Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Frábær dugnaður þriggja kvenna
20.4.2009 | 18:00
Þetta eru hörkuduglegar konur sem hafa gengið frá Jökulheimum, líklega í Grímsvötn og þaðan á Öræfajökul. Nokkuð algeng leið en getur verið erfið, sérstaklega sá síðarnefndi.
Þeir sem ekki þekkja til í jöklaferðum eða fjallaferðum að vetrarlagi þá segja myndirnar með fréttinni ekkert nýtt. Svo mikið getur snjóað eða skafið að tjöld fara á kaf á nokkrum klukkustundum. Að morgni þarf einfaldlega að moka tjöldin upp og það þykir svo sem ekkert merkilegt.
Það vekur samt athygli að ekki virðast hafa verið hlaðnir skjólgarðar vindmegin við tjöldin. Slíkir garðar, séu þeir rétt gerðir, drepa vindinn og skafsnjórinn safnast saman hlémegin við garðinn. Þá er mikilvægt að tjaldið sé í hæfilegri fjarlægð frá garðinum. Þetta þekkja flestir fjallafarar.
Þegar svona skjólgarð vantar dettur manni fyrst í hug að veðrið hafi verið svo ferlegt að ekki hafi verið hægt að athafna sig utan tjaldsins. Næst kemur upp í hugann að konurnar hefi einfaldlega verið orðnar örmagna þegar þær ákváðu að tjalda.
Nú kann einhver að halda því fram að svona jöklaferðir á gönguskíðum séu tóm vitleysa. Ómari Ragnarsson hefur áreiðanlega dottið í hug að skrifa um fyrirhyggjulausa ferðamenn sem kynna sér ekki veðurspár og ana út í óvissuna með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og björgunarsveitirnar. Það hefur hann oftsinnis gert.
Ég tek hins vegar undir með Guðmundi Einarssyni frá Miðdal brautryðjanda í fjallamennsku á Íslandi sem sagði fyrir meira en hálfri öld:
Fleiri og voðalegri slys hljótast af hreyfingarleysi en fjallgöngum.
Moka þurfti tjöld kvennanna upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Aumingjaskapur Framsóknar
20.4.2009 | 14:44
Fátt hefur verið gert í atvinnu- og efnhagasmálum frá því að minnihlutastjórnin tók við. Atvinnulausum hefur fjölgað um 6.000 manns og eru nú um 18.000. Stýrivextir eru 15,5% og hafa aðeins lækkað um 2,5% sem er tóm sýndarmennska.
Hafi formaður Framsóknarflokksins gert sér grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið var og er gerði hann ekkert í því. Hann lét Samfylkinguna og Vinstri græna leiða sig í bandi. Og núna finnst honum sæma að segja að Framsókn hafi ekkert getað gert í málunum þó hún hafi viljað.
Bölvaður aumingjaskapur er þetta.
Ræddu um að sprengja stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Týndist á jökli, ekki ís
19.4.2009 | 14:28
Athugasemi kverúlants.
Blessaður maðurinn villtist á Grænlandsjökli, týndi áttum á jöklinum. Þó það megi til sanns vegar færa að jökull sé að stórum hluta ís þá er það villandi að halda því fram að hann hafi týnst á ísnum. Þá hefði hann villst á lagnaðarís á sjó.
Villtist á ísnum í 40° frosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nei, þetta er ekki kosningavíxill ...
18.4.2009 | 14:10
Man ekki einhver upphlaupin í Steingrími J. Sigfússyni og öðrum Vinstri grænum þegar ráðherra síðustu ríkisstjórnar skrifuðu undir margvíslega samninga skömmu fyrir kosningar.
Hvað kallaði hann nú slíkt?
Jú, kosningavíxla eða einhverjum álíka niðrandi nöfnum.
Hjá Vinstri grænum heita þetta ekki kosningavíxlar heldur sjálfsagðar breytingar á starfsskilyrðum mjólkurframleiðlsu og sauðfjárræktar.
Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann ...
Ég geri nú ekki ráð fyrir því að neinn standi upp og hrópi SPILLING og síðast af öllu virðulegir fulltrúar fjölmiðla.
Samt finnst mér þetta lykta illa en hef bara orð Steingríms fyrir því.
Breytingar á búvörusamningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vanhugsaðar breytingar á stjórnarskránni
17.4.2009 | 15:09
Við eigum eitt löggjafarþing. Þjóðin er aðeins rétt rúmlega 300.000 manns. Þurfum við virkilega á öðru löggjafarþingi að halda? Verður lýðræðið meira fyrir vikið?
Að sjálfsögðu ekki.
Þingmenn eru ekkert of góðir til að sinna þeim verkefnum sem þeir hafa verið kosnir til og þar með að breyta stjórnarskránni. Við þurfum ekki tvö Alþingi.
Það er gott til þess að vita að til séu menn á þingi sem verja heiður Alþingis gegn þeim upphlaupsöflum sem allt í einu telja þörf á breytingum. Farsæld þjóðarinnar felst ekki í byltingu heldur stöðugri þróun og breytingum að vel athuguðu máli.
Margir gera lítið úr áliti umsagnaraðila um breytingar til breytingar á stjórnarskránni. Nær allir leggjast gegn þeim, telja þær vanhugsaðar.
Eru þessir umsagnaraðilar á móti lýðræði? Að sjálfsögðu ekki. Þeir eru ekki á móti til annars en að hvetja til að breytingarnar haldi, þær séu varanlegar.
Myndi fagna þúsund ræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einfaldar aðgerðir gegn atvinnuleysi
17.4.2009 | 10:25
Engu líkar er en að minnihlustastjórnin geri sér ekki grein fyrir stöðu mála. Atvinnuleysi upp á 9% er háalvarlegt vndamál í þjóðfélaginu og hefur beint eða óbeint áhrif nærri því á hverja einustu fjölskyldu í landinu.
Geri menn sér grein fyrir vandanum þá vantar aðgerðir og grunnur að þeim verður ekki lagður með innihaldslausu orðagjálfri heldur beinskeyttum tillögum.
Vandamálið er knýjandi og lausnin þarf að vera fljótvirk. Héðan af mun núverandi minnihlutastjórn ekkert gera í málinu, hún er máttlaus og hugmyndasnauð. Verkefnið bíður næstu ríkisstjórnar.
Og hvað á að gera?
Raunar er það tvennt. hið fyrra lýtur að umhverfi atvinnurekstrar á landinu.
- Koma þarf efnahagsreikningi nýju bakanna í lag.
- Tryggja að atvinnureksturinn í landinu hafa aðgang að lánsfé í bönkunum.
- Stofnað verði eignarhaldsfélags á vegum ríkisins og einkaaðila með 12 milljarða eigin fé sem er aðeins hluti af því sem atvinnuleysibætur kosta ríkissjóð á hverju ári
- Eignarhaldsfélaginu verði heimilit að kaupa hlut í áhugaverðum fyrirtækjum sem sinna verðmætasköpun og hugsanlega útflutningi
- Grundvöllur kaupanna er að fyrirtæki leggi fram viðskiptaáætlun sem sýni með óyggjandi hætti framtíðarmöguleika þess og að það geti ráðið nýja starfsmenn til starfa.
- Kaupin eiga að vera skilyrt á þann veg að innan tiltekinns tíma, t.d. fjögurra ára, skulu aðrir eigendur kaupa hlut eignarhaldsfélagsins á markaðsverði.
Atvinnuleysi mest meðal ungs fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svona skítkast er ráðherranum ekki til sóma
16.4.2009 | 23:57
Á sama tíma og 18.000 manns eru atvinnulausir, stýrivextir eru 15,5%, gengi krónunnar hefur lækkað um 16% frá því að minnihlutastjórnin tók við völdum og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn neitar að samþykkja efnahagsráðstafanir stjórnarinnar má Steingrímur J. Sigfússon vera að því að grafa upp eitthvað sem hægt er að gera samþingmann hans tortryggilegan.
Hefur maðurinn ekki eitthvað annað og þarfara við tímann að gera á þessari ögurstundu?
Þetta er grátleg hegðun og þá mátulegt að Birgir Ármannsson mátar auðvitað fjármálalandbúnaðarogsjávarútvegsráðherran með álíka skítkasti. Með sanni má segja að talsmátinn sé hvorugum stjórnmálamanninum til sæmdar. En eitthvað varð það að heita fyrst Steingrímur reynir að niðurlægja ágætan þingmann því það er vissulega varhugavert að kasta steinum úr glerhúsi.
Hins vegar er ástæða til þess að stjórn og stjórnarandstaða snúi nú saman bökum og taki á hinum stóra sínum og losi þjóðina úr kreppu í atvinnu- og efnahagsmálum.
Og það þýðir auðvitað að minnihlutaríkisstjórnin verður að upplýsa um þá fyrirstöðu sem er hjá IMF en ekki halda þessum upplýsingum leyndum fram yfir kosningar.
Segir Steingrím búa í glerhúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.4.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Enn ein skýrslan frá Samfylkingunni
16.4.2009 | 09:29
Formaður Samfylkingarinnar þarf að svara nokkrum spurningum undanbragðalaust:
- Verða skattar hækkkaðir eins og Vinstri grænir hafa hótað?
- Verða laun lækkuð eins og Vinstri grænir hafa hótað?
- Vill Samfylkingin leggja inn aðildarumsókn í ESB þrátt fyrir andstöðu VG?
- Hvernig ætlar Samfylkingin að taka á 18.000 manna atvinnuleysi?
- Stýrivextir eru 15,5% og ekki útlit fyrir frekari lækkun, hvað ætlar Samfylkingin að gera?
Húsfyllir á fundi Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hversu viðvarandi er 18.000 manns án atvinnu?
15.4.2009 | 13:31
Í augnablikinu er ekki verið að ræða breytingar á stjórnarskránni á Alþingi. Það er gott, margt annað þarfara er við tímann að gera? Og þegar maður heldur þessu fram þá rjúka vinstri menn upp og spyrja:
Ertu á móti lýðræði?
Þannig hafa sumir frambjóðendur sem maður hefur hitt á vinnustaðafundum látið, rétt eins og það sé grundvöllur lýðræðislegra hugsunar hvers manns að hann vilji eitthvurt Aukaalþingi.
Nú, hvað á þá að ræða á Alþingi þegar hlé er á umræðum um stjórnarskránna?
Jú, það á að ræða um atvinnu- og efnahagsmál. Atvinnuleysi á landinu miklu meira en við höfum þekkt og vandinn er sá að menntunarstig atvinnulausra er miklu meira en áður.
18.000 manns eru á atvinnuleysisskrá. Er það ekki ástæða til að þingmenn setjist niður og ræði um úrræði fyrir þetta fólk og hætti að karpa um aukaatriði?
Stýrivextir eru 15,5% og þeir koma afar illa niður á meirihluta þjóðarinnar. Er þessi staðreynd ekki ástæða til þess að þingmenn seetjist niður og ræði um úrræði í efnahagsmálum?
Í fréttinni segir að hægt hafi á aukningu atvinnuleysis. Og vinstri menn hrósa happi. Sko, nú er árangurinn að koma í ljós.
Þetta er tóm vitleysa. Spyrja þarf hversu viðvarandi verður 18.000 manna atvinnuleysi?
Atvinnuleysi mælist 8,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinstri flokkar græða á óánægju með Sjálfstæðisflokkinn
14.4.2009 | 17:10
Auðvitað stefnir í tap Sjálfstæðisflokksins. Hann á ekki nokkra möguleika gagnvart ömurlegum vinstri flokkum. Afrekaskrá þeirra er eins og hamfarir af mannavöldum:
- 18.000 manns eru á atvinnuleysisskrá.
- Stýrivextir eru 15,5%.
- Davíð Oddsson var rekinn úr Seðlabankanum.
- Gengi krónunnar hefur fallið um 15% frá því 1. febrúar
Ekki hefur neitt gerst á síðustu tveimur mánuðum. Vinstri grænir og Samfylkingin þurfa hins vegar ekki að hafa neinar áhyggjur af stöðu mála. Þeir fá ekki atkvæðin vegna eigin verðleika heldur miklu frekar þrátt fyrir þá.
Í fótboltanum eru það mörkin sem gilda. Betra liðið getur ekki skorað mark, vörnin gleymist og andstæðingarnir ná nokkrum upphlaupum og skora í hvert sinn. Þannig endar leikurinn 14:2.
Samfylking stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |