Höft á höft á höft á höft á höft ...

Það er einfaldlega rétt sem haft er eftir Birki Jóni Jónssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, að höft leiða til frekari hafta.

Útilokað er að setja þannig hömlur á einastök atriði í þjóðfélaginu að ekki sé hægt að fara í kringum þær. Til afar skamms tíma er hægt að lifa með því en ekki til lengri.

Frumvarpið um gjaldeyrishöftin á að stoppa í vandamál vegna fyrri reglna. Allir sjá hvert slíkt stefnir.

Það er hárrétt sem formaður Sjálfstæðisflokksins segir að minnihlutastjórninni er einfaldlega að mistakast ætlunarverk sitt. Í upphafi ætlaði hún svo kokhraust að boða til umfangsmikilla efnahagsaðgerða enda var þeirra vissulega þörf. Þessar aðgerðir hafa látið bíða eftir sér. Ekkert umfangsmikið hefur séð dagsins ljós nema ef vera skyldi hin knýjandi þörf VG í ráðherrastóla.

Þetta er eins og skattalögin. Því flóknari sem þau eru þeim mun erfiðara er að hafa eftirlit með þeim og því meiri hætta á að fólk ruglist, óviljandi eða viljandi. Er þá ekki betra að hafa skattalögin einföld og gefa almenningi kost á að skilja þau? 

 


mbl.is Sér ekki á svörtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt Sigurður. Viðskipti undir höftum (ekki bara eftirliti) leiða til undirkerfa með tilheyrandi höftum á móti. Um leið og ríkisstjórnin heyrir af nýjustu leiðinni í gegn um hraðsoðnar og ósanngjarnar reglurnar, þá hleypur hún inn á Alþingi með ný höft. Útflutningurinn á víst að bjarga þjóðinni en verðmæti hans má ekki vera á markaðsvirði!

Ívar Pálsson, 31.3.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband