Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Ríkisstjórn verður að geta treyst á meirihluta sinn

Útilokað er að stunda stjórnmál nema vera ákveðinn í þeirru stefnu sem viðkomandi hefur myndað með flokki og ríkisstjórn. Það duga hreinlega ekki að vera hálfvogur, stundum með og stundum ekki. Þannig er vonlaust að vinna, hvort heldur er í stjórnmálum eða í öðrum málum.

Persónulega tel ég að þremenningarnir í VG hafi rétt fyrir sér í gagnrýni sinni á svokallað „norræna velferðarstjórn“. Hún fer offari og það bitnar á atvinnu almennings og möguleikum þúsunda manna til framfærslu án styrkja. Ríkisstjórnin er einfaldlega á rangri leið.

Það breytir hins vegar engu um stöðu þremenninganna í stjórnarmeirihlutanum. Þeir eiga þar ekki heima nema gera hreint fyrir sínum dyrum, breyti um stefnu, eða ríkisstjórnin nálgist skoðanir þeirra. Hið síðarnefnda er nú varla í spilunum.

Staðreyndin er einfaldlega sú að geti ríkisstjórn ekki treyst á meirihluta sinn hversu rúmur eða tæpur hann er ber henni að segja af sér. Gangi ríkisstjórn ekki að vinna gagn með þingstyrk sínum á hún að segja af sér, í því er þjóðarhagur fólginn. Ríkisstjórnin virðist hanga saman vegna þeirra stefnu einnar að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda. Hagur þjóðarinnar byggist ekki á því. 

 


mbl.is Ögmundur gagnrýnir bréf þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að nota svona orðalag?

Fjölmargir anda að sér reyk, sem sé, þeir reykja. Aðrir geta gegn vilja sínum þurft að anda að sér reyk, t.d. við varðeld, útblástur bifreiðar eða á einhvern annan hátt. Verra er að verða fyrir reykeitrun. Slíkir þurfa að fara á sjúkrahús til einhverrar meðhöndlunar.

Sá sem „andaði að sér nokkrum reyk“ á Hofsósi hefur líklega fengið reykeitrun enda er „líðan mannsins [...] nokkuð góð, að sögn vakthafandi læknis á Heilbrigðisstofnuninni [á] Sauðárkróki.“ Af hverju er þá ekki sagt beinum orðum í fyrirsögn og í fréttinni sjálfri að maðurinn hafi orðið fyrir reykeitrun þó hún hafi ekki verið alvarleg?

Ástæða er fyrir blaðamenn mbl.is að vanda betur fréttaskrif sín. Fyrirsögnin á þessari frétt er gjörsamlega fráleit, fréttin er sögð afturábak en aðalatriði hennar er þó fremst í henni. Það er vel gert. 


mbl.is Andaði að sér reyk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fílsminni banka og vanskilaskrá ...

Ég ítreka að þessi lög eru svo sem góðra gjalda vert. Í þau vantar þó tvö mikilvæg atriði svo slagkrafturinn verði sem mestur.

  • Með gjaldþroti fer viðkomandi á vanskilaskrá sem í raun hefur miklu alvarlegri afleiðingar fyrir fólk en sjálft gjaldþrotið. Svo lengi sem það er á slíkri skrá er lífið afar erfitt og nær ómögulegt að taka lán og byrja upp á nýtt þó borðið eigi að heita nýtt. Allt verður að vera staðgreitt og jafnvel kreditkort fæst ekki útgefið þeim sem í gjaldþroti hafa lent.
  • Fílsminni bankanna er stórkostlegt vandamál. Þeir hafa komið sér upp afar þróuðum hugbúnaði og í þeim er að finna þeirra eigin vanskilaskrá. Hvaða banki sem er, hvaða nafni sem hann nefnist, hvort sem tilvera hans hófst fyrir eða eftir hrun, á þessari eða síðusu öld, man allt, gleymir engu, er heiftúðugari en fjandinn sjálfur. Banki samþykkir aldrei aftur þann sem eitt sinn hefur farið í gjaldþrot (nema hann hafi skuldað nógu mikið). Viðkomandi er sí og æ snýtt upp úr þessari lífsreynslu og fólki verður um alla framtíð fyrirmunað að komast út úr henni eða glehma.

Til að lög um tveggja ára fyrningu skulda nái árangri verður að jafnframt að þurrka út skráningu á vanskilaskrá og krefjast þess að bankarnir láti af mannvonsku sinni og ruddamennsku við almenning, ekki bara útvalda.

Staðan er nú sú að sá sem er gjaldþrota er gerður útlægur úr mannlegu samfélagi og fær aldrei sömu stöðu aftur. Vissulega má segja að það sé mátulegt á viðkomandi, hann geti sjálfum sér um kennt engum öðrum. Þetta getur verið rétt en dæmin eru þó mörg um að bankarnir hafi í gegnum vinavild skapað einstökum mönnum sama rétt og þeim sem aldrei hafa orðið gjaldþrota. Og sannarlega getur sá sem stelur, meiðir eða drepur átt fangelsið skilið en þeir koma þó út með tiltölulega hreinan skjöld meðan sá sem er gjaldþrota er til allrar framtíðar brennimerktur af bönkunum.

Tveggja ára fyrningarfrestur er í ljósi ofangreinds bara kattarstroka, skiptir sáralitlu. 


mbl.is Fyrningarfrestur styttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einbreiðar brýr, mjóri vegir án vegaxla ...

Vegagerðin hefur svo sannarlega reynt að spara. Allir þekkja einbreiðu brýrnar, góður sparnaður það. Enn eru til vegkaflar þar sem vegir eru með bundnu slitlagi um miðbikið en ekki til hliðanna. Mikill sparnaður er í því fólgið.

Kunnugt er að vegir fara mjókkandi eftir því sem lengra dregur frá suðvesturhorni landsins. Skynsamlegur sparnaður það.

Vegaxlir eru örmjóar á vegum víðast hvar um landið og það hlýtur auðvitað að draga úr umferðarhraða eða hvað? Sparnaðurinn er alveg ótvíræður.

Sú staðreynd að enn sé til Vegagerð ríkisins bendir eindregið til þess að þjóðin hafi ekki komist af frumstigi í vegagerð. 


mbl.is Dýrustu leiðirnar ekki alltaf öruggastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðsla er óhjákvæmileg

Icesave málið er einsdæmi. Ekki aðeins er málið þannig vaxið að það varðar þjóðarhag meir en flest önnur heldur hefur minnstu munað að það hafi valdið hrikalegum hamförum í fjármálum þjóðarinnar.

Þar sem þjóðin fékk tækifæri til að hafna fyrri samningi er nauðsynlegt að hún fái að leggja mat sitt á þennan. Að öðrum kosti mun aldrei fást sátt um niðurstöðurnar.

Persónulega leggst ég gegn þessum nýja samningi vegna þess að það er ekki íslenskrar þjóðar að greiða skuldir einstaklinga eða fyrirtækja, hvorki hér á landi né erlendis.  

Nú er uppi vaxandi áróður með því að þingið samþykki nýja samninginn. Hið sama var uppi með þann fyrri. Því var gegndarlaust haldið fram að þingið hefði þaulrætt hann, ekkert væri lengur ósagt og þess vegna hefði mátt samþykkja hann. Þetta reyndist rangt því þjóðin hafði aðra skoðun, hún hafði ekki sagt sitt og það reyndist vera stórt og ákveðið NEI.

Ætlar ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn að sýna þjóðinni þá óvirðingu að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu? Þá mega hinir sömu muna að þeir komust til valda í þjóðaratkvæðagreiðslu og þeim verður refsað í þeirri næstu. Ráðamenn komast einfaldlega ekki framhjá þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Góð gjöf að sameinast um málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BSRB eignar öllum þingmönnum fjárlagafrumvarpið

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem kennir sig við norræna velferð er andstyggilegt í flestum aðalatriðum. Það mun vissulega leggja of þungar byrðar á almenning og hann mun í fyrsta lagi varla standa undir því au þess sem allt framtak einstaklinga og fyrirtækja er hreinlega fryst.

Svo virðist sem BSRB sé líka á móti frumvarpinu ef miðað er við vel útfærðar auglýsingar samtakanna. Ég hnýt hins vegar um orðalagið í auglýsingu dagsins í dag á bls. 5 í Mogganum. Í henni segir:

Kæri þingmaður. Það er dapurleg lesning sem þingheimur býður þjóðinni upp á fyrir þessi jól. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp heggur að rótum velferðarkerfis sem forfeður okkar byggðu upp á tímum báginda og krappra kjara. Það er undir þér komið að tryggja að óbreytt frumvarp nái ekki fram að ganga! Verjum velferðina! 

Eitt er að gagnrýna fjárlagafrumvarpið hitt er lakara að BSRB kennir öllum alþingismönnum um frumvarpið sem auðvitað er rangt og raunar ósatt. Það er AÐEINS ríkisstjórnin sem stendur að frumvarpinu, hún hefur látið semja það og leggur fram í nafni meirihluta Alþingis.

Af hverju segir stjórn BSRB það ekki beinum orðum að hún er að gagnrýna ríkisstjórnina? Hvers vegna kennir hún það öllum „þingheimi“? Er það einhver pólitík í þessu hjá BSRB?


mbl.is Stjórn BSRB skorar á þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru lóðir í Reykjavík takmörkuð gæði ...?

Tveir hópar múslima vilja reisa mosku í Reykjavík fyrir trúariðkun sína og hefur hvort félagið fyrir sig sótt um lóð til borgaryfirvalda. Sem kunnugt er stjórnar borginni núna víðsýnn meirhluti sem gætir í hvívetna að mannréttindum borgaranna.

Þegar svo bregður við að þessir tveir trúarhópar vilja ekki eiga samstarf um byggingu einnar mosku í stað tveggja kemur til kasta borgaryfirvalda, svokallaðs „mannréttindasstjóra“ og hún segir í viðtali við visir.is:

Anna Kristinsdóttir ítrekar hins vegar að borgin eigi fáar lóðir sem henti undir bænahús. „Það er ekki þannig að hver 200 eða 300 manna söfnuður í borginni geti komið og sagt: Nú viljum við að fá lóð. Mér finnst mjög eðlilegt að menn segi á einhverjum tímapunkti að nú geti þeir ekki lengur, án greiðslu, fengið úthlutað svona takmörkuðum gæðum. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ef það er úthlutað lóð til annars félagsins er ekki hægt að ganga framhjá hinu félaginu heldur," segir mannréttindastjórinn.  

Hvað eru borgaryfirvöld að skipta sér af málinu. Eru þau ekki til þess að þjónusta borgaranna? „Mannréttindastjórinn“ heldur því fram að lóðir séu fáar innan borgarlandsins. Þvílíkt bull er þetta.

Reykjavíkurborg á einfaldlega að bjóða þessum tveimur hópum og öðrum sem til hennar leita upp á lóð til byggingar. Annað er ekki boðlegt. Svar Önnu virkar hrokafullt og yfirlætislegt og borginni til skammar.


BSRB eignar fjárlagafrumarpið öllum þingmönnum

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem kennir sig við norræna velferð er andstyggilegt í flestum aðalatriðum. Það mun vissulega leggja of þungar byrðar á almenning og hann mun í fyrsta lagi varla standa undir því au þess sem allt framtak einstaklinga og fyrirtækja er hreinlega fryst.

Svo virðist sem BSRB sé líka á móti frumvarpinu ef miðað er við vel útfærðar auglýsingar samtakanna. Ég hnýt hins vegar um orðalagið í auglýsingu dagsins í dag á bls. 5 í Mogganum. Í henni segir:

Kæri þingmaður. Það er dapurleg lesning sem þingheimur býður þjóðinni upp á fyrir þessi jól. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp heggur að rótum velferðarkerfis sem forfeður okkar byggðu upp á tímum báginda og krappra kjara. Það er undir þér komið að tryggja að óbreytt frumvarp nái ekki fram að ganga! Verjum velferðina! 

Eitt er að gagnrýna fjárlagafrumvarpið hitt er lakara að BSRB kennir öllum alþingismönnum um frumvarpið sem auðvitað er rangt og raunar ósatt. Það er AÐEINS ríkisstjórnin sem stendur að frumvarpinu, hún hefur látið semja það og leggur fram í nafni meirihluta Alþingis.

Af hverju segir stjórn BSRB það ekki beinum orðum að hún er að gagnrýna ríkisstjórnina? Hvers vegna kennir hún það öllum „þingheimi“? Er það einhver pólitík í þessu hjá BSRB?


Megum við greiða atkvæði um samninginn?

Auðvitað er sjálfsagt að íslenska ríkisstjórnin stundi þá iðju að rukka vanskil fyrir útlenda og jafnvel innlenda kröfuhafa. Verra er auðvitað þegar skuldararnir eru horfnir af yfirborði jarðar, en þá er víst sjálfsagt að dreifa fjárhæð vanskilanna á alla Íslendinga.

... en bíðið við! Á þetta aðeins við um vanskil gjaldþrot banka? Hvað með öll hin vanskilafyrirtækin og einstaklingana? Jú, við megum líklega eiga von á því að fá rukkun frá dílernum sem tapaði fullt af dópi á því að reyna að senda aumingjans Íslending frá Brasilíu til Spánar. Einnig bílaframleiðandanum sem fékk ekki greiðslu frá gjaldþrota umboðinu eða ... fjárkröfur frá þeim sem töpuðu fjármunum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Og svo megum við, aumur almúginn, ekki greiða atkvæði um samninginn vegna þess að ríkisstjórnin sem ætlar að efla gildi þjóðaratkvæðagreiðslna, treystir okkur ekki í akkúrat þessu máli.   


mbl.is Greiðslur hefjast í júlí 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taugaveiklunarræða um Davíð Oddsson

Kolbrún Bergþórsdóttir segir í Mogganum í morgun um fund Samfylkingarinnar um síðustu helgi: 

Þar steig Jóhanna í pontu og horfði ábúðarfull út í sal til flokkssystkina um leið og hún sagði í geðshræringu: »Við erum ekki eins og íhaldið.« Og svo kom nokkuð löng tala um það hversu mjög Samfylkingin tæki Sjálfstæðisflokknum fram hvað varðar heiðarleika og sjálfsgagnrýni. Og flokksmenn Jóhönnu fylltust svo gífurlegri hrifningu og eldmóði fyrir að taka sjálfstæðismönnum svo mjög fram í öllum mannkostum að þeir klöppuðu rækilega fyrir sjálfum sér. Sjálfsánægjan skein úr hverju andliti.

Undanfarin ár vakti það oftar en einu sinni athygli mína að í hvert skipti sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt landsfund eða flokksráðsfund tilkynnti Samfylkingin um fundi í eigin batteríum á sömu dögum. Líklega er best að taka það fram að þeetta var ekki á hinn veginn. Samfylkingin kom alltaf í kjölfar Sjálfstæðisflokksins með tilkynningu um „stórfundi“ sína.

Ástæðan var sú að fyrir nokkrum árum, fyrir hrun, ákvað Samfylkingin, í samráði við aðal almannatengslaráðgjafa sinn, að Sjálfstæðisflokkurinn væri höfuðandstæðingur sinn. Þar sem hann væri stærri ætti Samfylkingin að fleyta sér áfram á kostnað hans, reyna að baða sig samtímis í fjölmiðlum. Ákveðið var að í hvert skipti sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins væri haldinn myndi verða sambærilegur fundur Samfylkingarinnar. Og þetta gekk eftir.

Ástæðan fyrir þessu pólitíska snjallræði er einfaldlega sú að landsfundir Sjáflstæðisflokksins eru afar fjölmennir og fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Þó landsfundir Samfylkingarinnar hafi alltaf verið miklu fámennari þá fá þeir sambærilega umfjöllun í fjölmiðlum séu þeir haldnir á sama tíma. Fyrir vikið hefur það einhvern veginn síast inn hjá mörgum að Samfylkingin sé „mótvægið“ við Sjálfstæðisflokkinn. 

Um síðustu helgi var ekkert um að vera í flokkssstarfi Sjálfstæðisflokksins, en Samfylkingin, öllum til mikillar undrunar, hélt engu að síður flokksstjórnarfund þar sem ákaft var klappað fyrir árangri flokksins í ríkisstjórn. Um hann segir Kolbrún Bergþórsdóttir:

Á þessari sömu ráðstefnu innvígðra samfylkingarmanna kynnti umbótanefnd flokksins skýrslu. Þar var fjallað um ýmsar misgjörðir Samfylkingar. Nær allar stöfuðu af því að hin áhrifagjarna Samfylking var dregin á tálar af hinum illa þenkjandi og slóttuga Sjálfstæðisflokki og tók í óráði upp vonda siði þess gjörspillta flokks. En nú hefur Samfylkingin að sögn séð að sér, enda er hún komin í nýtt og eðlilegt samband við hið rétt þenkjandi afl Vinstri-græna sem fyrirlíta fátt meir en fjármagn og gróða.

Auðvitað er uppgjör Samfylkingarinnar við fortíðina afskaplega þarflegt og mætti halda að með jólahreingerningu flokksins væri fortíðin nú sómasamlega jarðsett. Kolbrúnu finnst það ekki:

Það er merkilegt að Samfylkingin virðist ekki geta axlað ábyrgð á eigin mistökum. Í einni setningu segist hún hafa gert mistök, en í næstu setningu kemur alltaf fram að mistökin urðu vegna tilveru Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddssonar. Gríðarleg tilbreyting væri nú í því ef Samfylkingin gæti haldið eins og einn stórfund án þess að einhver úr forystunni héldi taugaveiklunarræðu um Davíð Oddsson. Ef það tekst þá hefur forysta flokksins náð umtalsverðum andlegum þroska.

Fyrir alla muni lesið þessa grein Kolbrúnar á blaðsíðu 20 í Mogganum í dag. Hún er upplýsandi þó ekki sé fyrir annað en að sjálf telur Kolbrún sig vera jafnaðarmann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband