Ólýðræðisleg og heimskuleg hugmynd

Þgar menn ná ekki árangri er þá réttlætanlegt að breyta forsendunum til þess að markmiðið náist. Nei, þetta er sú allra vitlausasta pólitík sem hugsast getur og gengur þvert á lýðræðislegar hefðir og markmið.

Málið er fyrst og fremst þetta: Flokkur er í kjöri á eigin forsendum. Atkvæði sem honum er greitt á aðeins að nýtast honum. Kosningabandalag er engin trygging fyrir því að það haldi eftir kosningar. Ótal dæmi sanna slíkt.

Það er einungis fyrirsláttur að halda því fram að þannig kosningafyrirkomulag sé lýðræðislegt. Þvert á móti er um að ræða aðferð sem er mjög fjandsamleg lýðræðinu, byggir á hentistefnu.

Ekkert bannar hins vegar kosningabandalög. Samfylkingin og VG ætla ð fara í bandalg fyrir næstu kosningar. Verði þeim að góðu.

Vilji flokkar samnýta atkvæði þá sameinast þeir einfaldlega um framboð. Einn listi, eitt framboð. Aðeins slíkt ber vott um að einhver alvara sé að baki kosningabandalagi. Tveir flokkar geta borið fram einn lista, til þess þurfa þeir alls ekki að sameinast.

Vilji svo til að flokkar treysti sér ekki til þess að bjóða fram sameiginlegan lista þá þýðir það bara eitt, kosningabandalagið er bara fyrirsláttur.

Við þurfum ekki að breyta kosningalögum til að tvier eða fleiri flokkar geti nýtt öll greidd atkvæði.

Svo er það hitt. Hvern er verið að plata með svona hugmyndum? Auðvitað kjósendur af þeirri einföldu ástæðu að ekki eru allir kjóssendur flokks sammála kosningabandalaginu. Dettur til dæmis einhverjum í hug að allir Samfylkingarmenn séu sammála kosningabandalagi með VG?


mbl.is Björgvin G.: Styður frumvarp um kosningabandalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Sigurður í þessu máli.

Jóhannes Guðnason, 19.3.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband