Hnignun kirkjunnar og viđreisn Mammons

Hvađ eru jólin? Gćti svariđ veriđ hningnun kristilegrar kirkju og ótrúlega hröđ viđreisn mammons og sókn í veraldleg gćđi.

Ć, ţví miđur er ţađ bara svo. Lítum í kringum okkur. Hverjir eru ţađ sem halda öflugast upp á jólin? Ţađ eru verslanir, bókaútgáfur, skemmtikrafta og listamenn af ýmsu tagi.

Frá ţví í október höfum viđ veriđ minnt á komandi jóla. Nei, ţađ eru ekki prestar landsins sem kynda undir vćntingarnar heldur ţeir sem bjóđa varninginn til sölu. Ekkert er ókeypis en öll gleđi og hamingja fćst međ ţví ađ versla í Kringlunni, Smáranum, rölta Laugaveginn eđa drekka kakó á Skólavörđustígnum. Og eru ţá ađeins örfáir af hinum sönnu bođendum jólanna nefndir til sögunnar. Allt undir ţví yfirskini ađ betra sé ađ gefa en ţiggja sem útleggst í dag hjá orđaútúrsnúningatextagerđarmanninum: „Gott ađ gefa, himneskt ađ ţiggja“. 

Hvađ međ ţađ ţó ţetta sé svona, er ţađ svo sem ekki allt í lagi? Jú, jú, en ... Ţeetta stendur allt svolítiđ ţversum í mér ţó ekki hafi ég reynst trúrćkinn. Ég veit ţađ eitt ađ hinn kristni jólabođskapur er allur annar.

Ég ólst upp viđ falleg jólalög sem enn lifa, ţökk sé bođendum nútímajóla. Ekkert er heilagt. Hagleiksmenn í textagerđ snúa út úr gömlu, klassísku jólalögunum og heimfćra ţá upp á einstaka verlsanir eđa gotteríisframleiđendur. Jólasálmar og jólalög eru orđin kennimerki fyrirtćkja í sjónvarpi og útvarpi. Sánkti Kláus gengur erinda sykurvatnsframleiđanda, íslensku jólasveinarnir eru komnir á launaskrá miđborgar Reykjavíkur og einstaka verslanna, framleiđenda og innflytjenda. Jafnvel texti úr jólaguđspjallinu hefur ratađ í auglýsingar.

Hvađ vćru jólin ef ekki vćri fyrir jólaljósin marglitu frá rúmfatabíkósmiđjunni? Hversu mikiđ ómenni er ekki sá sem vanrćkir ađ skrauta húsiđ sitt ađ utan og innan? Ţvílíkur föđurlandssvikari er sá sem ekki kaupir íslenskt tré, standsetur ţađ ekki í öndvegi í stofunni, hleđur á ţađ ljósum og glingri? 

Og svo tek ég ţátt í öllu tilstandinu. Lćt Ríkisútvarpiđ ljúga ţví ađ mér ađ mikil umferđ sé á Laugaveginum og ţar ţurfi allir ađ vera, hlusta á viđtölin viđ kaupmenn sem dásama viđreisnina eftir hruniđ, ađ jólaverslunin sé ţetta og ţetta góđ. Bćkur Arnaldar, Yrsu, Árna og Ćvars seljast í bílförum.

Jólabarómetriđ er sjóđur kaupmannsins. Ţví hćrra sem er í honum ţví gleđilegri jól fyrir mig.

Svo erum viđ öll búin ađ gleyma atvinnuleysinu, skortinum hjá međborgurum okkar, skattheimtu ríkisstjórnarinnar, fjárlögunum sem drepa allt í dróma, framhjáhaldi fjármálaráđherra međ ESB ađildarviđrćđunum, fjarveru forsćtisráđherra frá raunveruleikanum ...

Ungum var mér sagt ađ barn hefđi fćđst í fjárhúsi skammt frá bćnum Betlehem. Ţar virđist hafa ríkt einföld gleđi og nćgjusemi. Samtök verslunarinnar komu hvergi nćrri og stjarnan sem vísađi vitringunum veginn var ekki lógó Kringlunnar og vitringarnir gáfu en seldu ekki. Og jólasveinarnir, Grýla og Leppalúđi voru hvergi nćrri.

Og ţetta eru nú jólin Karl minn sigurbjörnsson. Ţannig er nú ţađ, ţrátt fyrir kirkjuna.

 


mbl.is Hvađ eru jólin?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Ertu ekki ađ rugla saman jólunum, heiđinni hátíđ sem fagnar ţví ađ dimmsti dagur er kominn og sólin fer nú ađ aukast, og svo aftur á móti kristmessu (Christmas) sem er trúarleg hátíđ ćttuđ úr eingyđistrú međ ţríeinan guđ sem hefur reynt ađ taka yfir jólin?

Jóhannes Birgir Jensson, 25.12.2010 kl. 14:52

2 identicon

Fyrir nokkru lét ég auglýsingamennskujólanna fara óskaplega í taugarnar á mér.  Hins vegar talađi ég viđ konu sem var og er framar mér í ţroska.  Hún sagđi viđ mig ađ mađur stjórnar ţessu ađ mestu leyti sjálfur.  Hiđ sanna inntak jólanna er enn til stađar ef mađur vill leita ţađ uppi og varđandi Skólavörđustíginn og heita súkkulađi, ţá eigum viđ bara ađ njóta ţess.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráđ) 25.12.2010 kl. 14:55

3 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćll, Jóhannes. Ég er nú svo ungur ađ ég ţekki ekkert annađ en jól međ ésubadninu. Annars forvitnileg söguskýrng hjá ţér. Kristmessa tekur yfir jól heiđinna og nú hefur kaupmessa tekiđ yfir jól kristinna. Hvađ skyldi svo taka yfir kaupmessuna?

Ţetta er líklega alveg rétt hjá ţér Herr Bjarnason. Ég leyfi ţessu bara ađ fara í taugarnar á mér sérstaklega vegna ţess sem ég nefndi hér fyrir ofan, ađ kaupmessan skuli hafa stoliđ kristsmessunni međ öllum texta, lögum og öđrum hjálpartćkjum hennar.

Gleđileg jól annars og takk fyrir ađ nenna ađ kommentera hér á ţessum degi.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 25.12.2010 kl. 15:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband