Frekar svona slöpp frétt ...

Hvergi eru ekið yfir Skógaá nema á vaðinu uppi á Skógaheiði á leið upp á Fimmvörðuháls. Þarna er ekki mikil hætta á gróðurskemmdum, ekki frekar en oní Skógaá, eins og segir í fréttinni. Á þessum slóðum hverfur slóðin undir snjó um leið og vetrar. Freistast þá margir að aka utanvegar.

Annars skil ég fréttina illa. Ekki er greint frá neinni staðsetningu nema hvað að getið erum ánna. Hún er þó ansi löng, líklega einir fjörtíu kílómetrar eða meira. Og enn einu sinni nennir Mogginn ekki að skoða landakortið og afla fyllri upplýsinga. Hvers vegna er þá verið að birta svona frétt?


mbl.is Staðinn að utanvegaakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þessi umræddi ,,utanvegaakstur"  var nú ekki grófari en það að þessi bíll keyrði ofan á snjónum og ísnum nær fossinum en bílastæðið er.  Þar fór hann of nærri ánni og skrikaði á ísnum ofan í ána og varð að keyra nokkurn spöl eftir  henni til að komast upp á skarirnar aftur.  Það virðist vera orðinn allt of stór hópur fólks á Íslandi sem er katólskari en páfinn í ýmsum málum.  

Þórir Kjartansson, 10.1.2012 kl. 11:43

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hafi bíllinn verið í ánni fyrir neðan Skógafoss, get ég ekki ímyndað mér hver skaðinn er. Breytir því samt ekki að fréttin er hundléleg.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.1.2012 kl. 11:46

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Jú, jú, þetta var á aurnum neðan við sjálfan Skógafossinn.  Féttin er auðvitað eins og aðrar fréttir utan af landi, skrifuð af  einhverjum sem aldrei hefur komið inn fyrir Elliðaár.  Betur að við ættum fleiri fréttamenn eins og  Kristján Má Unnarsson á Stöð2.   Hann kann að setja sig inn í mál landsbyggðarinnar. 

Þórir Kjartansson, 10.1.2012 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband