Trúnaður brostinn í Seðlabankanum?

Undarlegasta fréttin í Mogganum í morgun er án efa sú að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefur höfðað mál mál vegna launakjara sinna. Hann telur sig eiga skilið hærri laun enda samdi hann um þau við fomann bankaráðsins.

Í millitíðinni gerist það að Kjararáð ákveður að laun hans skuli lækkuð um þrjúhundruð þúsund krónur. Úrksurðurinn var í samræmi við þá vitlausu hysteríu að enginn mætti nú  vera með hærri en þau sem forsætisráðherra fær. Auvitað er þetta bara bull því fjöldinn allur af starfsmönnum ríkisins hefur hærri laun vegna þess eins að þeir vinna meira. Nefna má lækna.

En Már fer í mál við Seðlabankann og krefst efnda. Eitthvað myndi nú ganga á ef við venjulegir launaþrælar myndum gera slíkt við okkar vinnuveitendur, hver í sínu lagi. Hversu réttmætt sem slík málsókn er má velta því fyrir sér hvar trúnaður viðkomandi liggur. Vinnuveitandinn er án efa ekki í vafa og sömuleiðis er launþeginn illur. Fyrir vikið hefur myndast trúnaðarbrestur milli aðila.

Og nú velta menn því fyrir sér hvort trúnaður hafi brostið milli aðila í Seðlabankanum. Getur seðlabankastjóri unnið með bankaráðinu eftir málaferlin og allir látið eins og ekkert hafi í skorist? Hafa yfirráðherrar ríkisstjórnarinnar traust á Má eftir málaferlin? Eða mun Már segja starfi sínu lausu fái hann ekki sínu framgengt í dómsmáli? Ég hef ekki nokkra trú á því að hér sé í friðsemd verið að kanna stöðuna. Menn geta bara ímyndað sér hvað hefur gengið á áður en Már grípur til þess sem sannarlega er óyndisúrræði að stefna Seðlabankanum.

Hér er kominn efni í skemmtilegan farsa þar sem allir geta látið vaða. Hins vegar er ég á þeirri skoðun að samningur sé samningur og að minnsta kosti er móralskt ekki hægt að víkjast undan honum og skiptir engu hvað konan í stjórnarráðinu er með í mánaðarlaun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband