Niðurlæging minnihlutaríkisstjórnar

Hefði Davíð Oddsson verið bankastjóri Seðlabankans gæti ég trúað að búsáhaldaberjararnir myndu nú fylkja sér utan við bankann og krefjast afsagnar hans.

Þessi stýrivaxtalækkun er langt frá því sem minnihlutaríkisstjórnin var búin að gera kröfu um. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon hafa á undanförnum vikum ótal sinnum gefið í skyn að kominn væri tími á verulega vaxtalækkun.

Í ljósi þess er vaxtalækkunin brandari og um leið niðurlæging fyrir minnihlutaríkisstjórnina. Ekkert virðist ganga undan þessari ríkisstjórn. Eins prósent stýrivaxtalækkun bendir til þess að efnahagsstefna minnihlutaríkisstjórnarinnar sé engin. Á sjö vikum hefur ekkert gerst. Alls ekkert ...

Minnihlutaríkisstjórnin er gagnslaus til annars en að þykjast. Enda hefur hún notað tímann til alls konar pjattmála í stað þess að sinna atvinnu- og efnahagsmálum.

Ætlar enginn að berja í potta?


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða berja þig Siggi

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ha, ha ... Það var nú aldrei líkt þér að mæla með ofbeldi, gamli vinur og samherji.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2009 kl. 09:21

3 identicon

ég fagna því að "ekkert"hefur gerst á undanförnum sjö vikum,því að hver mánuður með sjálfstæðisflokkinn í stjórn í 17ár kostaði almenning 500milljónir (mánuðurinn)miðað við hvað þeir syldu eftir sig þegar þeir hlupu undan ábyrgð.svo af hverju ert þú að nöldra.varla fannst þér sjálfstæðismenn vera að sinna atvinnu-og efnahagsmálum?

zappa (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:43

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kæri Zappa. Bestu þakkir fyrir innlitið. Þú ert gamansamur maður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2009 kl. 09:46

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það að um lækkun sé að ræða sýnir að ferlið er byrjað.

1 prósentustig er kanski ekki mikið í hugum manna en það er þó byrjun. Næst lækkar kanski um 1,5 prósentustig (hreinar getgátur) eða meira þannig að menn geta þó séð að boltinn er byrjaður að rúlla.

Það verður þó að segjast að þetta er þó skárra en að lækka ekki neitt.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.3.2009 kl. 09:47

6 Smámynd: Henning Árni Jóhannsson

efast um að ríkisstjórnin ráði nokkru um þetta, ég myndi frekar segja að seðlabankinn væri undir stjórn aðlþjóða gjaldeyrirssjóðnum!

kemur allt fram neðar í fréttinni

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði hafnað beiðni Seðlabankans í síðasta mánuði um lækkun stýrivaxta um þrjú prósentustig, eða niður í 15%. Forstjóri sjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, mun hafa lagst gegn þeim áformum og talið rétt að bíða með vaxtalækkanir á meðan óvissa ríkti í stjórnmálum hér á landi. Tekið var undir rök bankastjórnar fyrir vaxtalækkun að öðru leyti.

Henning Árni Jóhannsson, 19.3.2009 kl. 09:51

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Ólafur. Get alveg verið sammála þér. Hins vegar voru höfuðpaurar ríkisstjórnarinnar búnir að byggja upp væntingar, rétt eins og þeir hefðu sent seðlabankastjóra línuna. Svo er ég líka sannfærður um að hraunað hefði verið yfir Davíð Oddson fyrir svona litla lækkun.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2009 kl. 09:52

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Henning Árni, þakka fyrir innlitið. Núverandi minnhlutaríkisstjæorn ætlaði nú aldeilis ekki að láta AMG stjórna efnahagsmálum hér innanlands.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2009 kl. 09:55

9 Smámynd: Henning Árni Jóhannsson

já ég heyrði það einhvetíman, en ég held að meðan við höldum láninu frá þeim að þá fáum við engu um þetta ráðið. það eru að fara að koma kostningar og við sjáum þá bara til hvað næsta stjórn gerir :)

Henning Árni Jóhannsson, 19.3.2009 kl. 10:07

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

ég fagna því að "ekkert" hefur gerst á undanförnum sjö vikum

Er ekki menntamálaráðherra búinn að eyða um 2 milljörðum á viku síðan hún komst við völd?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.3.2009 kl. 10:13

11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Halldór. Hún hefur áreiðanlega gert það með leyfi AGS. Stjórnlagaþingið kostar aðra tvo milljarða. Jú, það er verið að spara og sýna ráðdeild ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2009 kl. 10:16

12 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Þú ræðst ekki á rétta aðila,ríkistjórnin vill lækka stýrisvexti miklu meira og seðlabankinn vill lækka strax um 3%.Því miður ráða þeir engu um þetta,alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður öllu um okkar peningamál,já hver samdi við hann um þessi mál.???Þó ekki Geir H.??? ekki saka Jóhönnu eða Steingrím um þessa litlu vaxtarlækkun,líttu bara í eigin barm,og skoða þetta mál frá gruni,kannski ættir þú þá að berja einhvern í eigin flokki.???ekki satt.HA HA HA HA hehehehehe.

Jóhannes Guðnason, 19.3.2009 kl. 11:17

13 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

ekki saka Jóhönnu eða Steingrím um þessa litlu vaxtarlækkun

Þetta er einmitt fólkið sem á að sakast við þetta þar sem það komst við völd gegn loforði um að t.d lækka stýrivexti umtalsvert ekki satt? var ekki talað um að slá skjaldborg um heimili og fyrirtæki í landinu, skila AGS láninu, kæra bretann og allt það? Akkúrat þetta fólk hellti sér yfir fyrri stjórn um akkúrat þessa hluti og er síðan nákvæmlega eins, svona fólk kallar maður hræsnara ef ekki lygara!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.3.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband