Fullt af leiðum fram hjá þessu

Samkomulag stjórnmálaflokkanna um að helminga auglýsingakostnað fyrir kosningarnar í voru ber að taka með miklum fyrirvara. Í sannleika sagt ætti að banna svona samkomulag rétt eins og samráð fyrirtækja um verðlag eða annað sem er samkeppnishamlandi.

Lítum nánar á málið. Flokkunum er það í sjálfsvald sett að taka þátt í svona bandalagi og ekki er að efa annað en að þeir standi við það. Hins vegar eru aðrar og leiðinlegri fylgikvillar svona samkomulags.

 

  • Stjórnmálaflokkarnir geta leiðst út í pólitísk yfirboð í því augnamiði að fá meiri fjölmiðlaumfjöllun. 
  • Stjórnnarflokkar geta hugsanlegð misnotað fjölmiðla ríkisins og fengið meiri umfjöllun en aðrir
  • Tengsl við einstaka fjölmiðla má hugsanlega nota til að fá meiri umfjöllun en öðrum flokkum stendur til boða.
  • Svo kann einhver stjórnmálaflokkur að vera harðari og fær meiri aflsátt á auglýsingunum en aðrir flokkar.

 

Persónulega held ég að sá flokkur komi heiðarlegast fram sem auglýsir, greiðir fyrir auglýsingar sínar og ... málið er dautt. 


mbl.is Flokkarnir semja um að helminga auglýsingakostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband