Til hamingju Vökumenn

Ánćgjulegt ađ sjá Vöku, gamla félagiđ mitt, sigra í kosningum til stúdentaráđs. Hér áđur fyrr var alltaf óskaplegt stređ ađ fá fólk til ađ mćta á kjörstađ og međan ég var ţarna töpuđum viđ hverjum kosningunum á fćtur öđrum.

Viđ vökustaurar vorum međ ţá kenningu ađ stuđningsmenn Vöku nenntu einfaldlega ekki á kjörstađ nema ţeir vćru bókstaflega dregnir. Kosningarnar núna voru hins vegar rafrćnar, og séu stuđningsmenn Vöku jafn latir og forđum ţá hafa ţeir í ţađ minnsta nennt ađ kjósa viđ skrifborđiđ heima hjá sér.

Á ţessum árum mínum í Vöku og raunar í langan tíma fyrir og eftir náđu „Mussukommarnir“ alltaf ađeins fleirum á kjörstađ. Ţess vegna sat liđ eins og Ingibjörg Sólrún, Össur og annađ velmegtarfólk á valdastólunum, prjónađi og hló ađ tilraunum okkar Vökumanna til ađ gera okkur gildandi enda var flest fellt sem viđ lögđum til. Já, prjónađi. Á fundum stúdentaráđs tíđkađist ađ kvenfólkiđ međal vinstri manna stundađi handavinnu sína af fullum krafti út allan fundinn. Ţetta hafđi ég aldrei séđ áđur og ţótti furđulegt. 

Ég náđi ţeim heiđri ađ verđa varamađur í eitt ár í Stúdentaráđi og ţađ var eftirminnileg reynsla. Sat einnig í stjórn Vöku međ afskaplega góđu fólki og sumt af ţví hafa veriđ nánir vinir síđan, t.d. Tryggvi Agnarsson, sem var formađur, Ásta Möller og Sigurđur Hektorsson sem var ritari stjórnarinnar. Sá síđastnefndi á raunar eftir ađ skila fundargerđunum stjórnarinnar sem hann gerir eflaust áđur en yfir lýkur ... vona ég. Mađur kynntist fjöldanum öllum af góđu fólki í félagsstarfi Vöku og ekki síđur mörgum úr liđi andstćđinganna. Margs er ađ minnast, skemmtilegra funda og ekki síđur ţeirra heiftarlegu, utanlandsferđ, útgáfumálum. Allt hollt og gott ungu fólki og prýđilegt veganesti inn í framtíđina.

Vonandi gengur Vöku vel og félagiđ ástundi málefnaleg stjórnmál, ţađ er alltaf farsćlast.


mbl.is Vaka sigrađi í kosningunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband