Flott fólk, fínn listi

Mér líst vel á Ásbjörn Óttarsson. Hann er hress maður og mér líst barra ágætlega á skoðanir hans. Hins vegar kaus ég hann í annað sætið en Einar Kr. Guðfinnsson í það fyrsta. Birnu kaus ég svo í þriðja sætið og Eyrúnu í það fjórða. Niðurstaðan varð þó sú að Birna varð í fjórða en Eyrún þriðja.

Hvernig kaus ég? Jú, ég kaus sex manns, þá sem ég taldi geta myndað sigurstranglegan lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðvesturkjördæmi. Ég pældi ekkert í búsetu fólks, einblíndi á fólkið. Því miður kjósa margir á annan hátt, einblína á búsetu frambjóðenda. Akurnesingar kjós Akurnesinga, Snæfellingar Snæfellinga, Vestfirðingar Vestfirðinga og jafnvel Húnvetningar Húnvetninginn. Ég er lítið hrifinn af átthagabundnu vali.

Lýðræðið tekur á sig margar myndir og við því er ekkert að gera. Þau sem náðu sex efstu sætunum er flott fólk, einbeitt og það sem skiptir máli, sigurviljinn er skín af því.


mbl.is „Ákveðin krafa um endurnýjum “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband