Dylgjur eru formanninum ekki til sóma

Af hverju tala menn svona eins og formaður Frjálslynda flokksins?

Ég er ekki að segja að Karen Jónsdóttur hafi verið mútað þegar hún ákvað að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Akraness eða neinum öðrum. En það hefur iðulega gerst.

Ekki mútur en samt mútur. Aldrei gerst en samt gerst. „Ég er ekki að segja ...“ en samt segir hann það.

Menn verða að tala skýrt. Hafi Sjálfstæðisflokkurinn keypt Jón Magnússon, Gunnar Örlygsson og Karenu Jónsdóttur til að flýja Frjálslynda flokkinn og sannanir eru til fyrir því þá á Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður, að segja svo en að öðrum kosti að halda sér saman.

Guðjón er án efa heiðarlegur maður og kann sem betur fer ekki dylgjur þó hann reyni það. Hins vegar er vandamál flokksins hans svo gríðarlegt að hann grípur til örþrifa ráða eins og títt er um þá sem lenda í vandræðum. Sómi Guðjóns vex ekki fyrir vikið og þaðan af síður Frjálslynda flokksins.

Sá grunur læðist þó að manni að flótti áðurnefndra manna sé engin tilvikjun og ástæðurnar sé að finna í Frjálslynda flokknum og hvergi annars staðar.


mbl.is Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Ýr

Þetta er frekar óþroskuð hegðun verð ég að segja, minnir mig á í gamla daga þegar nokkrir saumaklúbbar voru í bekknum og stelpurnar reyndu að lokka hverja aðra á milli klúbba, eftir því hverjar var eftirsóknarvert að hafa í saumaklúbbnum, þetta var á mínu 12. aldursári.  Ekki virðist margt hafa breyst síðan þá.  Annars hefði ég talið það sjálfstæða ákvörðun hvers aðila fyrir sig hvaða flokk hann vill starfa fyrir.  En svona dylgjur eru nú bara fyrir neðan allar....

Elín Ýr , 30.3.2009 kl. 15:28

2 Smámynd: corvus corax

Dylgjur? Óþroskuð hegðun? Hver segir það? Er það örugglega rétt sem þið haldið ...eða trúið ekki upp á sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn var, er og verður vagga stjórnmálaspillingar og mútur eru hlægilega saklaust smáræði í huga sjálfstæðismanna. Ef til er siðblinda og skortur á siðferðisþreki sem leiðir til gjörspillingar, er það allt að finna í sjálfstæðisflokknum frekar en annars staðar, þótt framsóknarflokkurinn veiti honum harða samkeppni.

corvus corax, 30.3.2009 kl. 16:20

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú ert nú meiri bullarinn, corvus corax.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.3.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband