Pappír er úrelt form

Pappír er einfaldlega úrelt form fyrir dagblöð. Það get ég fullyrt eftir sex ára rafræna áskrift að Morgunblaðinu. Ég fæ Moggann minn á hverjum morgni eða hvenær sem ég óska, hvar sem ég er staddur í heiminum.

Veður skiptir engu máli, ófærð ekki heldur. Ég les Moggann eins og ekkert hafi í skorist jafnvel þótt nágrannar mínir hafi ekki fengið hann.

Sumum kann að þykja það óþægileg tilhugsun að lesa blað eða bók í tölvu, fartölvu eða iPad. Það venst og venst afskaplega vel. Ekki við ég skipta, raunar finnst mér núorðið sú tilhugsun að lesa dagblað prentað á pappír frekar leiðinleg.

Svo er Mogginn ódýrari í rafrænu formi en pappírs.


mbl.is Dreifingu Morgunblaðsins seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband