Slök ályktun Blaðmannafélagsins.

Miðað við efni máls er þetta nú ansi rýr ályktun frá Blaðamannafélaginu. Sá grunur læðist að manni að stjórnarmenn hafi samið hana á gsm síma og sent á milli síni í SMS.

Í svona ályktun þarf að greina frá athugasemdum FME, nefna þá sem eiga aðild að málinu, fjölmiðilinn og blaðamennina. Síðan ber félaginu að rökstyðja álit sitt miðað við umkvörtun FME. Þetta þarf að gera nokkuð ítarlega þannig að enginn geti að misskilið eitt eða neitt. Þar að auki þarf ályktunin að vera svo vel úr garði gerð að hún nýtist komi upp svipuð dæmi síðar.

Ályktun Blaðmannafélagisins ber vott um allt of hraða og ónákvæma afgreiðslu, rétt eins og hún eigi einungis að fullnægja einhverjum skyldum við meðlimi sína. Það er þó aðeins hluti málsins. Forgangsatriði félagsins ætti annars vegar að búa til skýra og greinagóða ályktun og hins vegar kynna hana ítarlega fyrir almenningi.

Staðreyndin er sú að krafa FME er með eindæmum heimskuleg og algjörlega úr takti við það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Stofnunin ætti þvert á móti að skoða blaðamenn og fjölmiðla sem samherja í rannsókn á orsökum bankahrunsins og stöðu mála í dag. Þess vegna verður Blaðamannafélagið að vera vakandi og vinna heimavinnuna sína.


mbl.is Undrandi á forgangsröðun FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hafði ekki hugsað þetta svona langt en þetta er sannarlega þörf ábending hjá þér.

Finnur Bárðarson, 4.4.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband