Spennitreyjupólitík vinstri stjórnarinnar

Las Moggann í morgun. Staldraði við forystugreinina og fannst hún vel skrifuð og af góðum skilningi. Í henni stendur:

Verðbólga er vond ef hún fer úr böndum. En það skiptir máli af hverju hún dregst saman. Hún lækkar því miður ekki vegna ákvarðana um vexti um þessar mundir. Ákvarðanir SÍ [Seðlabanka Íslands] síðasta árið hafa ekkert haft með hana að gera. Vonandi vita menn það á þeim bæ, ella gæti illa farið. Verðbólgumæling nú er einkum mæling um samdrátt á flestum sviðum, hún er táknmynd um að enginn fæst til fjárfestinga í landinu sem neinu nemur vegna fjandsamlegs umhverfis, niðurdrepandi afstöðu stjórnvaldanna í landinu, sívaxandi skattahækkana og stjórnmálalegrar upplausnar. Og þær atvinnugreinar sem fyrir eru í landinu búa við samfelldar hótanir um upplausn og skemmdarverk og skattahækkun eftir skattahækkun.

Betur er varla hægt að orða það vandamál sem þjóðin stendur frammi fyrir. Og ríkisstjórnin hreykir sér af efnahagslegum árangri sem byggir á spennitreyjupólitík. Sjúklingurinn nær auðvitað engum bata ef hann er lokaður inni í bólstruðum klefa og er þar að auki í spennitreyju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband