18.000 án atvinnu, 15,5% stýrivextir, leikrit á Alþingi

Hefði Davíð Oddson verið við stjórnvölinn í Seðlabankanum myndi nú heyrast hljóð frá forsætisráherra og fjármálalandbúnaðarsjávarútvegsráðherranum. Það tók minnihlutastjórnina heilan mánuð að bola Davíð og tveimur öðrum úr embætti. 

Síðan hefur liðið annar mánuður og vika betur. Hvað hefur gerst á þessum tíma?

Meira en 18.000 manns eru atvinnulausir. Í lok janúar á þessu ári voru 12.405 atvinnulausir. Þeim hefur fjölgað um 90 manns á dag og ekkert lát er á.

Í lok janúar voru stýrivextir 18%. Þeir eru núna 15,5%. Þeir hafa því lækkað um 2,5% þrátt fyrir háværar kröfur almennings um miklu meiri lækkun.

Steingrímur ráðherra stærði sig af ótrúlegum fjölda mála sem ríkisstjórnin hefur fengið samþykkt á Alþingi eða sett í reglur.

Jóhanna Sigurðardóttir kvartar hástöfum undan Sjálfstæðisflokknum og segir hann með málþófi koma í veg fyrir samþykkt nauðsynlegra mála á Alþingi.

Já, góðan daginn, góðir ráðherrar og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi. úr því að vandamálið virðist vera Sjálfstæðisflokkurinn þá legg ég til að eftirfarandi verði gert

 

  1. Umræðum um frumvarp um breytingar á stjórnarskrá verði hætt
  2. Byrjað verði að ræða atvinnumál og skuldastöðu heimila og fyrirtækja og aðgerðir samþykktar
  3. Umræðum um frumvarp um breytingar á stjórnarskrá verði framhaldi

 

Auðvitað verður ekki farið eftir þessum ráðum vegna þess að meirihluti Alþingis vill að almenningur haldi að Sjálfstæðisflokkurinn haldi þinginu í gíslingu og engin góð mál nái fram að gagna vegna hans.

En fólk er ekki fífl. Almenningur mun sjá í gegnum þetta leikrit vinstri flokkana á Alþingi. 

 

 

 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sú nístingskalda staðreynd blasir við Íslendingum að einu mennirnir sem eru færir til að takast á við vandann eru - Sjálfstæðisflokkurinn!

Farsælast væri að láta Sjálfstæðisflokkinn stjórna einan næsta kjörtímabil, td með stuðningi Samfylkingar. Óraunhæft? Það veit ég vel, en þetta yrði okkur farsælast.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 11:12

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Gengisvísitalan er komin í 220 og stefnir hærra.

Elías Theódórsson, 8.4.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband