Rúv velur sjálft sig í innanfélagsmótinu

Eftir nákvæma skoðun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að maður ársins sé einfaldlega ÉG. Rökstuðningurinn er skýr, ég get ekki án mín verið og við vinnum vel saman.

Ríkisstjórnin hefur komist að þeirri niðurstöðu að Steingrímur og Jóhanna séu ráðherrar ársins. VG hefur kostið Steingrím sem mann ársins og Samfylkingin hefur kosið Jóhönnu mann ársins.

Hver er sjálfum sér næstur. Ríkisútvarpið er með innanfélagsmót og kýs einhvern úr sínum röðum sem fréttamann ársins. Ekki hefur verið gert uppiskátt hver er hljóðmaður ársins hjá RÚV, dagskrárgerðarmaður ársins, skrifstofumaður ársins, auglýsingasölumaður ársins eða útvarpsstjóri ársins. Það hlýtur þó að verða gert heyrum kunnugt innan skamms.

Svo má gera ráð fyrir að viðtöl verði tekin við þessa fræknu einstaklinga. Svavar þakkar kollegum sínum á RÚV fyrir valið og heitir því að skila aðdrei auðu heldur kjósa næst þann sem er fremstur í stafrófinu.

-Og hverju þakkar þú þennan árangur? Svabbi minn. 

- Jú, mamma hefur alltaf staðið við hliðina á mér, stjórnað handahreyfingum mínum, rétt mér pelann þegar þorstinn hefur sótt á mig. 

- En þú ert svo duglegur að afla frétta, hvernig gerirðu það?

- Ég er bara í vinnunni minni og geri eins vel og mér er sagt. Annars á ég ekki þetta skilið alveg einn. Fréttastofan vinnur sem ein heild og hún er öll fréttamaður ársins nema Óðinn, hann hefur einn atkvæðisréttinn. Vona bara að hann hafi gaman af golfsettinum sem ég gaf honum.

- Og hvað viltu svo segja við þjóðina á þessum tímamótum?

- Ég vona að alltaf verði til vondir kallar til að fletta ofan af. Annars á ég þá ósk dýrmætasta að á Íslandi þrífist aldrei spilling sem ekki verður hægt að fletta ofan af og heimildarmenn mínir ausi úr allsnægtarbrunni sínum og enginn fatti að ég er skáld gott.

- Einhver skilaboð í lokin?

- Þetta er hrikalega lélegt blogg. Fjandans maðurinn getur bara ekki látið mig segja svona. Við óðinn verðum að finna eitthvað á hann.


mbl.is RÚV útnefnir Svavar fréttamann ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband