Eignaskattur er bein árás á heimilin!

Eignaskattur er óréttlátur skattur. Eignir almennings, íbúðir og hús, eru ekki tekjumyndandi. Þær hafa verið keyptar með sjálfsaflafé sem að fullu hefur verið skattlagt.

Og nú er ætlunin að skattleggja það aftur.Gera Vinstri grænir sér grein fyrir því hvað eignaskattur er? Eða er hér um að ræða hina sósíalisku arfleið sem núna skýst upp á yfirborðið að því að flokksmenn ályktuðu um að kapítlisminn sé dauður.

Þriðji kosturinn er til, en hann er bara svo ósennilegur. Það getur varla verið að menn séu einfaldlega órökvísir ... jæja, best að segja það, - heimskir að leggja til að eignaskattur verði á ný upp tekinn.Íbúðir fólks eru ekki tekjumyndandi, þær eru heimil fólks.

Eignaskattur er þar af leiðandi bein árás á heimilin svo gripið sé til slagorða sem VG ætti að þekkja vel.

Þá segja Vinstri grænnir áreiðanlega að það megi nú skattleggja aðrar fasteignir. Já, auðvitað er það hægt. Hver ber síðan kostnaðinn af slíkri skattheimtu? Jú, fyrirtækin, leigjendur, almenningur.


mbl.is Vinstri græn vilja eignaskatta á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband