Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Rýr frétt um jarðskjálfta

Er það frétt þó jörð skjálfi við Kistufell? Ef til vill en fréttin gæti þó verið skýrari og betri ef einhverjar haldbetri upplýsingar hefðu fylgt en: „Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði. “.

Fréttin hefði því getað hljóðað svona: Þriggja stiga jarðskjálfti varð nyrst í Vatnjökli. Þar hefur jörð skolfið áður.

Nei, þetta er frekar rýrt. Segðu mér frekar hvers vegna skelfur jörð þarna, hvaða ályktanir draga jarðfræðingar af jarðskjálftanum ...

Eða er þetta bara uppfylling? 


mbl.is Jarðskjálftar við Kistufell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur hann gefið öðrum siðferðilega einkunn

Með fullri virðingu fyrir Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna og fjármálaráðherra, þá er hann ekki í þeirri stöðu að geta gefið einum eða neinum siðferðilega einkunn. Hann og forsætisráðherra eru sek um að hafa lagt að Alþingi og þjóðinni að samþykkja fyrri Icesave-samninginn sem var svo vondur að hann hefði getað gert þjóðina gjaldþrota.

Sem betur fer hafnaði þjóðin þessum vonda samningi. Hvorki Steingrímur né Jóhanna Sigurðardóttir eiga sáralítið í nýja Icesave-samningnum. Enn á ný hvetja þau til þess að nýi samningurinn sé samþykktur. Engu líkar er að þau hafi ekki kynnt sér efni þeirra samninga sem þjóðin á að gangast undir. Allt skal gagnrýnislaust samþykkt.

Verði samningurinn samþykktur skal hann lagður undir dóm þjóðarinnar. Vafalítið leggst Steingrímur á móti því. 


mbl.is Fagnar afstöðu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnum um Icesave meðal flokksmanna

Gríðarleg óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með ákvörðun þingmanna flokksins í fjárlaganefnd Alþingi að samþykkja Icesave frumvarpið. Nú þegar hafa fjölmargir flokksmenn sagt sig úr flokknum vegna þessa. Það er mjög skiljanlegt.

Við erum fjölmargir óbreyttir flokksmenn sem teljum að Icesave frumvarpið sé svo viðurhlutamikið að þingmenn flokksins eigi ekki að taka einir ákvörðun um afgreiðslu þess án þess að kalla eftir skoðunum flokksmanna.

Formaður Sjálfstæðisflokksins á ekki að hvetja til afgreiðslu frumvarpsins á þingi. Hann og miðstjórn flokksins á að efna skoðanakönnunar meðal flokksbundinna og kanna hug þeirra til samningsins. Geri hann það ekki má flokkurinn eiga von á fjöldaúrsögnum og gríðarlegri gagnrýni okkar sem eftir sitja.

Gerum nú hlutina rétt, Sjálfstæðismenn. Berum Icesave samninginn undir álit flokksmanna í rafrænni atkvæðagreiðslu. Það þarf ekki að taka svo langan tíma, tæknin er fyrir hendi, við þurfum aðeins að spyrja hvort flokksmaður er hlyntur eða andstæður samningnum, Já eða Nei. 


mbl.is Óánægja kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil er blessun af þessum Seðlabanka

Mikið óskaplega og hjartanlega er nú gott að peningamálastefnustjórnunarnefndarráð Seðlabankans skuli hafa lækkað stýrivextina. Honum Davíð Oddsyni hefði áreiðanlega aldrei dottið það í hug, svo vondur og illur sem hann nú er ...

Mikil blessun er það nú að hafa peningamálastefnustjórnunarnefndarráð og Seðlabankastjóra sem hefur skilning á erfiðum pólitískum aðstæðum ríkisstjórnarinnar svo ekki sé talað um að hún geri það sem henni er sagt á málefnanlegan máta ...

Mikill er máttur peningamálastefnustjórnunarnefndarráð  Seðlabankans að hann skuli hafa skilning á kjörum okkar almennings þó svo að bankinn hafi nú spáð endalokum siðmenningarinnar ef við samþykktum ekki Icesave og endalokum þjóðríkisins ef Hæstaréttardómurinn um gengistryggingu ætti að standa ...

Mikið eigum við Seðlabankanum að þakka ... 


mbl.is Vextir lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo latur er Landsbankinn ...

utibu_l_1057417.jpg

Banki sem á undir högg að sækja hjá almenningi vegna mikillar gagnrýni þarf að grípa til einhverra ráða.

Hvaða ráð skyldu vera góð?

Jú, hann gæti sent bankastjóra sína og æðstu stjórnendur út á örkina og haldið fundi með viðskiptavinum og öðrum þeim sem áhuga hafa.

Hvað gæti svona  ráð í almannatengslum haft í för með sér?

Hugsanlega væri hægt að eyða misskilningi og efla um leið traust á bankanum og jafnvel styrkja stöðu hans meðal hugsanlegra viðskiptavina.

En er þetta nákvæmlega það sem Landsbankinn er að gera?

Um það hef ég ekki græna glóru nema uppleggið sé eins og ég lýsti hér á undan. Hitt veit ég að Landsbankinn er latur, kannski á það frekar við æðstu stjórnendur hans en hver er munurinn?

Landsbankinn ætlar að halda fundi um allt land og auglýsir það rækilega á heimasíðu sinni. Á henni er að finna þennan texta:

Á fundunum munu stjórnendur Landsbankans kynna nýja stefnu bankans og framtíðarsýn, breytingar sem orðið hafa og aðgerðaáætlun næstu mánaða. Við viljum hlusta eftir skoðunum og viðbrögðum ykkar, eigenda bankans, til að efla bankann enn frekar. Framkvæmdastjórn bankans mun sitja fyrir svörum í opnum umræðum. Við hvetjum ykkur til að koma og eiga opinská samskipti við okkur

Takið eftir þessu skrýtna orðalagi; „... eiga opinská samskipti við okkur.“. Þetta þýðir eiginlega að bankastjórnendurnir ætla að koma ofanúr fílabeinsturningum til að „eiga opinská samskipti“. Hver konar bull er þetta. Ætla þessir kallar ekki að tala við fólk eða er ætlunin að veifa spjöldum með texta. Síðan hvenær kom þessi frasi í staðin við spjall, viðræður, tal ...? Nei, þeir ætla að „eiga opinská samskipti“ við lýðinn. 

Jú, Landsbankinn er latur vegna þess að hann beygir sig ekki til að hirða smápeningana, reynir bara að komast af með því að fleyta rjómann. 

Svo latur er Landsbankinn að hann nennir ekki að fara í öll útibú sín á landsbyggðinni, velur bara þau stærstu. Við viðskiptavini þeirra litlu nennir hann ekki að „eiga opinská samskipti“. Á meðfylgjandi korti eru öll útibú Landsbankans og hringur dreginn í kringum þá staði sem þeir Landsbankastjórar nenna að heimsækja og leyfa lýðnum að „eiga opinská samskipti við okkur“.

Er þetta nú í lagi? 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband