íþróttalið er styrkur hvers sveitarfélags
31.3.2009 | 09:28
Árangur íþróttafólks frá Vestmanneyjum er einstakur. Þaðan hafa löngum komið afar góð lið í fótbolta og handbolta. Þessi lið hafa unnið fjölda titla og munu án efa halda því áfram. Það vekur eiginlega nokkra furðu hversu duglegir Eyjamenn hafa verið að framleiða íþróttafólk. Greinilegt að grunnurinn er lagður mjög snemma í lífi hvers einstaklings.
Hagur sveitarfélags á því að eiga gott íþróttalið er gríðarlegur. Ekki þarf að tíunda uppeldislegt gildi, börn og unglingar eignast góðar fyrirmyndir. Hinu má ekki heldur gleyma að sveitarfélagið kemst inn i umræðuna, eftir því er tekið. Það álit skapast ósjálfrátt að t.d. í Vestmannaeyjum sé gott að búa, þangað sé gaman að koma í heimsókn og kannski fá landsmenn það á tilfinninguna að Eyjamenn séu fínt og flott fólk.
Íþróttastarfið er án efa fyrst og fremst unnið í þröngum skilningi, þ.e. íþróttin eer stunduð íþróttarinnar vegna og ástundunin dugnaðurinn skapar árangurinn. Í víðari merkingu á allt þetta þátt í því að markaðssetja sveitarfélagið meðal landsmanna, afla því velvildar og áhuga. Þá erum við komin að almannatengslum og getum endalaust bent á jákvæðar afleiðingar umfjöllunar í fjölmiðlum og meðal almennings um árangur íþróttaliðsins.
Vestmannaeyjar eru tiltölulega lítið sveitarfélag. Þar búa tæplega fimm þúsund manns en íbúarnir eru sannarlega fremri mörgum fjölmennari sveitarfélögum á íþróttasviðinu.
Vestmannaeyjar eru í umræðunni vegna knattspyrnuliða og handboltaliða. Í Stykkishólmi, rétt um 1200 manna sveitarfélag, hefur körfuboltaliðið Snæfell náð góðum árangri í nokkur ár. Ekki þarf að fjölyrða um þátt knattspyrnunnar í samfélaginu á Akranesi, en þar búa um fimm þúsund manns. Á sauðárkróki hefur í mörg ár verið starfandi körfuboltalið en árangurinn hefur verið sveiflukenndur. Í Fjarðarbyggð er vaxandi kraftur hjá knattspyrnumönnum. Lengi var gott fótboltalið á Siglufirði en árangurinn hefur verið sveiflukenndur.
Grundvallaatriðið er ekki árangur liða í meistaraflokkum heldur sá grunnur sem byggður er fyrir yngri flokkanna. Því verður þó síst af öllu neitað að gott keppnislið í elstu flokkunum hefur gríðarleg góð áhrif á umræðuna um sveitarfélagið.
![]() |
Mikill hagnaður hjá handboltanum í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dylgjur eru formanninum ekki til sóma
30.3.2009 | 15:20
Af hverju tala menn svona eins og formaður Frjálslynda flokksins?
Ég er ekki að segja að Karen Jónsdóttur hafi verið mútað þegar hún ákvað að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Akraness eða neinum öðrum. En það hefur iðulega gerst.
Ekki mútur en samt mútur. Aldrei gerst en samt gerst. Ég er ekki að segja ... en samt segir hann það.
Menn verða að tala skýrt. Hafi Sjálfstæðisflokkurinn keypt Jón Magnússon, Gunnar Örlygsson og Karenu Jónsdóttur til að flýja Frjálslynda flokkinn og sannanir eru til fyrir því þá á Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður, að segja svo en að öðrum kosti að halda sér saman.
Guðjón er án efa heiðarlegur maður og kann sem betur fer ekki dylgjur þó hann reyni það. Hins vegar er vandamál flokksins hans svo gríðarlegt að hann grípur til örþrifa ráða eins og títt er um þá sem lenda í vandræðum. Sómi Guðjóns vex ekki fyrir vikið og þaðan af síður Frjálslynda flokksins.
Sá grunur læðist þó að manni að flótti áðurnefndra manna sé engin tilvikjun og ástæðurnar sé að finna í Frjálslynda flokknum og hvergi annars staðar.
![]() |
Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábær ræða Davíðs á landsfundi
28.3.2009 | 17:32
Ræða Davíðs Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var einfaldlega mögnuð. Hún var í senn fyndin, háðsk, beinskeitt og fróðleg.
Hann gagnrýndi minnihlutastjórnina. Mest orka hennar fór í að koma honum sjálfum úr embætti . Þegar það loks tókst tók einhentu vinstri menn sér í að ræða um súludansmeyjar ...
Hann ræddi um Samblekkinguna, meinti áreiðanlega Samfylkinguna. Hélt því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að biðja þjóðina afsökunar á að hafa boðið þessum flokki upp á stjórnarsamstarf vorið 2007.
Ekkert hefur gengið undan minnihlutastjórninni. Það þurfti ekki Davíð til að gera þá staðreynd skiljanlega. Hins vegar er vandamálið það, að dýrmætur tími hafi farið til spillis frá því þessi stjórn tók við. Allt hefur fengið að reka á reiðanum, ekkert komið sem máli skiptir til að byggja upp nýtt þjóðfélag.
![]() |
Víkingar með Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Magnaður staður en ...
28.3.2009 | 01:54
Ég er svo heppinn að hafa nokkrum sinnum komið í Grímsvötn, bæði gangandi á skíðum og í jeppaferð. Þetta er einstakt svæði að öllu leyti, þrungið spennu en fegurðin er tilkomumikil. Oft er ekkert að sjá nema bölvaða þokuna kannski þarf ekki nema að bregða undir sig skíðunum og renna sér niðr'úr henni í glaðasólskin.
Alltaf er ég samt dálítið smeikur þegar ég kem í Grímsvötn. Ég óttast það sem ég sé ekki. Útfallið úr vötnunum, sprungurnar á vötnunum sem bíða átekta undir snjónum, hitan þarna undir sem býr til hvompur sem geta gleypt mann og mús.
Menn hafa kynnst ýmsu þarna. Ég hef jafnan átt góða vist á Grímsfjalli, stundum veðurtepptur, stundum í glampandi sól og hita.
Mér er minnisstæð sagan sem Leifur Jónsson læknir, mikill Útivistarmaður, segir stundum í góðra vina hópi. Þetta er sagan um fall hans og félaga síns ofan í vötnin. Þeir voru á leið frá skálanum á Grímsfjalli og ætluðu í austur. Hríðin var dimm en þeir höfðu góða áttavitastefnu. Leifur rak lestina. Sá sem var á undan honum missti af hópnum og gekk fram af og féll niður, líklegast um fimmtíu til sextíu metra. Leifur gekk á eftir og undraðist um félaga sinn, fylgdi skíðaförunum og gekk líka framaf í blindri hríðinni. Hann lenti á svipuðum stað og félaginn. Báðir sluppi þeir tiltölulega ómeiddir en mig minnir að Leifur hafi tapað skíðunum sínum.
Bryndís Brandsdóttir, jarðfræðingur, ók fallegum, rauðum, Toyota DoubleCab framaf nokkrum árum síðar. Þá var líka blindhríð og líklega var gps tækið ekki nógu nákvæmt. Hún sagði mér einu sinni frá þessari niðurleið sinni er við hittumst á flugvellinum á Höfn. Það var mögnuð saga.
Einu sinni gengum við útivstarhópur á sautján klukkustundum frá Kverkfjöllum í Grímsfjall, man ekki vegalengdina en hún er ærin. Dagurinn var sólríkur og heitur og kvöldið og nóttin yndisleg. Færið var gott en eftir svona langa göngu var stórkostlegt að koma inn í upphitaðan skála. Jöklarannsóknarfélagið er með þrjá skála, minnir mig á fjallinu. Gamla skálann og tvo nýja, annar er eldhús og gistiaðstaða, hinn er salerni, sturtur og gufubað. Þvílíkur lúxus á einu af merkilegastu eldfjöllum heims.
Ég man ekki hvort það var í þessari ferð eða einhverri annarri sem við höfðum fengið vélsleðamenn til að fara með vistir fyrir okkur í skálann á Grímsfjalli. Hugsuðum við gott til glóðarinnar enda alkunna að skíðamenn bera ekki þungan mat með sér í bakpokum. Við gripum hins vegar í tómt. Einhverjir aðrir voru búnir að éta frá okkur matinn.Seinna komumst við að því að það voru félagar í einhverjum breskum leiðangri sem fór frá vestri til austurs yfir jökulinn og þóttust síðan hafa gert það fyrstir allra. Auðvitað var það bölvuð lýgi enda ekki við öðru að búast af mannfýlum sem stela mat frá heiðarlegum gönguskíðamönnum ... eða þannig!
Ég ætla ekki í bráð á Grímsfjall, hvorki gangandi né akandi. Það er of stutt síðan ég datt í bannsetta sprunguna og enn er ég hræddur við jökla. Ástæðan er það sem ég sé ekki ...
![]() |
Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Knúðu peningarnir Ómar til uppgjafar?
27.3.2009 | 20:53
Ómar Ragnarsson gafst upp. Hann var einsmálefnisflokkur og slíkir eiga sér ekki lífsvon. Hins vegar var málefnið mjög sérstakt, en jafnframt gott og göfugt. Hann barðist fyrir réttindum náttúru Íslands gegn eyðingaröflunum í þjóðfélagin.
Ég var að mestu hlyntur Ómari og umhverfisstefnu hans. Ég var aldrei sáttur allt annað sem hann hélt fram enda er Ómar afspyrnu slakur pólitískur leiðtogi og stefnusmiður. En þegar kemur að náttúru landsins standa fáir honum á sporði, þar geysar sannur eldmóður og stefnufesta.
Auðvitað gat Ómar ekki haldið út stjórnmálaflokki í einum smábíl jafnvel þó hann héldi því fram að hann væri að reka smáflokk. Líklegast er það staðreynd að hann hafi fengið inni í Samfylkingunni vegna þess að hún heitir því að greiða niður skuldir Íslandshreyfingarinnar frá síðustu kosningum. Sorgleg örlög hugsjónamanns að gerast húskarl annarra. Sjálfur á Ómar nóg með að fjármagna áhugaverðar heimildamyndir um náttúru Íslands.
Samtök og hreyfing. Þetta er eins og í gamla daga þegar menn notuðu orðið alþýða í alls kyns samsetningum. Íslandsheyfing í Samfylkingu verður aldrei annað en Samfylking og væntanlega aðeins einn hluti af ósamstæðum flokki vinstri manna og hægri krata og miðjumoðið með.
Ómar á hins vegar enn eftir að heilla landsmenn og fullvissa þá um að náttúran er dýrmætasta auðlindin en hvort hann dragi um leið menn að Samfylkingunni er annað mál. Hann fær þó seint dregið mig þangað.
![]() |
Íslandshreyfingin hluti Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjáflstæðisflokkurinn safnar vopnum sínum
27.3.2009 | 16:30
Vilhjálmur Egilsson hélt góða framsöguræðu fyrir niðurstöðum endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla nefndarinnar er mikið rit sem ég hef ekki enn náð að lesa en samkvæmt því sem Vilhjálmur segir var kappkostað að safna í hana viðhorfum sjálfstæðisfólks og menn þurfa ekki að vera sammála öllu sem í henni er.
Það er þó aðalmálið að Sjálfstæðisflokkurinn er að gera upp liðna tíð. Margt hefur verið vel gert á stjórnarárum flokksins, annað þarf að skoða og sumt hefur verið afleitt. Flokkurinn hefur krufið þessi mál og nú bíða flokksmenn einfaldlega eftir því að einstakir forystumenn hans skoði gerðir sínar á svipaðan hátt.
Fráfarandi formaður flokksins hefur gert grein fyrir sínum málum. Hann telur það hafa verið mistök að leyfa kjölfestufjárfesti að eignast stóran hlut í bönkunum. Það er rétt hjá honum, dreifð eignaraðild hefði verið betri, að minnsta kosti eftir á séð.
En hvað með framtíðina, hvað á að gera. Sjálfstæðisflokkurinn rekur hugmyndir sínar og hvet ég alla sem áhuga hafa að kynna sér þær. Hins vegar er heiðskírt hvað á ekki að gera:
- Ekki hækka skatta meðallaun eins og VG hefur boðað og kallar hátekjuskatt
- Ekki leggja á eignaskatt, hann er ósanngjarn skattur og úrelt fyrirbrigði
- Ekki hrekja fyrirtæki úr landi með hækkun tekjuskatts
- Ekki viðhalda 17% stýrisvöxtum eins og ríkisstjórnin vill
- Ekki henda krónunni og taka einhliða upp annan gjaldmiðil
![]() |
Mistökin Sjálfstæðisflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góð tillaga Evrópunefndar, tvennar kosningar
27.3.2009 | 12:48
Án efa flutti Ragnhildur Helgadóttir áhrifaríkustu ræðuna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun. Hin aldni stjórnmálaskörungur fullyrti að það hafi hingað til verið aðall flokksins að þora og hafa forystu um samstarf við aðrar þjóðir og samtök þeirra.
Og það var rétt sem Ragnhildur sagði að Íslendingar hefðu ekkert að óttast þó þeir samþykktu aðildarviðræður við Evrópusambandið. Undir það get ég fyllilega tekið. Það eru hins vegar niðurstöðurnar sem mestu máli skipta.
Á landsfundinum er greinilega yfirgnæfandi meirihluti manna á móti aðild að Evrópusambandinu. Hins vegar er áreiðanlega meirihluti fyrir því að leggja tillögu um aðildarviðræður undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðismenn eru ekki hræddir við vilja þjóðarinnar og þetta er lýðræðisleg leið og ber með sér sættir milli þeirra sem vilja inngöngu og þeirra sem hafna henni. Og hún verður áreiðanlega samþykkt þó með minniháttar breytingum.
Fjölmargir í þjóðfélaginu hafa undrast hugmyndir um tvennar kosningar um ESB. Björn Bjarnason, yfirlýstur andstæðingur aðildar, fullyrti engu að síður að slík tillaga væri af hinu góða. Í fyrsta lagi væri það lagt undir þjóðina hvort sækja ætti um aðilda og fara í aðildarviðræður. Verði það samþykkt er ljóst að bera þarf niðurstöður aðildarviðræðnanna undir dóm þjóðarinnar.
Aðild að Evrópusambandinu er ekkert smá mál. Þess vegna er ástæða til þess að viðhafa beint lýðræði, hafa þjóðina með í ráðum frá upphafi til enda. Fæstir geta verið á móti slíku og allra síst þeir sem hlynntir eru aðild.
Við Sjálfstæðismenn berum vonandi gæfu til þess að samþykkja tillögu Evrópunefndar flokksins. Hún getur opnað nýjar víddir í samstarfi okkar við aðrar þjóðir.
![]() |
Afstaða mótast af hræðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eignaskattur er bein árás á heimilin!
26.3.2009 | 09:27
Eignaskattur er óréttlátur skattur. Eignir almennings, íbúðir og hús, eru ekki tekjumyndandi. Þær hafa verið keyptar með sjálfsaflafé sem að fullu hefur verið skattlagt.
Og nú er ætlunin að skattleggja það aftur.Gera Vinstri grænir sér grein fyrir því hvað eignaskattur er? Eða er hér um að ræða hina sósíalisku arfleið sem núna skýst upp á yfirborðið að því að flokksmenn ályktuðu um að kapítlisminn sé dauður.
Þriðji kosturinn er til, en hann er bara svo ósennilegur. Það getur varla verið að menn séu einfaldlega órökvísir ... jæja, best að segja það, - heimskir að leggja til að eignaskattur verði á ný upp tekinn.Íbúðir fólks eru ekki tekjumyndandi, þær eru heimil fólks.
Eignaskattur er þar af leiðandi bein árás á heimilin svo gripið sé til slagorða sem VG ætti að þekkja vel.
Þá segja Vinstri grænnir áreiðanlega að það megi nú skattleggja aðrar fasteignir. Já, auðvitað er það hægt. Hver ber síðan kostnaðinn af slíkri skattheimtu? Jú, fyrirtækin, leigjendur, almenningur.
![]() |
Vinstri græn vilja eignaskatta á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blaðamenn standast ekki freistinguna
25.3.2009 | 18:21
Ruddaskapur ýmissra blaðamanna ríður ekki við einteyming. Á visir.is lýtur blaðamaður svo lágt að nota fyrirsögnina Svanasöngur Geirs á Alþingi með fréttinni um síðasta dag Geirs H. Haarde á Alþingi. Blaðamaðurinn getur ekki staðist freistinguna að hnýta í Geir. Gera verður ráð fyrir að hann viti merkingu orðsins svanasöngur.
Kveðjan frá mbl.is er ekki betri. Þar hnýtir blaðamaðurinn saman frétt af síðasta vinnudegi Geirs og hjálparhundi þingmanns. Til verður sú ósmekklega fyrirsögn Geir kveður og X heilsar.
Gat blaðamaðurinn ekki staðist freistinguna og eyðileggja tvær ágætar fréttir eða var hann kannski að spara pláss ...?
Hlutverk blaðamanna er að upplýsa. Stjórnmálaskoðanir þeirra eiga ekki að blandast inn í fréttaflutninginn. Sami hundur er hins vegar í blaðamanni mbl.is og blaðamanni visir.is.
Geir H. Haarde er vandaður maður og heiðarlegur. Enginn, ekki nokkur maður, hvorki í hópi samherja eða andstæðinga á þingi hefur nokkurn tímann dregið það í efa. Hann hefur unnið lengi fyrir þjóðina og menn mega svo sem hafa sínar skoðanir á árangrinum. Það ber hins vegar vott um skítlegt innræti, svo gripið sé til kunnuglegs orðalags, þegar blaðamenn haga sér með þeim hætti sem að ofan greinir. Maðurinn á betra skilið af hálfu þessara fjölmiðla.
![]() |
Geir kveður og X heilsar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tvöfaldur Suðurlandsvegur eða tvöfalt löggjafarþing?
25.3.2009 | 16:33
Einn milljarður fer í breikkun Suðurlandsvegar í ár, segir í mbl.is. Hvernig væri nú að hætta við þetta stjórnlagaþing og leggja fram 2,1 milljarð í veginn til viðbótar?
Hvort viljum við, hin blanka þjóð, leggja fé í að halda úti tvöföldu löggjafarþingi eða leggja fé í vegaframkvæmdir sem geta hreinlega bjargað mannslífum?
Suðurlandsvegur er afar mikilvæg framkvæmd. Hins vegar vekur það furðu mína að enginn stjórnmálamaður skuli finna þá róttæku þörf hjá sér að krefjast þess að hringvegurinn verði tvöfaldaður.
Á ferðum mínum um landið hef ég oft undrast þá staðreynd að vegirnir virðast mjókka eftir því sem lengra dregur frá Reykjavík. Þetta er víst staðreynd sem ég fékk staðfesta með því að mæla breiddina hér og þar.
Einhverju sinni hringdi ég í Vegagerðina og spurði hver ástæðan væri. Sá sem svaraði mér fullyrti að þetta væri vegna þess að umferðin minnkaði eftir því sem fjær drægi Reykjavík.
Þesis ágæti maður gat þó ekki með vissu svarað þeirri spurningu hvort bílarnir mjókkuðu eftir því sem þeir fjarlægðust höfuðborgina.
![]() |
Breikkun kostar 15,9 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fullt af leiðum fram hjá þessu
24.3.2009 | 14:33
Samkomulag stjórnmálaflokkanna um að helminga auglýsingakostnað fyrir kosningarnar í voru ber að taka með miklum fyrirvara. Í sannleika sagt ætti að banna svona samkomulag rétt eins og samráð fyrirtækja um verðlag eða annað sem er samkeppnishamlandi.
Lítum nánar á málið. Flokkunum er það í sjálfsvald sett að taka þátt í svona bandalagi og ekki er að efa annað en að þeir standi við það. Hins vegar eru aðrar og leiðinlegri fylgikvillar svona samkomulags.
- Stjórnmálaflokkarnir geta leiðst út í pólitísk yfirboð í því augnamiði að fá meiri fjölmiðlaumfjöllun.
- Stjórnnarflokkar geta hugsanlegð misnotað fjölmiðla ríkisins og fengið meiri umfjöllun en aðrir
- Tengsl við einstaka fjölmiðla má hugsanlega nota til að fá meiri umfjöllun en öðrum flokkum stendur til boða.
- Svo kann einhver stjórnmálaflokkur að vera harðari og fær meiri aflsátt á auglýsingunum en aðrir flokkar.
Persónulega held ég að sá flokkur komi heiðarlegast fram sem auglýsir, greiðir fyrir auglýsingar sínar og ... málið er dautt.
![]() |
Flokkarnir semja um að helminga auglýsingakostnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skattahækkanir leysa ekki allan vanda
23.3.2009 | 14:11
Við þurfum að skjóta skjalborg um heimilin í landinu, hefur Steingrímur fjármálaráðherra iðulega sagt. Hann á bara við sum heimili, hin ætlar hann að skattleggja. En hefur hann kannað hvernig tekjuskiptingin er hjá þeim þúsundum heimila sem berjast við lækkandi markaðsverð á íbúðum sínum og hækkandi lánshlutfall?
Nei, svo virðist ekki vera. Hins vegar á nú að brúka allt sem er í vopnabúri gamaldags sósíalistaflokks og þar eru efst á blaði skattahækkanir. Og Indriði Þorláksson leggstu nú ekki gegn frekari skattahækkunum.
Er ekki eitthvað undarlegt við skattahækkanir á þeim tíma sem þjóðin er í sárum vegna bankahruns og kreppu?
Nýlega var heimilað að nýta að fullu virðisaukaskatt vegna viðgerða á íbúðarhúsnæði. Með því átti að auka við störf iðnaðarmanna. Tekjuskattshækkun vegur örugglega þungt gegn þessum hugmyndum.
Hefði eitthvert vit verið í Steingrími og Indriða hefðu þeir átt að miða skattana við milljón krónur og hærra. Þá hefðu þeir náð til þeirra sem raunverulega ættu að vera aflögufærir, þ.e. ráðherrar, ráðuneytisstjórar, forstjórar ofl.
Og skjaldborgin ... Hún er bara talsmáti.
![]() |
3% skattur á 500 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flott fólk, fínn listi
22.3.2009 | 23:58
Mér líst vel á Ásbjörn Óttarsson. Hann er hress maður og mér líst barra ágætlega á skoðanir hans. Hins vegar kaus ég hann í annað sætið en Einar Kr. Guðfinnsson í það fyrsta. Birnu kaus ég svo í þriðja sætið og Eyrúnu í það fjórða. Niðurstaðan varð þó sú að Birna varð í fjórða en Eyrún þriðja.
Hvernig kaus ég? Jú, ég kaus sex manns, þá sem ég taldi geta myndað sigurstranglegan lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðvesturkjördæmi. Ég pældi ekkert í búsetu fólks, einblíndi á fólkið. Því miður kjósa margir á annan hátt, einblína á búsetu frambjóðenda. Akurnesingar kjós Akurnesinga, Snæfellingar Snæfellinga, Vestfirðingar Vestfirðinga og jafnvel Húnvetningar Húnvetninginn. Ég er lítið hrifinn af átthagabundnu vali.
Lýðræðið tekur á sig margar myndir og við því er ekkert að gera. Þau sem náðu sex efstu sætunum er flott fólk, einbeitt og það sem skiptir máli, sigurviljinn er skín af því.
![]() |
Ákveðin krafa um endurnýjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
AFSAKIÐ HLÉ (meðan VG er í ríkisstjórn)
20.3.2009 | 23:00
Ern okkuð að marka hann Hörð Torfason? Um það veit ég ekki. Hins vegar er komin ný ríkisstjórn, nýr forsætisráðherra, nýr fjármálaráðherra, nýr Seðlabankastjóri, splúnkunýtt mynteitthvaðráð ... og niðurstaðan ... eins prósent lækkun stýrivaxta.
Er nú öllu náð, er markmiðið komið. Ný ríkisstjórn! Er það nóg fyrir Hörð? Nýr forsætisráðherra! Er það nóg fyrir Hörð? Nýr fjármálaráðherra! Er það nóg fyrir Hörð? Eins prósent lækkun stýrivaxta! Er það nóg fyrir Hörð? Nýr maður í Seðlabankanum? Er það nóg fyrir Hörð? VG í ríkisstjórnina! Er það nóg fyrir Hörð?
Hvað vantar? Engin peningastefna, sama stefna og áður! Er það nóg fyrir Hörð? Sama efnahagstefna og áður! Er það nóg fyrir Hörð? Engin stefna í skuldamálum fjölskyldnanna í landinu! Er það í lagið fyrir Hörð? Engin stefna í aðstoð við fyrirtækin í landinu! Er Herði bara sama? 17.000 atvinnulausir og þeim fjölgar! Er Hörður bara sáttur við það?
Mér er svo sem andskotans sama um þennan Hörð en hitt er vandamál að allir halda að það nægi að skipta um nafn og númer og þá verði sjórinn sjálfkrafa lygn.
En trúið mér. Það er ekkert að gerast nema það eitt að núverandi minnihlutaríkisstjórn heldur uppi stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar. Við erum enn í ólgusjó, en Hörður veit ekki af því né heldur restin af VG.
![]() |
Hlé á fundum Radda fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leikritið um Jóhönnu og formannsstólinn
20.3.2009 | 00:34
Dagur styður Jóhönnu til að verða formaður Samfylkingarinnar. Alltaf er Mogginn fyrstur með fréttirnar. Velti því fyrir mér hvort Össur sé enn að skrifa tilkynningu um stuðning sinn við konuna. Hann á líklega víst pláss í blaðinu fyrir hana. Skyldi Kristján Möller koma með stuðningsyfirlýsingu?
Leikritið í kringum hana Jóhönnu og fomannsembættið verður stöðugt fjölskrúðugra. En hvenær kemur kæri minn þessi blysför sem einhver lofaði?
![]() |
Dagur styður Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólýðræðisleg og heimskuleg hugmynd
19.3.2009 | 11:16
Þgar menn ná ekki árangri er þá réttlætanlegt að breyta forsendunum til þess að markmiðið náist. Nei, þetta er sú allra vitlausasta pólitík sem hugsast getur og gengur þvert á lýðræðislegar hefðir og markmið.
Málið er fyrst og fremst þetta: Flokkur er í kjöri á eigin forsendum. Atkvæði sem honum er greitt á aðeins að nýtast honum. Kosningabandalag er engin trygging fyrir því að það haldi eftir kosningar. Ótal dæmi sanna slíkt.
Það er einungis fyrirsláttur að halda því fram að þannig kosningafyrirkomulag sé lýðræðislegt. Þvert á móti er um að ræða aðferð sem er mjög fjandsamleg lýðræðinu, byggir á hentistefnu.
Ekkert bannar hins vegar kosningabandalög. Samfylkingin og VG ætla ð fara í bandalg fyrir næstu kosningar. Verði þeim að góðu.
Vilji flokkar samnýta atkvæði þá sameinast þeir einfaldlega um framboð. Einn listi, eitt framboð. Aðeins slíkt ber vott um að einhver alvara sé að baki kosningabandalagi. Tveir flokkar geta borið fram einn lista, til þess þurfa þeir alls ekki að sameinast.
Vilji svo til að flokkar treysti sér ekki til þess að bjóða fram sameiginlegan lista þá þýðir það bara eitt, kosningabandalagið er bara fyrirsláttur.
Við þurfum ekki að breyta kosningalögum til að tvier eða fleiri flokkar geti nýtt öll greidd atkvæði.
Svo er það hitt. Hvern er verið að plata með svona hugmyndum? Auðvitað kjósendur af þeirri einföldu ástæðu að ekki eru allir kjóssendur flokks sammála kosningabandalaginu. Dettur til dæmis einhverjum í hug að allir Samfylkingarmenn séu sammála kosningabandalagi með VG?
![]() |
Björgvin G.: Styður frumvarp um kosningabandalög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Niðurlæging minnihlutaríkisstjórnar
19.3.2009 | 09:10
Hefði Davíð Oddsson verið bankastjóri Seðlabankans gæti ég trúað að búsáhaldaberjararnir myndu nú fylkja sér utan við bankann og krefjast afsagnar hans.
Þessi stýrivaxtalækkun er langt frá því sem minnihlutaríkisstjórnin var búin að gera kröfu um. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon hafa á undanförnum vikum ótal sinnum gefið í skyn að kominn væri tími á verulega vaxtalækkun.
Í ljósi þess er vaxtalækkunin brandari og um leið niðurlæging fyrir minnihlutaríkisstjórnina. Ekkert virðist ganga undan þessari ríkisstjórn. Eins prósent stýrivaxtalækkun bendir til þess að efnahagsstefna minnihlutaríkisstjórnarinnar sé engin. Á sjö vikum hefur ekkert gerst. Alls ekkert ...
Minnihlutaríkisstjórnin er gagnslaus til annars en að þykjast. Enda hefur hún notað tímann til alls konar pjattmála í stað þess að sinna atvinnu- og efnahagsmálum.
Ætlar enginn að berja í potta?
![]() |
Stýrivextir lækkaðir í 17% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eykst núna trúin á opinberan rekstur?
18.3.2009 | 19:26
Fyrst stjórn HB Granda var svo dómgreindarlaus að samþykkja tillögur um hundruð milljón króna arðgreiðslur þá vekur það furðu að enginn skyldi hafa bent henni á þversögnina sem núna blasir við öllum. Vitandi vits eða óafvitandi hefur fyrirtækið skemmt það ágæta orðspor sem það hefur áunnið sér undanfarin ár.
Hins vegar rifjast nú upp alls kyns mál sem fyrirtækið hefur verið svo óheppið að lenda í. Sameiningin fyrirtækja á Akranesi og Reykjavík, niðurlagning vinnslustöðva, uppsagnir og fleira og fleira. Maður hefði nú haldið að stjórnendurnir kynnu núna dálítið á almennatengslin og reyndu að forðast pyttina
Svo er það hitt og það er miklu alvarlegra. Allt bendir hreinlega til þess að menn séu orðnir svo gírugir í kapítalið og greddan það mikil að dómgreindin víkur til hliðar. Þetta leiðir einfaldlega til þess að almenningur missir trúna á einkaframtakið og trúir því að opinber rekstur sér farsælastur. Þegar dæmin blasa við er erfitt að rökræða þvert á þau.
![]() |
Hreinlega siðlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |