Kjánahrollurinn vex

„Talar ekki illa um annað fólk,“ segir Jón G. Kristinsson, borgarstjóri, um árangur sinn og flokks síns eftir nær tveggja ára valdatíð. Og borgarbúar fyllast kjánahrolli þegar hann birtist á skjánum, enn og aftur án nokkurrar þekkingar á þeim málum sem hann á að kunna skil á í krafti embættis síns. Getur þetta gengið svona miklu lengur?
mbl.is „Þetta var ófremdarástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

NEI, þetta getur ekki gengið svona lengur, við erum með fífl sem borgarstjóra sem hefur ekkert vit á einu eða neinu sem snýr að rekstri Borgarinnar, mál að þessari vitleysu linni.

Árni Karl Ellertsson, 11.1.2012 kl. 20:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg með ólíkindum að hlusta á þessa kastljós og vandræðagang þessa manns.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2012 kl. 21:18

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Á meðan ég horfði á þetta viðtal var ég að hugsa um hver myndi bjóða sig fram til Forseta Íslands...

Nú erum við með Borgarstjóra Reykjavíkur sem er lærður úr skemmtanaiðnaðinum.

Verður einhver slíkur næsti forseti Íslands?

Eða næsti forsætisráðherra?

Allt fer þetta eftir metnaði hvers og eins ásamt því að hafa á að skipa fylgismönnum í nægilegu magni.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 12.1.2012 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband