Þeir lugu upp á Sjálfstæðisflokkinn

Jæja, var þetta nú svona erfitt að fresta umræðum um tillögur til breytinga á stjórnarskránni og taka til við það sem meira skiptir?

Minnihlutastjórnin undir forsæti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna með tilstyrk Framsóknarflokksins hefur í langan tíma logið því að þjóðinni að Sjálfstæðisflokkurinn standi gegn því að hægt sé að afgreiða mál sem varða efnahag landsmanna frá Alþingi.

Blákalt hefur forsætisráðherra og fjármálalandbúnaðarogsjávarútvegsmálaráðherra logið þessu.

Samt var það eina sem þurfti að breyta dagskrá þingsins og taka fyrir annað mál en breytingar á stjórnarskránni. Það gátu þessir flokkar gert upp á sitt eindæmi og nú hafa þeir loks gert það.

En þeir eru ekki hættir ljúga að þjóðinni. Hálfsannleikurinn er þeirra speki og í krafti hans munu vinstri flokkarnir halda áfram.

  • Þeir munu halda því fram að eignaskattur sé nauðsynlegur
  • Þeir munu halda því fram að heimilin í landinu geti borgað hærri tekjuskatt
  • Þeir munu halda því frama að 500 þúsund króna mánaðarlaun séu hátekjur
  • Þeir munu halda því fram að þeim hafi ekki unnist tími til að taka á atvinnuleysi 18.000 manna
  • Þeir munu halda því fram að nú sé ekki réttur tími til að lækka stýrivexti
  • Þeir munu halda því fram að lækkun verðbólgu sé þeim að kenna
  • Þeir munu halda því fram að ESB sé bæði á dagskránni og ekki á dagskránni
  • Þeir munu halda því fram að Samfylkinin hafi engu ráðið í síðustu ríkisstjón
  • Þeir munu halda því fram að allt sé Sjálfstæðisflokknum að kenna
  • Þeir munu halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart.
Hverjum dettur í hug að trúa svona málflutningi?

 


mbl.is Byrjað að ræða önnur mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki ég.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Einhvern veginn er ég viss um að þú ert ekki vinstri maður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.4.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég bjó í Svíþjóð. Maður sem kemur þaðan vinstri sinnaður er ekki með öllum mjalla.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband