Ekkert eðlilegt við mistök ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórninni hefur mistekist herfilega. Þau mál sem mestu skipta hefur henni mistekist að færa til betri vegar. Það sem meira er, ríkisstjórnin verður ekki betri með því að Framsóknarflokkurinn gangi inn í hana. Sá flokkur hefur verið iðinn í málefnalegri gagnrýni sinni á ríkisstjórnina. Það getur því ekki gerst að ríkisstjórnin breyti um stefnu með tilkomu Framsóknar og  viðurkenni þar með að hafa haft rangt fyrir sér.

Besti kosturinn og sá eðlilegasti er nýjar kosningar. Þjóðin vill ekki hafa þessa ríkisstjórn lengur og því er kominn tími til að kjósa upp á nýtt, halda áfram endurnýjun á Alþingi, hvetja til þess að þaulsetnir þingmenn hverfi á braut og eftirláti nýju og fersku fólki stjórn landsins. 

Þetta er sá kostur sem Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar setur ekki í forgang af því að hann óttast dóm þjóðarinnar. Hann og kollegar hans vilja sitja sem lengst í þeirri von að eitthvað lagist af sjálfu sér því þeir hafa reynst ófærir um að breyta til betri vegar. Hins vegar kunna þeir einstaklega að klúðra málum. 

Ríkisstjórn er hætt að hafa áhyggjur af atvinnuleysinu, hún ætlar sér ekkert að gera frekar í skuldastöðu heimilanna, gengið er fryst, Seðlabankinn orðið deild undir fjármálaráðherra, þar er líka eini ríkisbankinn, fyrirtæki á hausnum eru rekin á kostnað bankanna og eru í þann mund að setja þau fyrirtæki sem ekki er fjarstýrt úr bankakerfinu lóðbeint á hausinn. Og allt þetta á almenningur að borga með hærri sköttum og þjónustugjöldum.

Þetta kallar Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, „eðlilegt“.  


mbl.is Framsókn eðlilegur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband