Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Nýr iPad, ástæða til að kaupa
9.2.2011 | 13:14
Nú er komin reynsla á iPad og er greinilegt að hann er framtíðartækið. Ég hef haldið í heiðri það sem einhver vís maður sagði að aldrei skildi kaupa fyrstu útgáfu af tæki. Hvort þetta sé gáfulegt eða ekki þá er ætla ég að kaupa iPad í vor. Að öllum líkindum kemur hann út í apríl og verður kannski kominn í Eplisbúðina hér á landi í maí.
Þá er það spurningin með verðið. Ég hef þá trú að það verði mjög svipað og verðið á iPad er í dag, það er allt að ca. 130.000 krónur. Annars er aldrei að vita nema fjármálaráðherra sjá í þessu tæki til að auka tekjur ríkissjóðs.
Upplýsingar um nýja útgáfu af iPad birtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Launahækkun annarra en okkar
9.2.2011 | 10:46
Hvorki ríkisstjórnin né samtök launþega virðast láta sig einhverju skipta það hrikalega atvinnuleysi sem ríkir hér á landi. Menn virðast líta framhjá því og smæstu hópar launþega láta sig engu skipta þó vandinn sé yfirgengilegur heldur krefjast á sama tíma launahækkunar fyrir sjálfa sig.
Hvað myndu þessir sömu hópar gera ef núna yrði ákveðið að þingmenn og ráðherrar fengju 20% launahækkun vegna álags og erfiðleika frá hruni og bentu jafnframt á að verðbólgan hefði hjaðnað og vöruskiptajöfnuður væri hagstæður og allt væri þetta þeim að þakka.
Auðvitað myndu allir fordæma slíkt. Hins vegar má ekki gagnrýna samtök launþega fyrir óvarlegar launakröfur á erfiðleikatímum. Auðvitað benda menn á að útflutningsatvinnugreinarnar standi vel miðað við gengisþróun krónunnar og því hefðu þær vel efni á að greiða hærri laun. Ekki er endilega víst að aðrir minnihlutahópar myndu samþykkja þetta hvað þá stóru aðilarnir. Er hægt að hækka laun starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum en hafna um leið slökkviliðsmönnum, lögreglumönnum, sjúkraflutningamönnum og sjúkraliðum svo einhver dæmi séu tekin af handahófi.
Sú leið er ekki farsæl að hækka laun einstakra lykilstétta rétt eins og að við hin skiptum engu máli og getum litið framhjá launahækkum annarra.
Fá ekki meiri hækkanir en aðrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Engin auðmýkt hjá lötum Landsbanka
8.2.2011 | 15:10
Ekkert merkilegt virðist vera í fréttum ef marka má mbl.is. Árni Páll Árnason segist ekki vera að hætta sem ráðherra og einhver sem nefnd er slúðurprinsessa ku hafa neitað að hrista rassinn fræga. Hvort tveggja alveg hræðilega lítt hugaverðar fréttir.
Þá lítur maður á auglýsingarnar og sér á sömu síðu og fréttin er um meinta afsögn Árna og um auglýsingu frá Landsbankanum sem ætlar að halda fundi víða um landið:
Við hvetjum ykkur til að koma og eiga opinská samskipti við okkur. Við ætlum að vera Landsbankinn þinn.
Hafið þið kynnst öðru eins; ...eiga opin samskipti við okkur. Hver skrifar svona bull eða hversu hár er fílabeinsturninn?
Er ekki kominn tími til að Landsbankinn sýni viðskiptavinum sínum dálitla auðmýkt? Væri ekki skynsamlegra að segjast ætla að ræða á hreinskilnislega við viðskiptavini eða almenning. Út frá markaðslegu sjónarhorni er textinn út í hött og raunar ætti að reka höfundinn, jafnvel þó hann væri sjálfur aðalbankastjóri Landsbankans.
Engar sögur fara af því hvort landsbankastjórarnir ætli að vera jafn opinskáir og þeir bjóða almenningi. Og hvaðan í ósköpunum finna menn svona ómerkilega, bjúrokratíska frasa eins og þennan.
Svo má geta þess að ekki stendur öllum viðskiptavinum Landsbankans til boða að ...eiga opin samskipti við elítuna. Á öllu Norðurlandi er t.d. aðeins einn fundur og hann var á Akureyri.
Á meðfylgjandi mynd eru öll útibú Landsbankans merkt en hringur er dreginn um þá staði þar sem fundir verða haldnir. Sem sagt enginn á Skagströnd, Sauðárkróki og Húsavík. Einn fundur á Austurlandi, einn á Vestfjörðum og enginn á Snæfellsnesi.
Þetta er ósköp einfalt. Landsbankinn er latur og segir; þið megið koma til mín og hlusta á okkur. Er ekki kominn tími til að skipta um viðskiptabanka.
Allir falla þeir á smáatriðnunum
8.2.2011 | 13:55
Þeir náðu ekki AlCapone fyrir sölu á áfengi, hann varðist andskotum sínum vel og lengi. Að lokum féll hann vegna þess að bókarinn kjaftaði frá. Saga þessa stórglæpamanns kenndi mönnum að ekki dugir að kunna að verjast í aðalatriðunum þegar menn eru með allt á hælunum í smáatriðunum.
Þeir sættu sig ekki við að geta ekki fellt Clinton forseta Bandaríkjanna í pólitík. Margir vissu að hann var með allt á hælunum í einkalífinu. Þá rannsökuðu hann í smáatriðum. Ekki féll Clinton. Rannsakendu riðu ekki feitum hesti frá málinu né varð staða Clintons betri. Það eitt kom í ljós að hann var einmanna og kynsveltur maður í einkalífinu.
Þeir hafa lengi reynt að ná hinum hála forsætisráðherra Ítalíu, Berlusconi. Sá hefur rekið Ítalíu eins og einkafyrirtæki, ráðskast með embættismenn og jafnvel dómara eins og þeir væru á launaskrá hans (sem margir halda fram að sé svo). Margoft hafa þeir reynt að draga Berlusconi fyrir rétt en sjaldnast gengið neitt. Hann hefur fimlega varist í aðalatriðinum og nú á að fella hann á smáatriðinum, rétt eins og gert var með AlCapone, Clinton og svo marga aðra. Hafi hann greitt fyrir kynlífs, sem hann staðfastlega neitar, þá er það ekki grundvöllur kæru en annað má er að hafa misnotað stúlkur undir lögaldri, jafnvel þó það hafi verið með samþykki þeirra, þá er það stórmál. Stórt smáatriði sem getur fellt þennan öldung sem eftir ótal lýtaaðgerðir lítur út fyrir að vera illa útlítandi maður á fimmtugsaldri.
Vilja hraða Berlusconi réttarhöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nei, ekki eftir allt það sem gerst hefur ...
6.2.2011 | 21:27
Því miður, Sigmundur. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki mynda stjórn með Samfylkingunni. Horfðu bara á það sem gerðist er stjórn þessara flokka hrundi. Hugsaðu út í allan þann munnsöfnuð sem samþingmenn þínir margir hafa látið sér um mun fara um Sjálfstæðisflokkinn. Líttu til þeirra tillagna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með undanfarin tvö ár og hver urðu örlög þeirra og ekki síður hvernig Samfylkingin tók þeim.
Nei, ég fæ ekki séð hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur unnið með Samfylkingunni eftir að þið hafið fellt allar tillögur flokksins um endurreisn efnahagslífs og uppbyggingu atvinnulífs. Og svo síðast en ekki síst hvernig Samfylkingin hefur látið vera að vinna að viðreisn heimilanna í landinu og aðgerðarleysi hennar gagnvart atvinnuleysinu. Munum líka að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ganga í ESB.
Það getur vel verið að nokkrir góðir og vel meinandi þingmenn séu innan Samfylkingarinnar en hvað mega þeir gegn hinum gömlu Alþýðubandalagsmönnunum og sósíalistunum í flokknum?
Finnst þér nokkur furða þótt við lítum frekar til annarra kosta en VG og Samfylkingarinnar?
Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn um atvinnumálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þrefalt réttarfarslegt hneyksli
5.2.2011 | 21:42
Ég er ekki viss um að almenningur skilji neitt í þessari málshöfðun á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Hvers vegna? Jú, af þeirri einföldu ástæðu að ég er eiginlega hættur að skilja neitt í henni heldur.
Það sem er í raun undarlegast, fyrir utan að aðeins einn maður var dreginn til ábyrgðar fyrir Landsdómi, er sú staðreynd að enn hefur hvorki rekið né gengið í málinu. Flestir héldu að nú um leið og ákveðið var að höfða mál færi fram málarekstur. Nei, það var ekki gert heldur er var ráðinn sérstakur saksóknari sem hefur það eitt sem verkefni að reyna að kanna hvernig hægt er að láta þann óþverra tolla sem nefnd Atla Gíslasonar, þingmanns, fann upp.
Það er einfaldlega mikið ranglæti að maður sé kærður og þurfi í upp undir hálft ár að bíða eftir því að réttarhöldin hefjist. Það er eitt réttarfarsleg hneyksli fyrir utan að að eiginlega veit enginn hvort ákæru á hendur manninum standist yfirleitt. Hið þriðja réttarfarslega hneykslið er einfaldlega úreltur og gamaldags Landsdómur sem enginn virðist vita hvernig eig að starfa.
Réttarfarslegt hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Icesave undir dóm þjóðarinnar
5.2.2011 | 15:00
Rök Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, fyrir afstöðu sinni til Icesave samningsins eru góð og gild. Það er ekki þar með sagt að allir þurfi að vera sammála honum eða þingmönnum flokksins. Persónulega er ég ekki sammála honum í því að samþykkja Icesave í þinginu en ég virði skoðanir hans.
Hitt er svo annað mál að og á það ber að leggja áherslu að fyrri Icesave samningurinn var líka samþykktur í þinginu, Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn honum og andstaða hans og annarra hópa í þjóðfélaginu leiddi til þess að forseti lýðveldisins neitaði að staðfesta lögin og þau voru þar af leiðandi lögð undir dóm þjóðarinnar sem felldi hann nær einróma.
Miðað við forsöguna skiptir nú mestu máli að nýi samningurinn verði lagður undir dóm þjóðarinnar. Samþykkt eða synjun hans á þingi skiptir minna máli.
Ekki gegn ályktun landsfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Friður ríkir milli olíufélaganna
4.2.2011 | 09:49
Ekki virðist vera neitt verðstríð í gangi milli olíufélaganna. Í það minnsta virðist vera komin ró á markaðinn. Þó virðist bensín- og díselverð vera lægra á landsbyggðinni en í Reykjavík.
Samkvæmt gsmbensin.is virðist sama verð vera á bensíni og díselolíu á höfuðborgarsvæðinu, frá 209,5 til 209,60.
Á Norðurlandi er verðið frá 208,70 og upp í 209,80. Sama verð á bensíni og díselolíu.
Verðstríð á bensínmarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju Vökumenn
4.2.2011 | 09:27
Ánægjulegt að sjá Vöku, gamla félagið mitt, sigra í kosningum til stúdentaráðs. Hér áður fyrr var alltaf óskaplegt streð að fá fólk til að mæta á kjörstað og meðan ég var þarna töpuðum við hverjum kosningunum á fætur öðrum.
Við vökustaurar vorum með þá kenningu að stuðningsmenn Vöku nenntu einfaldlega ekki á kjörstað nema þeir væru bókstaflega dregnir. Kosningarnar núna voru hins vegar rafrænar, og séu stuðningsmenn Vöku jafn latir og forðum þá hafa þeir í það minnsta nennt að kjósa við skrifborðið heima hjá sér.
Á þessum árum mínum í Vöku og raunar í langan tíma fyrir og eftir náðu Mussukommarnir alltaf aðeins fleirum á kjörstað. Þess vegna sat lið eins og Ingibjörg Sólrún, Össur og annað velmegtarfólk á valdastólunum, prjónaði og hló að tilraunum okkar Vökumanna til að gera okkur gildandi enda var flest fellt sem við lögðum til. Já, prjónaði. Á fundum stúdentaráðs tíðkaðist að kvenfólkið meðal vinstri manna stundaði handavinnu sína af fullum krafti út allan fundinn. Þetta hafði ég aldrei séð áður og þótti furðulegt.
Ég náði þeim heiðri að verða varamaður í eitt ár í Stúdentaráði og það var eftirminnileg reynsla. Sat einnig í stjórn Vöku með afskaplega góðu fólki og sumt af því hafa verið nánir vinir síðan, t.d. Tryggvi Agnarsson, sem var formaður, Ásta Möller og Sigurður Hektorsson sem var ritari stjórnarinnar. Sá síðastnefndi á raunar eftir að skila fundargerðunum stjórnarinnar sem hann gerir eflaust áður en yfir lýkur ... vona ég. Maður kynntist fjöldanum öllum af góðu fólki í félagsstarfi Vöku og ekki síður mörgum úr liði andstæðinganna. Margs er að minnast, skemmtilegra funda og ekki síður þeirra heiftarlegu, utanlandsferð, útgáfumálum. Allt hollt og gott ungu fólki og prýðilegt veganesti inn í framtíðina.
Vonandi gengur Vöku vel og félagið ástundi málefnaleg stjórnmál, það er alltaf farsælast.
Vaka sigraði í kosningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðaratkvæði um Icesave
3.2.2011 | 11:42
Icesave-samningurinn verður að fara undir þjóðaratkvæði, það er rétt hjá Birni. Almenningur er afar tortrygginn út í stjórnmálamenn og stór hluti þjóðarinnar skilur hreinlega ekki hvers vegna hann eigi að greiða vanskilaskuldir óreiðumanna í útlöndum. Nógir eru erfiðleikar þjóðarinnar samt.
Þessi er í raun skoðun sem á sér vaxtandi fylgi í Evrópu, lánadrottnar gjaldþrota banka geta ekki gert kröfu til þess að skattfé þjóða greiði upp í vanskilin. Annað hvort eru þessi fyrirtæki einkarekin eða ekki. Að öðrum kosti eigum við von á því að jafnvel erlendur díler sem missir íslenskt burðardýr í tollinum í fjarlægu landi krefjist þess að ríkisvaldið bæti sér skaðann ... Eða hvað?
Björn vill þjóðaratkvæði um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |