Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Hvað hefur breyst hjá borginni?

Til hvers að sanda flughálar götur og salta hinar? Hvað sagði ekki embættismaður borgarinnar með langa starfsheitið í viðtali við DV um daginn: 

„Þó að við hefðum byrjað eldsnemma um morguninn að sanda allar þessar götur, þá hefðum við aldrei verið búnir að því fyrr en um miðjan dag,“ segir Hrólfur.

Hvað hefur breytst? Og hvað sagði ekki  borgarstjórinn? Hmm ... eiginlega ekki neitt. Man nokkur eftir einhverju af viti sem maðurin hefur látið eftir sér hafa um snjómokstur og hreinsun gatna? Í Kastljósi sópaði hann borðið, kannski gildir það eitthvað.


mbl.is Byrjað að sanda í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opna stjórnsýsla ríkisstjórnarinnar er öfugmæli

Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum.“ Svo segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í upphafi ferils hennar. 

Morgunblaðið óskaði þann 21. febrúar 2011 eftir upplýsingum um kostnað vegna Icesve saminganefndar Lee C. Bucheit. Fjármálaráðuneytið leyndi þessum upplýsingum vegna þess að það taldi að upplýsingarnar hefðu áhrif á niðurstöður kosninganna um Icesave III þann 9. apríl í fyrra. Fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, tók greinilega þá ákvörðun að afhenda ekki Mogganum þessar upplýsingar. 

Það þurfti ákvörðun Úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 29. desember síðast liðinn til að Mogginn fengi gögnin og þau bárust blaðinu loks í gær.

Allur þessi ferill er rakinn í Morgunblaðinu í morgun. Svona er nú hin opna stjórnsýsla og aukið gagnsæi í augum norrænu velferðarstjórarinnar. Er hún ekki bara orðin tóm, öfugmæli?


Trúnaður brostinn í Seðlabankanum?

Undarlegasta fréttin í Mogganum í morgun er án efa sú að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefur höfðað mál mál vegna launakjara sinna. Hann telur sig eiga skilið hærri laun enda samdi hann um þau við fomann bankaráðsins.

Í millitíðinni gerist það að Kjararáð ákveður að laun hans skuli lækkuð um þrjúhundruð þúsund krónur. Úrksurðurinn var í samræmi við þá vitlausu hysteríu að enginn mætti nú  vera með hærri en þau sem forsætisráðherra fær. Auvitað er þetta bara bull því fjöldinn allur af starfsmönnum ríkisins hefur hærri laun vegna þess eins að þeir vinna meira. Nefna má lækna.

En Már fer í mál við Seðlabankann og krefst efnda. Eitthvað myndi nú ganga á ef við venjulegir launaþrælar myndum gera slíkt við okkar vinnuveitendur, hver í sínu lagi. Hversu réttmætt sem slík málsókn er má velta því fyrir sér hvar trúnaður viðkomandi liggur. Vinnuveitandinn er án efa ekki í vafa og sömuleiðis er launþeginn illur. Fyrir vikið hefur myndast trúnaðarbrestur milli aðila.

Og nú velta menn því fyrir sér hvort trúnaður hafi brostið milli aðila í Seðlabankanum. Getur seðlabankastjóri unnið með bankaráðinu eftir málaferlin og allir látið eins og ekkert hafi í skorist? Hafa yfirráðherrar ríkisstjórnarinnar traust á Má eftir málaferlin? Eða mun Már segja starfi sínu lausu fái hann ekki sínu framgengt í dómsmáli? Ég hef ekki nokkra trú á því að hér sé í friðsemd verið að kanna stöðuna. Menn geta bara ímyndað sér hvað hefur gengið á áður en Már grípur til þess sem sannarlega er óyndisúrræði að stefna Seðlabankanum.

Hér er kominn efni í skemmtilegan farsa þar sem allir geta látið vaða. Hins vegar er ég á þeirri skoðun að samningur sé samningur og að minnsta kosti er móralskt ekki hægt að víkjast undan honum og skiptir engu hvað konan í stjórnarráðinu er með í mánaðarlaun.


Kjánahrollurinn vex

„Talar ekki illa um annað fólk,“ segir Jón G. Kristinsson, borgarstjóri, um árangur sinn og flokks síns eftir nær tveggja ára valdatíð. Og borgarbúar fyllast kjánahrolli þegar hann birtist á skjánum, enn og aftur án nokkurrar þekkingar á þeim málum sem hann á að kunna skil á í krafti embættis síns. Getur þetta gengið svona miklu lengur?
mbl.is „Þetta var ófremdarástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappír er úrelt form

Pappír er einfaldlega úrelt form fyrir dagblöð. Það get ég fullyrt eftir sex ára rafræna áskrift að Morgunblaðinu. Ég fæ Moggann minn á hverjum morgni eða hvenær sem ég óska, hvar sem ég er staddur í heiminum.

Veður skiptir engu máli, ófærð ekki heldur. Ég les Moggann eins og ekkert hafi í skorist jafnvel þótt nágrannar mínir hafi ekki fengið hann.

Sumum kann að þykja það óþægileg tilhugsun að lesa blað eða bók í tölvu, fartölvu eða iPad. Það venst og venst afskaplega vel. Ekki við ég skipta, raunar finnst mér núorðið sú tilhugsun að lesa dagblað prentað á pappír frekar leiðinleg.

Svo er Mogginn ódýrari í rafrænu formi en pappírs.


mbl.is Dreifingu Morgunblaðsins seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammgóður vermir

Bráðfyndið þegar nýr fjármálaráðherra tekur við og honum aðeins gert að vera í starfi í sjö mánuði eða þar til sá sem starfið er eyrnamerkt kemst í það.

Höfund Staksteina í Morgunblaðinu ratast oft satt á munn. Hann talar um konuna sem vermir sæti fjármálaráðherra þar til hin konan sér sér fært að koma. Og sú sem vermir sætið er því eðlilega skammgóður vermir. Ekkert meiðandi, enginn skaðast, aðeins hrein og klár íslenska.

Fæstir kulvísir pissa í skóinn sinn enda löngum á almanna vitorði að það er skammgóður vermir að pissa í hann ...


Frekar svona slöpp frétt ...

Hvergi eru ekið yfir Skógaá nema á vaðinu uppi á Skógaheiði á leið upp á Fimmvörðuháls. Þarna er ekki mikil hætta á gróðurskemmdum, ekki frekar en oní Skógaá, eins og segir í fréttinni. Á þessum slóðum hverfur slóðin undir snjó um leið og vetrar. Freistast þá margir að aka utanvegar.

Annars skil ég fréttina illa. Ekki er greint frá neinni staðsetningu nema hvað að getið erum ánna. Hún er þó ansi löng, líklega einir fjörtíu kílómetrar eða meira. Og enn einu sinni nennir Mogginn ekki að skoða landakortið og afla fyllri upplýsinga. Hvers vegna er þá verið að birta svona frétt?


mbl.is Staðinn að utanvegaakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sparnaður mikilvægari en öryggi borgarbúa?

Á dv.is er viðtal við Hrólf Jónsson, sviðsstjóra, framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. Ástæðan er sú staðreynd að borgin ákvað að bera hvorki salt né sand á götur um helgina þrátt fyrir gríðarlega hálku. í lok viðtalsins er haft eftir Hrólfi í ræðu:

„Þó að við hefðum byrjað eldsnemma um morguninn að sanda allar þessar götur, þá hefðum við aldrei verið búnir að því fyrr en um miðjan dag,“ segir Hrólfur.

Hann segir að það hefði þurft sextíu vinnuvélar til þess að klára að hálkuverja göturnar í Reykjavík skömmum tíma. „Það er uppsett afl sem þyrfti fáa daga ársins. Hvað ætti að gera við tækin restina af árinu,“ spyr Hrólfur.  

Hér á Hrólfur líklega við að tæki til að bera á göturnar séu svo sérhæfð að það sé óraunhæft að borgin eigi slík fyrir aðeins nokkra daga á ári. Þetta hef ég aldrei heyrt. Hér áður fyrr var sandi ausið á götur borgarinnar, fyrst og fremst miðað við aðalleiðir og síðan strætisvagnaleiðir og þessu næst aðrar götur. Auðvitað fylgir sandaustri mikil vandamál og ekki síður af saltdreifingu. Við höfum hins vegar lifað þetta af hingað til.

Aðalatriði málsins er fyrst og fremst að borgarbúar komist leiðar sinnar, ekki síður gangandi vegfarendur en akandi. Borgin má ekki láta það henda að starfsmönnum hennar sé haldið heima þegar ástandið er svona. Sú viðbára að vinnuvélarnar séu einhver fyrirstaða er marklaus því fjöldi verktaka hefðu áreiðanlega getað sinnt þessu. Raunar er staðan sú að fjöldi þeirra bíður eftir verkefnum á borð við þetta.

Hins vegar læðist sú hugsun að manni að hér sé um að ræða sparnaðaraðgerð. Borgin hafi af fjárhagsástæðum ekki séð sér fært að halda úti mannskap og vélum um helgina. Sé þetta rétt þá er um háalvarlegt mál að ræða og mikla ávirðingu á stjórnendur borgarinnar og þá sérstaklega borgarstjóra. Hvers konar borgarstjórnarmeirihluti lætur fjármál skipta meiru en öryggi borgarbúa.


Land hefur risið við Hornafjörð

Í dag eru 100 ár frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings. Ekki þekkti ég manninn neitt persónulega en átti þó í stuttum samskiptum við hann 1979, þegar ég var ungur og óreyndur blaðamaður á síðdegisblaðinu Vísi, og einnig síðar þegar ég stofnaði tímart sem fékk nafnið Áfangar.

Vísir

Ég hafði á þessum árum ákafan áhuga fyrir jarðfræði. Mér gekk vel með hana í MR og hugleiddi að fara í jarðfræði í Háskólanum. Hætti þó við það vegna þess að stór hluti af jarðfræðinni er eðlisfræði og efnafræði og ég hafði talið mér trú um að það væru hundleiðinlegar fræðigreinar sem ég gæti engan veginn lært.

Svo gerist það að skipið Álafoss strandar í Hornarfjarðarósi og á ritstjórnarfundi var ákveðið að ég fyndi eitthvað út um ástæður þess. Talaðu bara við Sigurð Þórarinsson, sagði Elías Snæland, ristjórnarfulltrúi, hann nafni þinn veit allt.

Ég tók andköf. Fannst það eiginlega miklu meira mál að ræða við þann andans mann,, Sigurð Þórarinsson en að tala við ráðherra og viðskiptafursta. Jæja, ég hringdi í Sigurð. Auðvitað tók hann mér vel og sýndi mér, þessum aula í blaðamannastétt, mikinn skilning þrátt fyrir óskaplega vanþekkingu. Móttökurnar urðu til þess að styrkja sjálfsálitið og ég þorði síðar að hafa samband við Sigurð um annað mál.

Meðfylgjandi er mynd af forsíðufréttinni sem ég fékk birta á Vísi. Líklega eina fréttin frá mér sem rataði á þá síðu. Hægt er að smella nokkrum sinnum á hana og lesa.

Fréttin fjallaði auðvitað um landris við Hornafjörð þar sem farg jökla hafði minnkað á síðustu áratugum og það gat verið ástæðan fyrir því að skipið strandaði. 


Smjörklípa Björns Vals Gíslasonar

Einhver maður út í bæ, Pálmi Kristinsson, hefur lagt fram útreikninga um Vaðlaheiðagöng og í þeim kemur fram að áætluð umferð um göngin mun aldrei standa undir kostnaði við gerð þeirra.

Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG, kann ekki við þessa niðurstöður. Þær geti ekki verið réttar vegna þess að maðurinn var framkvæmdastjóri Smáralindar. Önnur ávirðing á hann er sú að til er mynd af honum og Hannesi Smárasyni og Björn birtir myndina á bloggsíðu sinni.

Þarf nokkuð frekar vitnanna við. Pálmi þessi er greinilega óalandi og óferjandi og rök hans gegn Vaðlaheiðgöngum tóm della. Svona á auðvitað að taka á málum, skjóta fyrst og spyrja svo.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband