Nei, ekki eftir allt það sem gerst hefur ...

Því miður, Sigmundur. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki mynda stjórn með Samfylkingunni. Horfðu bara á það sem gerðist er stjórn þessara flokka hrundi. Hugsaðu út í allan þann munnsöfnuð sem samþingmenn þínir margir hafa látið sér um mun fara um Sjálfstæðisflokkinn. Líttu til þeirra tillagna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með undanfarin tvö ár og hver urðu örlög þeirra og ekki síður hvernig Samfylkingin tók þeim.

Nei, ég fæ ekki séð hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur unnið með Samfylkingunni eftir að þið hafið fellt allar tillögur flokksins um endurreisn efnahagslífs og uppbyggingu atvinnulífs. Og svo síðast en ekki síst hvernig Samfylkingin hefur látið vera að vinna að viðreisn heimilanna í landinu og aðgerðarleysi hennar gagnvart atvinnuleysinu. Munum líka að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ganga í ESB.

Það getur vel verið að nokkrir góðir og vel meinandi þingmenn séu innan Samfylkingarinnar en hvað mega þeir gegn hinum gömlu Alþýðubandalagsmönnunum og sósíalistunum í flokknum?

Finnst þér nokkur furða þótt við lítum frekar til annarra kosta en VG og Samfylkingarinnar? 

 


mbl.is Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn um atvinnumálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Simmi sífulli er aðeins skárri íð'í en edrú. Tryggvi Þór lítur alltaf út eins og að hann sé með harðlífi á kamarnum og er hans málflutningur eftir því. Afskaplega ótrúverðugur eiginhagsmunapotari sem er bæði þröngsýnn og vitgrannur með afbrigðum.

Guðmundur Pétursson, 6.2.2011 kl. 23:57

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Maður á aldrei að útiloka neitt og við verðum að mynda hægri stjórn og lækka skattana áður en illa fer. Hitt er þó ljóst að ekki er möguleiki á stjórnarmyndun með Jóhönnu innanborðs. Þá er full þörf á að setja þingmenn alla í þvottavélina og í gegnum prófkjör fyrr en síðar og við þurfum því kosningar. Samfylkingin er komin langt út af vinstra megin með Jóhönnu undir stýri og Tryggvi var sannorður þegar hann sagði þessa Ríkisstjórn hafa myndað Alþýðulýðveldið Ísland. Þetta er Ríkisstjórn stöðnunar og  hafta, forsjárhyggju og ofbeldis gagnvart heimilum og borgarastéttinni. Við áframhaldandi stefnu í þessa veru er ljóst að ég mun ekki vilja búa á þessu landi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.2.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband