Allir falla þeir á smáatriðnunum

Þeir náðu ekki AlCapone fyrir sölu á áfengi, hann varðist andskotum sínum vel og lengi. Að lokum féll hann vegna þess að bókarinn kjaftaði frá. Saga þessa stórglæpamanns kenndi mönnum að ekki dugir að kunna að verjast í aðalatriðunum þegar menn eru með allt á hælunum í smáatriðunum.

Þeir sættu sig ekki við að geta ekki fellt Clinton forseta Bandaríkjanna í pólitík. Margir vissu að hann var með allt á hælunum í einkalífinu. Þá rannsökuðu hann í smáatriðum. Ekki féll Clinton. Rannsakendu riðu ekki feitum hesti frá málinu né varð staða Clintons betri. Það eitt kom í ljós að hann var einmanna og kynsveltur maður í einkalífinu.

Þeir hafa lengi reynt að ná hinum hála forsætisráðherra Ítalíu, Berlusconi. Sá hefur rekið Ítalíu eins og einkafyrirtæki, ráðskast með embættismenn og jafnvel dómara eins og þeir væru á launaskrá hans (sem margir halda fram að sé svo). Margoft hafa þeir reynt að draga Berlusconi fyrir rétt en sjaldnast gengið neitt. Hann hefur fimlega varist í aðalatriðinum  og nú á að fella hann á smáatriðinum, rétt eins og gert var með AlCapone, Clinton og svo marga aðra. Hafi hann greitt fyrir kynlífs, sem hann staðfastlega neitar, þá er það ekki grundvöllur kæru en annað má er að hafa misnotað stúlkur undir lögaldri, jafnvel þó það hafi verið með samþykki þeirra, þá er það stórmál. Stórt smáatriði sem getur fellt þennan öldung sem eftir ótal lýtaaðgerðir lítur út fyrir að vera illa útlítandi maður á fimmtugsaldri.  


mbl.is Vilja hraða Berlusconi réttarhöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband