Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

18.000 manns án atvinnu og þingið ræðir stjórnarskránna

Langflestir umsagnaraðilar um frumvarp til breytingar á stjórnarskránni leggjast gegn því.

Meira en 18.000 manns eru á atvinnuleysiskrá.

Stýrivextir eru 15,5%

Og á sama tíma vill meirihluti Alþingis ræða eitthvað allt annað en atvinnu- og efnahagsmál.

Þetta fólk er einfaldlega ekki í lagi nema það sé svo afburða snjallt að það vilji nota frumvarp til breytingar á stjórnarskránni til að halda stjórnarandstöðunni uppi á snakki meðan ráðherrar velta því sér hvað eigi að gera.  


mbl.is Stefnir í næturfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin fyrirsögn: Samdráttur á undanhaldi

Þetta er sú skrýtnasta fyrirsögn sem um getur á mbl.is og er þó af mörgu að taka:

 „Segir samdrátt á undanhaldi.

Einhvern veginn dettur manni eitthvað allt annað í hug en verið sé að tala um bandarískt efnahagslíf. Vissara er að fara ekki lengra út í þessa sálma.


mbl.is Segir samdrátt á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hva, hvernig var að hægt að fresta Alþingi?

Þrátt fyrir stóru orðin vinstri manna var hægt að slíta Alþingi. Hvað með tillögurnar um breytingu á stjórnarskránni? Þarf ekki að ræða þær? Hvað með hin mikilvægu efnahagsmál sem Sjálfstæðisflokkurinn átti að hafa tafið?

Nei, staðreyndin er einfaldlega sú að vinstri flokkarnir hafa sett á svið mjög trúverðugt að sannfærandi leiksýningu sem byggir á því að allt vont sé Sjálfstæðisflokknum að kenna og allt gott minnihlutastjórninni að þakka.

Og þetta kokgleypa margir og stuðningur við vinstri menn er í nýjum hæðum. Þeir hinir sömu sjá nú að hægt er að fresta þinginu, það er hægt að taka fyrir önnur mál en tillögur um breytingu á stjórnarskránni og það er hægt að gera hvað sem er.

Ósannsögli vinstri manna á eftir að koma í bakið á þeim. Sá tími mun koma að þau 40% sem ekki taka þátt í skoðanakönnunum munu átta sig á að framtíðin byggist ekki á óraunsæjum flokkum.


mbl.is Þingmenn komnir í páskafrí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir lugu upp á Sjálfstæðisflokkinn

Jæja, var þetta nú svona erfitt að fresta umræðum um tillögur til breytinga á stjórnarskránni og taka til við það sem meira skiptir?

Minnihlutastjórnin undir forsæti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna með tilstyrk Framsóknarflokksins hefur í langan tíma logið því að þjóðinni að Sjálfstæðisflokkurinn standi gegn því að hægt sé að afgreiða mál sem varða efnahag landsmanna frá Alþingi.

Blákalt hefur forsætisráðherra og fjármálalandbúnaðarogsjávarútvegsmálaráðherra logið þessu.

Samt var það eina sem þurfti að breyta dagskrá þingsins og taka fyrir annað mál en breytingar á stjórnarskránni. Það gátu þessir flokkar gert upp á sitt eindæmi og nú hafa þeir loks gert það.

En þeir eru ekki hættir ljúga að þjóðinni. Hálfsannleikurinn er þeirra speki og í krafti hans munu vinstri flokkarnir halda áfram.

  • Þeir munu halda því fram að eignaskattur sé nauðsynlegur
  • Þeir munu halda því fram að heimilin í landinu geti borgað hærri tekjuskatt
  • Þeir munu halda því frama að 500 þúsund króna mánaðarlaun séu hátekjur
  • Þeir munu halda því fram að þeim hafi ekki unnist tími til að taka á atvinnuleysi 18.000 manna
  • Þeir munu halda því fram að nú sé ekki réttur tími til að lækka stýrivexti
  • Þeir munu halda því fram að lækkun verðbólgu sé þeim að kenna
  • Þeir munu halda því fram að ESB sé bæði á dagskránni og ekki á dagskránni
  • Þeir munu halda því fram að Samfylkinin hafi engu ráðið í síðustu ríkisstjón
  • Þeir munu halda því fram að allt sé Sjálfstæðisflokknum að kenna
  • Þeir munu halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart.
Hverjum dettur í hug að trúa svona málflutningi?

 


mbl.is Byrjað að ræða önnur mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

18.000 án atvinnu, 15,5% stýrivextir, leikrit á Alþingi

Hefði Davíð Oddson verið við stjórnvölinn í Seðlabankanum myndi nú heyrast hljóð frá forsætisráherra og fjármálalandbúnaðarsjávarútvegsráðherranum. Það tók minnihlutastjórnina heilan mánuð að bola Davíð og tveimur öðrum úr embætti. 

Síðan hefur liðið annar mánuður og vika betur. Hvað hefur gerst á þessum tíma?

Meira en 18.000 manns eru atvinnulausir. Í lok janúar á þessu ári voru 12.405 atvinnulausir. Þeim hefur fjölgað um 90 manns á dag og ekkert lát er á.

Í lok janúar voru stýrivextir 18%. Þeir eru núna 15,5%. Þeir hafa því lækkað um 2,5% þrátt fyrir háværar kröfur almennings um miklu meiri lækkun.

Steingrímur ráðherra stærði sig af ótrúlegum fjölda mála sem ríkisstjórnin hefur fengið samþykkt á Alþingi eða sett í reglur.

Jóhanna Sigurðardóttir kvartar hástöfum undan Sjálfstæðisflokknum og segir hann með málþófi koma í veg fyrir samþykkt nauðsynlegra mála á Alþingi.

Já, góðan daginn, góðir ráðherrar og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi. úr því að vandamálið virðist vera Sjálfstæðisflokkurinn þá legg ég til að eftirfarandi verði gert

 

  1. Umræðum um frumvarp um breytingar á stjórnarskrá verði hætt
  2. Byrjað verði að ræða atvinnumál og skuldastöðu heimila og fyrirtækja og aðgerðir samþykktar
  3. Umræðum um frumvarp um breytingar á stjórnarskrá verði framhaldi

 

Auðvitað verður ekki farið eftir þessum ráðum vegna þess að meirihluti Alþingis vill að almenningur haldi að Sjálfstæðisflokkurinn haldi þinginu í gíslingu og engin góð mál nái fram að gagna vegna hans.

En fólk er ekki fífl. Almenningur mun sjá í gegnum þetta leikrit vinstri flokkana á Alþingi. 

 

 

 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

18.000 manns atvinnulausir - TILLÖGUR UM FRAMKVÆMDIR

18.000 manns eru atvinnulausir á landinu öllu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er jafnframt varaformaður síns flokks. Hæg ættu þá að vera heimatökin að vekja athygli formanns flokksins á stöðu mála og hann gæti jafnframt spjallað við fjármálalandbúnaðarogsjávarútvegsráðherrann um vandann.

Vandinn er þó ekki sá að atvinnuleysið sé ekki öllum ljóst. Vandinn liggur í þeirri stjórn sem nú ríkir í landinu sem virðist vera gjörsamlega getulaus og lætur atvinnuleysi viðgangast og krónuna hrapa í verðgildi. Ef þetta er það sem kalla má félagshyggjustjórn þá er líka búið að snúa við hugtökum.

Hvað eiga ríkisstjórn og sveitarfélög að gera?  

Þau eiga að ráðast í framkvæmdir sem koma byggingariðnaðinum og öðrum fyrirtækjum til góða.

Svo hrikalega hugmyndastnauð sem ríkisstjórnin er þá er mér sönn ánægja að birta hér nokkrar hugmyndir um mannaflsfrekar framkvæmdir. Raða þessu í stafrófsröð til skilningsauka.

1.    Akureyrarflugvöllur: flugstöðvarbygging
2.    Fangelsi,nýbygging: Húsnæði er til áKeflavíkurflugvallarsvæðinu. Einhvern tíma var einhver búinn að finna tiltekiðhúsnæði sem þótti henta öðru fremur á vallarsvæðinu.
3.    Fangelsi: Stækkun Litla-Hrauns
4.    Fasteignamatríkisins: Tölfræði um byggingíbúðarhúsnæðis. Settur kraftur í að lokið verði gerð gagnagrunns sem sýniótvírætt á hverjum tíma fjölda íbúða í byggingu (6 byggingastig) og hvað séóselt til endanlegra notenda.
5.    Fjöltækniskólinn, húnsæðismál, skólinn er núna rekinn á mörgumstöðum víða um bæinn.
6.    Hallgrímskirkja, vantar fjármagn til að ljúka viðhaldi
7.    Heilbrigðisbyggingar: Viðbygging við endurhæfingardeildina á Grensási
8.    Hólmsheiði: olíumengaður jarðvegur sem kom afflugvallarsvæðinu. Þarf að flytja til meðhöndlunar, væntanlega á Álsnesi.
9.    Keflavíkurflugvöllur: Lagfæring íbúða.
10.  Keflavikurflugvöllur: Lagfæringar raflagna til samræmis við íslenskarkröfur.
11.  Keflavíkurflugvöllur: Ljúka við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
12.  Keflavíkurflugvöllur: Viðhald flugbrauta.
13.  Landhelgisgæslan: Flutningur til Keflavíkurvallar
14.  Lögreglustöðiní Reykjavík: Viðhald
15.  Nýsköpunarmiðstöð: Húsnæðismál, nýbygging
16.  Ónýttirbyggingareitir víða um höfuðborgarsvæðið:Rífa og tyrfa yfir meðan beðið er. Umfram trjáplöntur eru til hjá staðbundnumskógræktarverkefnum s.s. Suðurlandsskógum.
17.  Samgöngumiðstöð í Reykjavík
18.  Suðurland: Viðgerðir eftir Suðurlandsskjálftann,innréttingar, yfirborð og málning
19.  Reykjavík, viðhald: Sundhöllin, Laugardalslaug, stúkan,leikskólar, grunnskólar og lóðir víða.
20.  SVRreiturinn, þar sem átti að byggjahöfðustöðvar Glitnis. Rífa þarf það sem er þar fyrir og tyrfa yfir lóðina meðanbeðið er eftir einhverri framtíðar byggingu eða framtíðarnotum.
21.  Þingvellir, ný brú við Drekkingarhyl og umhverfi hennar
22.  Þingvellir, viðahald og breytingar á Valhöll
23.  Þjóðleikhúsið, viðhald og endurbætur
24.  Þjónustumiðstöð: Bygging þjónustumiðstöðvar á millihjúkrunarheimilis og íbúða fyrir aldraða í Mörkinni. Til eru teikningar(Landsbankinn).
25.  Tölvuvinnsla: Setja opinberar byggingar í 3 víddarteikni/gagnagrunn og gera þær klárar fyrir svokallaða BIM tækni. Verkefni eðahugmynd að verkefni er þegar í gangi undir stjórn Framkvæmdasýslu ríkisins með þátttöku Samtaka iðnaðarins, Reykjavíkurborgar, OR,Brunamálastofnunar o.fl.
26.  Vegagerðin: Nýtt húsnæði fyrir Vegagerðina
27.  Vegakerfið: Ljúka hönnun Sundabrautar og gera hana tilbúna tilútboðs
28.  Vegakerfið: Tvöföldun Suðurlandsvegar
29.  Vegakerfið: Vegabætur í RVK mörg smáverk í samstarfi RVK ogVegagerðar sbr nýlegt sjónvarpsiðtal við KLM?? Skilst ekki.
30.  Vegakerfið: Ýmis öryggismál á vegum landsins, breikkuneinbreiðra brúa, breikkun gatnamóta ofl.
31.  Vegakerfið: Breikkun þjóðvega
32.  Viðhaldsverkefni, almenn: Unnt er að setja ýmisleg viðhaldsverkefnií gang strax þó hönnun sé ekki lokið ef öflugur aðili er til stýringar,umsjónar og framkvæmda og hönnun þá unnin samhliða framkvæmd. 
 
Þess ber að geta að flestar þessar hugmynda eru komnar frá Árna Jóhannssyni hjá Samtökum iðnaðarins. 

 


mbl.is Atvinnuleysi í Reykjavík mælist 8,7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotar lýðræðisins, Mörður og Þuríður

Munum þessi nöfn, Þuríður Backman og Mörður Árnason. Þau eru þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, flokka sem halda því fram að mikilvægara sé að ræða stjórnarskrárbreytingingar og afsal valda frá Alþingi til einhvers apparats sem heita á „stjórnskipunarþing“ heldur en að ræða atvinnumál.

Þessi flokkar gera sér ekki grein fyrir því að meira en 18.000 manns eru án atvinnu á landinu.

Sendu þessum flokkum ákveðin skilaboð í næstu kosningum og kjósum þá ekki. Þessir tveir þingmenn og flokkarnir þeirra vilja ekki gefa kjósendum kost á að heyra í frambjóðendum. Þeir reyna að kjafta sig út úr vandanum eins og lesa má í niðurlagi fréttarinnar. 


mbl.is Hlé á þingfundi vegna framboðsfundar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

18.000 manns atvinnulausir og ekkert gert?

Það er ekki hátt risið á Alþingi Íslendinga í dag. Virðing þess fer óðum þverrandi, ekki aðeins hjá almenningi heldur telur meirihluti þingsins sig ekki bæran til að setja landinu stjórnskipunarlög heldur ætlar að framselja þennan böggul til annars þings.

Hvað er að gerast í landinu í dag? Jú, meira en 18.000 manns eru atvinnulausir.

Átján þúsund Íslendingar eru án atvinnu.

Átján þúsund!

Skilst þetta ekki? Skilur meirihlutinn á Alþingi ekki alvöru málsins?

Hvers vegna í ósköpunum er hann þá ekki að vinna að atvinnumálum landsmanna? Heldur meirihluti þingsins að þetta lagist bara að sjálfum sér með tíð og tíma? Jú, eflaust mun fækka á atvinnuleysisskrá en við höfum ekki tíma til að bíða.

Hvers vegna er þá verið að eyða tímanum á Alþingi Íslendinga í að ræða breytingar á stjórnarskrá? Ríkisstjórnin er ekki að redda neinum málum, hún er ekkert að gera, ekki frekar en aðrir í meirihlutanum.

Eini flokkurinn sem krefst tafarlausra aðgerða í atvinnumálum er Sjálfstæðisflokkurinn. Skömm hinna flokkanna mun lengi uppi.


mbl.is Dagskrártillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur og frjálshyggjumaðurinn Obama

Áhugavert að sjá Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fyrrverandi formann Samfylkingarinnar sækja í félagsskap forseta Bandaríkjana og fá mynd tekna af sér með manninum.

Fyrir þá sem ekki þekkja til var Össur á leiðtogafundi Nató. Og fyrir þá sem vita enn minna þá gekk Össur margar Keflavíkurgöngur til að mótmæla veru Íslands í Nató. Hann tók þátt í fjölda mótmæla gegn Nató og fann okkur sem studdum Nató á þessum árum allt til foráttu.

Síðan hefur mikið gerst. Össur gerðist krati, hætti að vera Fylkingarkommi og sósíalisti. Munnsöfnuðurinn lagaðist og hann fór að hafa áhuga á lífinu. Núna dáir hann forseta Bandaríkjanna sem hefur þá pólitísku skoðun sem er sem endurspeglun af stefnu Sjálfstæðisflokksins. Raunar má segja að bandaríski Demókrataflokkurinn sé nokkuð til hægri við Sjálfstæðisflokkinn.

Batnandi mönnum er best að lifa. 


mbl.is Áhugi á samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slök ályktun Blaðmannafélagsins.

Miðað við efni máls er þetta nú ansi rýr ályktun frá Blaðamannafélaginu. Sá grunur læðist að manni að stjórnarmenn hafi samið hana á gsm síma og sent á milli síni í SMS.

Í svona ályktun þarf að greina frá athugasemdum FME, nefna þá sem eiga aðild að málinu, fjölmiðilinn og blaðamennina. Síðan ber félaginu að rökstyðja álit sitt miðað við umkvörtun FME. Þetta þarf að gera nokkuð ítarlega þannig að enginn geti að misskilið eitt eða neitt. Þar að auki þarf ályktunin að vera svo vel úr garði gerð að hún nýtist komi upp svipuð dæmi síðar.

Ályktun Blaðmannafélagisins ber vott um allt of hraða og ónákvæma afgreiðslu, rétt eins og hún eigi einungis að fullnægja einhverjum skyldum við meðlimi sína. Það er þó aðeins hluti málsins. Forgangsatriði félagsins ætti annars vegar að búa til skýra og greinagóða ályktun og hins vegar kynna hana ítarlega fyrir almenningi.

Staðreyndin er sú að krafa FME er með eindæmum heimskuleg og algjörlega úr takti við það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Stofnunin ætti þvert á móti að skoða blaðamenn og fjölmiðla sem samherja í rannsókn á orsökum bankahrunsins og stöðu mála í dag. Þess vegna verður Blaðamannafélagið að vera vakandi og vinna heimavinnuna sína.


mbl.is Undrandi á forgangsröðun FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband