Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Breytti Fréttablađiđ niđurstöđum skođanakönnunarinnar?

Screenshot 2022-05-16 at 21.21.08Skođanakönnun Fréttablađsins frá ţví 10. maí 2022 um fylgi flokka í Reykjavík stenst ekki. Annađ hvort var hún ófaglega gerđ eđa spellvirki voru unnin á henni fyrir birtingu.

Breytingar á fylgi Sjálfstćđisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata eru of langt frá úrslitum kosninganna til ađ könnunin geti stađist.

Skođanakönnun sýnir ekki úrslit kosninga en hún gefur engu ađ síđur vísbendingar.

Niđurstöđur skođanakönnunar Fréttablađsins eru svo furđulegar ađ almennir lesendur fyllast óhjákvćmilega grunsendum um ađ einhver mađkur sé í mysunni. Ţví er spurt:

A. Getur veriđ ađ Fréttablađiđ hafi vanreiknađ fylgi Sjálfstćđisflokksins svo munar 8,3% á skođanakönnuninni og kosningunum?

B. Ofreiknađi Fréttablađiđ fylgi Samfylkingarinnar um 6,4%?

C. Vanreiknađi Fréttablađiđ fylgi Framsóknarflokksins um 6,3%?

D. Ofreiknađi Fréttablađiđ fylgi Pírata um 6,3%?

Tilgangslaust er ađ bera ţví viđ, ađ frá ţví ađ skođanakönnunin var gerđ og ţar til kosiđ var, hafi fylgi ofangreindra flokka kollvarpast, kjósendur hafi „bara“ breytt um skođun. Ekkert gerđist í stjórnmálunum á ţessum dögum sem styđur ţetta. 

Athygli vekur ađ fylgi annarra flokka í könnuninni er ekkert langt frá úrslitum kosninganna.

Daginn fyrir kosningar birti Gallup skođanakönnun á fylgi flokkanna í Reykjavík. Hún hefur allt annađ yfirbragđ og er í ţokkalegu samrćmi viđ úrslit kosninganna.

Kolbrún Bergţórsdóttur, menningarritstjóri Fréttablađsins og reyndur blađamađur sagđi í leiđara blađsins um könnunina nokkrum dögum eftir birtinu bennar:

... könnun sem flest bendir til ađ hafi veriđ lítiđ marktćk.

 • Af hverju var könnunin lítiđ marktćk?
 • Var könnunin ekki marktćk af ţví ađ hún var svo fjarri öllu lagi fyrir kosningar?
 • Eđa var könnunin svo illa gerđ ađ allir á Fréttablađinu vissu ţađ?
 • Eđa töldu innanbúđarmenn í Fréttablađinu ađ fiktađ hafi veriđ í niđurstöđum könnunarinnar?

Fólk međ sérţekkingu á skođanakönnunum og stćrđfrćđi eru ekki sammála. Sumir telja ađ fiktađ hafi veriđ í könnuninni ađrir segja ađ Fréttablađiđ kunni hreinlega ekki til verka.

Svo eru ţeir til sem tala um svindl. Sagt er ađ skođanakannanir hafi mótandi áhrif á kjósendur en ekki eru allir á einu máli um ţađ.

Furđuleg niđurstađa í skođanakönnun sem á sér enga samsvörun viđ úrslit kosninga vekur eins og áđur sagđi upp grundsemdir. Ekki dvína grunsemdirnar sé rýnt í súluritiđ hér fyrir ofan. Ţvert á móti. Sjö ađrir flokkar mćlast međ svipađ fylgi og hjá Gallup og nokkuđ nálćgt úrslitum kosninganna. Fylgi fjögurra annarra er út í hött. Skrýtiđ. 

Ţeir eru til sem halda ţví fram fullum fetum ađ fiktađ hafi veriđ í niđurstöđum könnunarinnar. Annars vegar til ađ hygla Samfylkingunni og Pírötum og hins vegar gera lítiđ úr Sjálfstćđisflokknum og Framsóknarflokknum í ţeirri von ađ hćgt sé ađ hafa áhrif á kjósendur.

Eftir kosningarnar eru hrópandi grunsemdir um skođanakönnunina. Fréttablađiđ verđur ađ svara fyrir hana á sannfćrandi hátt. Ella missi blađiđ allan trúverđugleika.


Faglegur eđa ófaglegur bćjarstjóri

Ţá segir Sandra Sigurđardóttir, oddviti OH, ţađ vera forgangsmál ađ nýr bćjarstjóri verđi ráđinn til starfa á faglegum grunni ...

Svo segir stjórnmálamađur í Hveragerđi sem fagnar sigri í kosningunum í viđtali viđ Morgunblađ dagsins á blađsíđu tíu.

Hvađ er eiginlega átt viđ međ orđalaginu „faglegur“ bćjarstjóri. Má vera ađ međ ţví sé átti viđ ađ bćjarstjórinn sé ekki stjórnmálamađur, kemur ekki af listum ţeirra sem ćtla ađ mynda meirihluta.

Ef til vill er ţetta sé mćlt af einlćgni og sé stefnt gegn ţví ađ ráđa pólitískan stjórnanda sem hljóti ađ vera vođalega slćmt. Svona tal gengur hins vegar ekki upp ţví stjórnmálamađur getur veriđ ágćtur stjórnandi rétt eins og sá faglegi geti veriđ alveg ómögulegur - og öfugt. Eftir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí 2022 er ljóst ađ fult af „ófaglegum“ og „faglegum“ bćjar- og sveitastjórum verđi ráđnir til starfa. Hér eru örfá dćmi:

Í Ísafjarđarbć verđur kona „ófaglegur“ bćjarstjóri, ţađ er stjórnmálamađur sem var í frambođi. 

Á Akranesi verđur bćjarstjórinn „faglegur“, hann var ekki í frambođi og hefur veriđ bćjarstjóri í rúmt eitt kjörtímabil.

Á Akureyri mun bćjarstjórinn líklega gegna embćttinu áfram. Hann er „faglegur“ ţó flokksbundinn sé, en hann var ekki í frambođi.

Í Vestmannaeyjum verđur líklega sami bćjarstjóri áfram. Hann er „ófaglegur“, var í frambođi.

Endalaust má velta ţessu fyrir sér en líklega komast margir í klípu vegna orđalagsins „faglegur“ bćjarstjóri af ţeirri einföldu ástćđu ađ sami flokkur eđa ađrir í stjórnmálum sjá ekkert athugavert viđ „ófaglegan“ bćjarstjóra. Varla er merking orđalagsins „faglegur“ bćjarstjóri valkvćtt.

Jú, „faglegur“ er ábyggilega fínt orđ ţegar nýr meirihluti getur ekki komiđ sér saman hver í honum eigi ađ fá embćttiđ.

 

 

 


Skálduđ skođanakönnun Fréttablađsins

Ţegar sveitastjórnarkosningarnar 14. maí 2022 eru gerđar upp vekur fernt mesta athygli:

 1. Styrkur Sjálfstćđisflokksins gegn gengdarlausum áróđri
 2. Öflugur sigur Framsóknarflokksins víđa um land
 3. Tap smáflokka og örflokka
 4. Léleg kosningaţátttaka í Reykjavík, 61,1%

Á öllu landinu fékk Sjálfstćđisflokkurinn 110 fulltrúa í sveitarstjórnum. Framsóknarflokkurinn fékk 67 en ađrir flokka mun minna. Samfylkingin fékk ađeins 26 og Píratar fengu fjóra, sama og Miđflokkurinn.

FréttablađiđAf ţessu má draga ţá ályktun ađ Sjálfstćđisflokkurinn hafi unniđ varnarsigur í baráttunni gegn áróđursvél Samfylkingarinnar og fjölmiđla sem drógu taum hennar, beint og óbeint

Margir ráku upp stór augu er ţeir sáu skođanakönnun á forsíđu Fréttablađsins 10. maí 2022, fjórum dögum fyrir kosningar. Spáin var ţessi í Reykjavík:

 1. Samfylkingin 26,7%, í kosningunum fékk hún 20,3%.
 2. Píratar, 17,9%, fengu 11,6%.
 3. Sjálfstćđisflokkurinn 16,2%, fékk 24,5%.
 4. Framsóknarflokkurinn 12,4%, fékk 18,7%.
 5. Sósíalistaflokkurinn 7,7%, fékk 7,7%
 6. Viđreisn 7%, fékk 5,2.
 7. Vinstri grćn 5,4, fékk 4%.
 8. Flokkur fólksins 4,2%, fékk 4,5

Skođanakönnunin er greinilega óralangt frá raunveruleikanum enda lítur út fyrir ađ hún hafi aldrei átt ađ endurspegla hann. Sú viđbára ađ könnunin lýsi pólitískri stöđu á ţeim degi er hún var gerđ stenst ekki. Könnunin var blákaldur áróđur.

Fullyrđa má ađ niđurstöđum könnunarinnar hafi veriđ breytt hvađ varđar efstu fjóra flokkana. Í henni er Samfylkunni og Pírötum hampađ á kostnađ Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins. Hćgt er ađ bera hana saman viđ ađrar skođanakannanir fyrir kosningarnar.

Fréttablađiđ virđist beinlínis ađ hafa reynt ađ hafa áhrif á úrslit kosninganna međ skođanakönnun sem er í besta falli hrođvirknislega gerđ og í versta falli fölsk, heimatilbúinn.

Menningarritstjóri Fréttablađsins, Kolbrún Bergţórsdóttir, fullyrti í leiđara ađ skođanakönnunin vćri ekki marktćk. Hún sagđi:

Ţađ var ţví nokkuđ skondiđ ađ sjá hvernig fjölmiđlar slengdu ţví fram sem stórfrétt og leituđu til álitsgjafa ţegar Sjálfstćđisflokkurinn fékk 16 prósent í einni könnun – könnun sem flest bendir til ađ hafi veriđ lítiđ marktćk.

Ţetta ţótti fín frétt í tíđindaleysi, en ţađ var líka margt ofstćkisfullt fólk sem sá ţarna draum sinn um fall Sjálfstćđisflokksins rćtast.

Ekkert heyrđist um skođanakönnuna frá samfylkingarmanninum Sigmundi Erni Rúnarssyni, ritstjóra blađsins, nóg kemur frá honum um ómerkilegri mál. Ţađ skyldi ţó ekki vera ađ andinn hafi komiđ yfir skáldiđ og hann samiđ könnunina.

Ekki vantađi hamfararspána hjá Píratanum Ađalheiđi Ámundadóttur, blađamanni, í leiđara blađsins. Hún sagđi ţann 11. maí:

Framsóknarflokkurinn ţarf heldur engin málefni til ađ ná árangri ađ ţessu sinni. Stefna Framsóknarflokksins í Reykjavík er Einar Ţorsteinsson.

Samkvćmt nýrri könnun Fréttablađsins nýtur hann jafnmikils stuđnings sem nćsti borgarstjóri og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstćđisflokksins.

Ađalheiđur hafđi hrikalega rangt fyrir sér í óskhyggju sinni sem hún ţó flutti eins og blákaldar stađreyndir. Áróđurinn bar skynsemina ofurliđi, Framsóknarflokkurinn er óumdeildur sigurvegari í Reykjavík. Skelfingar ósköp klikkađi ţessi kona í áróđrinum.

Píratar örflokkur á landinu, fengu fjóra fulltrúa í sveitarstjórnum. Snautlegur árangur ţađ. Til samanburđar fékk Miđflokkurinn líka fimm fulltrúa en telur sig ekki sigurvegara eins og Píratar. Árangur Pírata á öllu landinu er ţessi:

 1. Reykjavík, 3 fulltrúar
 2. Kópavogur, 1 fulltrúi
 3. Hafnarfjörđur, 0
 4. Reykjanesbćr, 0
 5. Akureyri, 0
 6. Ísfjörđur. 0

Ţađ má ţó segja Pírötum til hróss ađ ţeir höfđu vit á ţví ađ bjóđa ekki fram annars stađar en á ţessum sex stöđum.

Í leiđara Fréttablađsins ţann 11. maí segir Kolbrún Bergţórsdóttir um Sjálfstćđisflokkinn:

Hann er nauđsynlegt afl í íslenskri pólitík. Ţar er stađiđ vörđ um einstaklingsfrelsiđ og barist gegn hinum ţrúgandi pólitíska rétttrúnađi sem sligar samfélagiđ. Ţetta eiga menn ađ virđa, hvort sem ţeir kjósa Sjálfstćđisflokkinn eđa ekki.

Ţetta er skynsamlega mćlt.

Á vef ríkisútvarpsins segir í fyrirsögn sunnudaginn 15. maí 2022, daginn eftir kosningarnar:

Stćrsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstćđismanna.

Og ég sem hélt ađ stćrsta fréttin vćri sú ađ meirihluti vinstri manna í Reykjavík hafi falliđ. Sú stađreynd er falin langt inni í fréttinni.

Nei, nú skal halda áfram ađ pönkast á Sjálfstćđisflokknum. Samfylkingin og hjáleigur hennar eru stikkfrí.

 

 


Borgarstjórinn sem forđar sér út um bakdyrnar

Dagur, gleđimyndirÉg ćtla ađ kjósa Sjálfstćđisflokkinn í kosningunum á morgun. Annađ kemur ekki til greina ađ mínu mati. Skora á alla ađ gera slíkt hiđ sama, hvar sem ţeir búa.

Hafa kjósendur gleymt öllu ruglinu og bullinu í vinstri meirihlutanum í Reykjavíkurborg síđustu árin eđa áratugina? Rifjum upp.

Hafa allir gleymt bragganum í Nauthólsvík sem Samfylkingin, Píratar, Viđreisn og VG eyddu 425 milljónum króna í ađ gera upp sem veitingastađ? Og hvađ kostađi danska grasiđ sem sáđ var fyrir utan braggann? Enginn man eftir ţví.

Bragginn var „endurnýjađur“ án ţess ađ fariđ var eftir reglum borgarinnar. Ekki var fariđ í útbođ. Ţess í stađ fengu vinir pólitíkusa á meirihlutanum vel launađa vinnu sem ráđgjafar Reikningar voru samţykktir af vini í borgarkerfinu. Fariđ var framhjá öllum reglum. Skjöl vegna verkefnisins voru annađ hvort ekki gerđ eđa ţeim stungiđ undan. 

Umferđastefna vinstri flokkanna byggist á ţví ađ takmarka ferđir fólks á einkabílum og knýja almenning í strćtó. Ţađ hefur ekki tekist hingađ til. Strćtó er á hausnum, sárafáir notfćra sé hann. Nú á ađ leggja í rúmlega eitt hundrađ milljarđa króna í svokallađa borgarlínu. Ţví fylgir ađ gera á sér akreinar fyrir örfáa strćtisvagna en öđrum bílum er ýtt til hliđar.

Hverjir aka bílum? Jú, yfirleitt venjulegt fólk eins og ţú og ég. Fólk sem kýs ađ ferđast á ţann hátt sem ţví hentar. Nú á ađ hafa vit fyrir okkur. Forkólfur Viđreisnar Pavel Bartoszek segist vilja gera bílastćđi ađ skemmtigörđum. Falleg hugmynd en ţađ ţýđir skort á bílastćđum. Vilja kjósendur ţađ?

Meirihlutinn borgarbúa er hlynntur borgarlínu. Í skođanakönnunum gleymdist hins vegar ađ spyrja hvort kjósendur séu hlynntir borgarlínu sem eyđileggur möguleika almennings ađ komast leiđar sinnar á bílum. Jú, sko, borgarlínan er fyrir hina, ekki mig, segir fólk.

Margir eru hlynnir „ţéttingu byggđar“. Vita menn hvers vegna ţétta á byggđ? Jú, ţađ er svo dýrt ađ gera land byggingarhćft. Ţess í stađ á ađ byggja á umferđareyjum og nýta ţađ sem fyrir er. Búa til fuglabjörg fyrir fólk, blokkir međ engu útsýni, engri sól. Íbúđir fyrir ofan umferđagötur. Ađ baki er engin hugsjón heldur viđbrögđ borgarstjórnarmeirihluta sem hefur safnađ skuldum. Á ekki fyrir rekstri.

Í sjónvarpsauglýsingum sést frambjóđandi Vinstri grćnna á hrađferđ í sólinni, brettir upp ermar og ćtlar ađ gera svo ótalmargt. Hver er ţessi Líf Magneudóttir? Jú, hún er víst borgarfulltrúinn sem hefur veriđ í felum í einhverjum kjallaranum heilt kjörtímabil eđa lengur. Já, ţađ er ekki seinna vćnna ađ bretta upp ermar - og lofa öllu fögru.

Enn hlćgja borgarbúar af borgarstjóranum sem er svo hégómlegur ađ hann leggur áherslu á ađ mynda sig í alls kyns skemmtilegum verkefnum, helst viđ ađ undirrita samninga og í hópi frćga fólksins. Ţegar klóakiđ stíflast í Fossvogi sést Dagur B. Eggertsson hvergi né hinir í meirihlutanum. Allir eru týndir og ţeir finnast ekki ţrátt fyrir mikla leit. Embćttismenn eru sendir til ađ svar spurningum fjölmiđla. Ţeir ţurfa ađ svara spurningunum um vond málin.

Mottó vinstri meirihlutans í borgarstjórn er ţetta: Allt sem er gott er okkur ađ ţakka, allt sem miđur fer er Sjálfstćđiflokknum ađ kenna.

Vegna rađtilviljana ratar borgarstjórinn alltaf inn á fréttasíđur fjölmiđla og í mynd sjónvarpsstöđva ţegar eitthvađ skemmtilegt er ađ gerast. Og hann brosir.

 • Ţegar dćlustöđ bilar og milljónir lítra af úrgangi dreifast um Fossvog forđar borgarstjóri sér út um bakdyrnar.
 • Ţegar framkvćmdir viđ Miklubraut valda ţví ađ gatan er hálflokuđ eru embćttismenn settir í ađ útskýra máliđ.
 • Ţegar loka á Geirsgötu og umferđin úr og í Vesturbć er send um hálflokađa Miklubraut er borgarstjóri og ađrir í meirihlutanum hvergi sjáanlegir. 
 • Ţegar Seltirningar kvarta undan vegum út á nes er borgarstjórinn međ ljósmyndurum fjölmiđla í sundi.
 • Ţegar upp kemur ađ gúmmíkurl á fótboltavöllum getur veriđ skađlegt íţróttafólki er borgarstjóri í fríi.
 • Ţegar Reykvíkingar kvarta hástöfum yfir lélegum götum, holunum sem geta stórskemmt bíla eru embćttismenn sendir til ađ bera í bćtiflákann, borgarstjóri er ekki til viđtals.
 • Ţegar braggamáliđ ţarfnast útskýringa er borgarstjóri í kynnisferđ í Japan.

Og svo er ţađ hitt. Á skrifstofu borgarstjóra starfa tólf manns viđ ţađ eitt ađ láta Dag B. Eggertsson líta vel út í fjölmiđlum. Mata hann međ upplýsingum og afvegaleiđa fjölmiđla. Nei, nei, nei. Ţetta er ekki nein spilling. Ađeins ţjónusta viđ fjölmiđla.

 


Elías Snćland Jónsson

Hann er dáinn, fréttastjórinn sem stjórnađi á Vísi ţann stutta tíma sem ég var ţar í blađamennsku. Ţetta var bara eitt ár en Elías Snćland Jónsson hafđi meiri áhrif á mig en margur annar. Hann var snjall blađamađur, góđur íslenskumađur og hafđi skýra hugmynd um hvernig ćtti ađ skrifa frétt.

Ég var ekki eftirlćti hans á Vísi. Ábyggilega hyskinn og illa skrifandi. Á fyrsta starfsdegi mínum var ég sendur niđur í miđbć til ađ taka viđtal. Ég fór út og tók auđvitađ strćtó fram og til baka. Elías hló ađ mér og nćst fékk ég svokallađa „beiđni“, ávísun til ađ afhenda leigubílstjóra sem greiđslu fyrir ferđina. 

Ţannig var háttađ störfum á Vísi ađ blađamenn skiluđu fréttum sínum inn til Elíasar. Veit ekki um ađra en í minningunni lét hann mig stundum setjast međan hann las fréttina yfir og strikađi oftar en ekki í hana međ rauđu penna. Ţá ţurfti ég ađ fara til baka inn á básinn minn, setja nýtt blađ í snjáđa ritvél og skrifa fréttina upp aftur, laga villurnar og umorđa. Skelfing var ţetta nú leiđinlegt. En ég lćrđi og hafđi vit á ađ tileinka mér ţađ sem mér var kennt. Smám saman fćkkađi fundum okkar Elíasar, oftast nćgđi ađ ég setti fréttina í bakkann hjá honum. Hann leiđrétti örugglega einhver smáatriđi en var frekar sáttur međ strákbjánann.

Reglur Elíasar voru međal annars ţessar, minnir mig:

 1. Skrifa á góđu máli.
 2. Skipuleggja fréttina.
 3. Byrja fréttina á ađalatriđunum, koma síđar međ smáatriđin.
 4. Nota millifyrirsagnir ţegar fréttin er í lengra lagi
 5. Vanda ađalfyrirsögnina.

Uppeldiđ var gott en ţegar ég fluttist yfir á annađ útgáfufyrirtćki var enginn Elías ţar. Ţví miđur og útgáfan bar ţess glögg merki.

Ekki eru margir blađamenn góđir skrifarar. Svo ótalmargir byrja frétt á aukaatriđum og loks í lokin koma ađalatriđin. Enginn leiđbeinir ţeim, enginn Elías krotar í próförkina og sendir hana til baka.

Í dag virđast íslenskir fjölmiđlar sárlega „elíasarlausir“. Svo virđist sem enginn gćti ađ málfari, enginn sem leiđbeinir nýliđum. Fjölmargir blađamenn, fréttastjórar og jafnvel ritstjórar eru hörmulega lélegir sögumenn, bera ekkert skynbragđ á eđli sögu, frásagnar, fréttar.

Óskaplega margar fréttir eru skrifađar í belg og biđu. Verst er ţó ađ oft er lesandinn engu nćr um efni fréttarinnar, ţađ týnist í blađrinu. Mismćli, tafs og hikorđ viđmćlenda rata í fréttaskrifin. Engu líkar er en ađ margir blađamenn vilji niđurlćgja viđmćlendur sína međ ţví ađ skrifa orđrétt upp eftir ţeim. Elías Snćland hefđi ábyggilega tekiđ getađ leiđbeint liđinu.

Eftir ađ ég hćtti á Vísi hitti ég Elías afar sjaldan. Kom einu sinni til hans á Vísi ţegar fyrsta tölublađ tímaritsins Áfanga kom út og afhenti honum. Hann hrósađi mér hćfilega, brosti, og síđan hef ég ekki séđ hann.

Ég hef notiđ ţeirra gćfu ađ hafa haft nokkra eftirminnilega og góđa kennara í skóla og eftir ađ honum lauk - og lćrt af ţeim. Elías Snćland er einn ţeirra.  Ţekkti manninn sama og ekkert en minnist hans engu ađ síđur međ hlýju vegna ţess sem honum tókst ađ kenna mér. Fyrir ţađ ber mér ađ ţakka ţó of seint sé. 

Jarđarförin var 29. apríl 2022.

 


Björn Leví ţingmađur pírata og hálfsannleikurinn

Ţegar fjármálaráđherra seldi pabba sínum banka á afslćtti á dögunum ţá var ţađ spilling - sama hvađ fjármálaráđherra dettur í hug ađ segja til ađ afsaka ţann gjörning. Ţegar fađir fjármálaráđherra kaupir eitthvađ í lokuđu útbođi sem sonur hans ber ábyrgđ á kallast ţađ spilling.

Ţetta segir ţingmađur hálfsannleikans Björn Leví Gunnarsson í grein í Morgunblađinu 9.2.22. Eins og alltaf endurspeglar hálfsannleikur aldrei stađreyndir.

Ţegar Björn segir frá gerđum annarra tapast yfirleitt mikilvćgar stađreyndir og lesandinn les ađeins lygi. Ţingmađurinn notar öll ráđ til ađ koma höggi á pólitískan andstćđing. Ţađ er háttur pópúlista.

- Keypti fađir fjármálaráđherrans Íslandsbanka? 

Nei, hann keypti hlut í banka. Fyrirtćkiđ hans, Hafsilfur ehf. keypti 0,1042% hlut í bankanum. Til ţess ađ kaup bankann vantar hann til viđbótar 99,9% hlutabréfa.

- Af hverju segir ţá Björn ţingmađur pírata ađ pabbinn hafi keypt bankann?

Vegna ţess ađ ţađ hljómar betur. Birni er sama ţótt hann ljúgi, lygin er sennilegri en raunveruleikinn.

- Er ţađ spilling ađ fađir fjármálaráđherra keypti 0,1% hlut í bankanum?

Nei. Mađurinn er fjárfestir og hafđi fullt leyfi til ađ kaupa hlutabréf Íslandsbanka.

- Á mađur ađ gjalda ţess ađ vera fađir sonar síns?

Já, auđvitađ, sé sögumađurinn pópúlisti og pólitískur andstćđingur. 

Fyrir nokkrum árum var mikiđ rćtt um ađ Tryggingastofnun ríkisins hefđi ekki leyfi til ađ skerđa bótarétt ţess sem átti maka er var međ tekjur sem voru yfir viđmiđunarmörkum, vćru tekjur beggja lagađar saman. Rökstuđningurinn gegn ţessu var einfaldur; hver mađur er sjálfstćđur og ţađ er ósanngjarnt ađ ríkisstofnun spari á ţví ađ gera annan makann réttindalausan vegna tekna hins. Rökin eru bara ansi góđ. 

Ţađ hlýtur ađ vera frétt ađ Björn Leví Gunnarsson, ţingmađur Pírata, vilji gera föđur fjármálaráđherra réttindalausan međ lögum.

- Til hvers er Bankasýslan?

Hún fer međ eignir ríkisins í fjármálafyrirtćkjum ekki fjármálaráđherra. Honum er óleyfilegt samkvćmt lögum ađ skipta sér af störfum hennar. Til ţess er leikurinn gerđur.

- Björn segir í greininni ađ ţegar tilbođ í eignarhlutinn í Íslandsbanka liggi fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráđherra rökstuddu mati á ţeim. Ber fjármálaráđherra ţá ekki ábyrgđina?

Hvađ átti ráđherrann ađ gera? Hefđi hann hafnađ mati Bankasýslunnar hefđi hann veriđ sakađur um spillingu. Ţegar hann samţykkir álitiđ er hann sakađur um spillingu.

Hefđi ráđherrann hafnađ áliti Bankasýslunnar vćri komiđ fordćmi. Nćsti ráđherra gćti á grundvelli ţess samţykkt eđa hafnađ mati Bankasýslunnar og ţá vćru hún búin ađ vera. Međ synjun á mati Bankasýslunnar vćri gengiđ gegn anda laganna sem segir ađ ráđuneytiđ skuli vera armslengd frá stofnuninni og sama stađa vćri komin upp og fyrir hrun. Vill fólk slíka afturför?

- Ber ráđherra ábyrgđ á mistökum undirstofnunar?

Faglega séđ, ekki pólitískt. Enginn gerir til dćmis kröfu til ađ samgönguráđherra segi af sér vegna mistaka Vegagerđarinnar í lagningu malbiks.

Ekki er hćgt ađ kenna borgarstjóranum í Reykjavík um ađ hafa ekki fyllt upp í holur í götum borgarinnar. Jú, annars ţađ er líklega hćgt.

Eđa ađ píratar í borgarstjórn beri ábyrgđ ađ óhóflegri skuldasöfnun Reykjavíkurborgar. Úbbbs. Ţarna var ég aftur óheppinn međ dćmi. Auđvitađ bera ţeir ábyrgđ á henni rétt eins og braggamálinu í Nauthólsvík.

- Er braggamáliđ spilling?

Nei, nei, bara heiđarleg tilraun til ađ gera eitthvađ fallegt fyrir borgina. Komst kaldhćđnin til skila?

Björn ţingmađur pírata hefur aldrei nefnt braggamáliđ. Hvers vegna? Jú, píratar í borginni bera ábyrgđ á ţví og ţađ ţjónar ekki pólitískum hagsmunum ţingmannsins ađ berjast gegn annarri en ţeirri sem hann ímyndar sér ađ finna megi hjá pólitískum andstćđingum.

- Niđurstađan er ţessi.

Spilling er vissulega slćm en falsfréttir og lygi eru jafnvel enn verri. Ţó kann ađ vera ađ upphaf falsfrétta sé ásetningum um ađ ljúga. Afleiđing lyga er oftast spilling.

Óheiđarlegur stjórnmálamađur er yfirleitt sá sem níđir andstćđinga sína, sleppir rökum og grípur til hálfsannleika, lyga.

Pópúlisminn grasserar á Alţingi ekki síst hjá góđa fólkinu, ţeim háheilögu sem hafa jafnan hćst. Rök skipta engu máli.

Sagt er ađ raunveruleikinn sé oft ćđi ósennilegur, góđ saga ţarf ađeins ađ vera sennileg. Sama er međ hálfsannleikann.

Ef viđ leyfum Birni Leví Gunnarssyni ađ slá ryki í augu ţjóđar og komast upp međ enn ein ósannindin sem ţingmađur á Alţingi Íslands er ég ansi hrćddur um ađ hvorki Geir né guđ dugi til ađ blessa Ísland.


Ţingmađur Samfylkingarinnar ásakar ađra en er sjálfur engu skárri

Viđ hér inni hljótum ađ gera skýlausa kröfu um ađ hann svari fyrir framgöngu sína en sýni ekki fjölmiđlum bara afturendann á sér.

Ţetta sagđi Jóhann Páll Jóhannsson ţingmađur Samfylkingarinnar í umrćđum á Alţingi samkvćmt frétt í Stundinni. Hann ćsti sig heil ósköp vegna ummćla formanns Framsóknarflokksins um framkvćmdastjóra Bćndasamtakanna. Formađurinn bađst afsökunar enda hafđi honum orđiđ mikiđ á.

Nokkrum dögum síđar tređur Jóhann Páll Jóhannsson, ţingmađur Samfylkingarinnar í rćđustól Alţingis og segir samkvćmt mbl.is:

En hingađ kem­ur hćst­virt­ur fjár­málaráđherra, ný­bú­inn ađ selja pabba sín­um rík­is­eign, ný­bú­inn ađ selja viđskipta­fé­lög­um sín­um frá út­rás­ar­ár­un­um eign­ir al­menn­ings, ný­bú­inn ađ selja fólki međ dóma fyr­ir efna­hags­brot á bak­inu, ný­bú­inn ađ selja sak­born­ingi í um­fangs­mikl­um mútu­brota­máli eign­ir al­menn­ings, og seg­ir okk­ur ađ svart sé hvítt og hvítt sé svart og ţess­um ţvćtt­ingi eig­um viđ bara ađ sitja und­ir.

Hvađ kallast svona tvítal? Ţingmađurinn ţykist gegnheilagur ţegar hann talar um formann Framsóknarflokksins en leyfir sér síđar ađ snúa viđ blađinu og tala til annarra eins og sá sem hann gagnrýndi. Hann beinlínis lýgur eins og hann er langur til. 

Ljóst er ađ ţingmađurinn er engu skárri en formađur Framsóknarflokksins og jafnvel verri. Úthúđar framsóknarmanninum fyrir orđ hans en hrakyrđir formann Sjálfstćđisflokksins.

Gćttu orđa ţinna mađur svo ţú verđir ekki dćmdur fyrir sömu sakir og ţú ásakar ađra um.

Jóhann Páll Jóhannsson ţingmađur Samfylkingarinnar á greinilega afar örđugt međ ađ rökrćđa. Honum lćtur betur ađ hrópa og ćpa svívirđingar. Jóhann Páll kann ekki ađ skammast sín og svona götustráka ţarf Samfylkingin til ađ komast í fréttirnar, vekja athygli á ömurlegum málstađ sínum.

Og undir svona bulli Samfylkingarinnar eigum viđ almenningur bara ađ sitja undir.

 

 

 


Ţykistuleikurinn gegn Rússum

Ţjóđverjar eru búnir ađ reikna út ađ verđi lokađ fyrir orkuna frá Rússlandi myndi skella á efnahagskreppa. Kórónuveiran hefđi lokađ ţjónustugeiranum, en ţessi kreppa myndi bitna á hjarta ţýsks iđnađar og leiđa til ţess ađ landsframleiđsla myndi dragast saman um allt ađ ţrjá af hundrađi [3%]. Ţá yrđi dýrara ađ útvega orkuna. Ţađ myndi hafa áhrif á verđlag og jafnvel draga úr samkeppnishćfni ţýskrar framleiđslu.

Ţessi athyglisverđu orđ eru í leiđara Morgunblađsins 26. mars 2022. Ţýsk stjórnvöld gráta af ţví ađ ţađ er of dýrt ađ refsa Rússum fyrir stríđsreksturinn í Úkraínu. Úr ţessu má lesa ađ efnahagslegar refsiađgerđir mega ekki vera of dýrar fyrir ţá sem beita ţeim og ţetta virđist vera útbreitt skođun í Evrópu. Friđelskandi fólk vill auđvitađ ekki borga of mikiđ fyrir friđinn en krefjast hans engu ađ síđur.

Ţvílík della. Ţađ verđur dýrt ađ stöđva Rússa, fylgi hugur máli, sem vissulega má draga í efa. Svona er allt sýndarmennska, innihaldslaust mal og tal sem engu skiptir.

Og ţú, lesandi góđur. Ertu međ í baráttunni fyrir friđi ef efnahagslegar refsiađgerđir gegn Rússum muni kosta ţig sem nemur 20% af tekjum ţínum eđa kaupmćtti?

Nei, auđvitađ ekki. Ţú ert engu skárri en ađrir í Evrópu í ţykistuleiknum gegn Rússum. 

Hingađ til hafa Rússar ađeins hrist sig vegna refsiađgerđanna en halda svo áfram ađ drepa fólk í Úkraínu og sprengja borgir og bći í tćtlur. Á međan berast óstađfestar fréttir sem eiga ađ gera okkur, almenning, ánćgđa međ refsiađgerđirnar. Her Rússa er í vandrćđum, Pútín er veikur og rússnesku almenningur muni bylta stjórninni í Kreml. Svona sögur bera öll einkenni falsfrétta.

En, en, en ... ţađ er búiđ ađ taka flugvélar, hús og snekkjur af rússnesku auđmönnunum, ólígörkunum, kannt ţú ađ segja. Ţetta skiptir engu máli. 

Rússar hafa ekki lent í miklu vanda vegna refsiađgerđanna. Kínverjar hjálpa ţeim. Jafnvel íslensk fyrirtćki sem seldu til Rússlands senda nú vörur ţangađ í gegnum Kína. Allt lekur í gegn rétt eins og gasiđ og olían til Ţýskalands, hveitiđ og byggiđ til Frakklands, og SWIFT er bara orđin tóm ţví auđvitađ ţarf ađ borga fyrir lekann frá Rússlandi.

Dettur einhverjum í hug ađ baráttan gegn stríđsrekstri Rússa muni ekki verđa Evrópu dýr sé tilgangurinn raunverulega sá ađ stöđva stríđsvél innrásarliđsins.

Efnahagslega refsiađgerđir eiga ađ vera ţannig ađ almenningur í Rússlandi ţjáist og helst rísi upp gegn stjórnvöldum. Til ţess er leikurinn gerđur.

Aldrei hafa efnahagslegar refsiađgerđir veriđ nógu harđar og verđa ţađ ekki nema ţví ađeins ađ almenningur hérna megin finni fyrir ţeim. Öllum samskiptum viđ Rússa ţarf ađ hćtta og ţađ mun óhjákvćmilega leiđa til tímabundinna óţćginda hérna megin járntjaldsins nýja.

Ţjóđverjar eru eins og allar ađrar ţjóđir. Gráta tapađ fé. Evrópuţjóđunum finnst betra ađ láta Úkraínumenn ţjást en verđbólgan vaxi, vextir hćkki, samkeppnishćfnin minnki, ferđaţjónustan stađni, atvinnuleysi aukist, hagvöxtur hrynji, međ öđrum orđum; ađ allt stefni í kalda kol.

Ágćti lesandi. Ţú ert eflaust á móti stríđi, manndrápum og eyđingu borga og bćja svo framarlega sem baráttan kosti ţig ekki nema örfáar krónur sem ţú veiđir sjálfur upp úr buddunni. 

Viđ fordćmum Pútín og rússnesk stjórnvöld og teljum okkur til góđa fólksins en erum ekki tilbúin til ađ borga fyrir friđinn. Hann er síst af öllu ókeypis.


Mćli međ ţessum í prófkjörinu í Reykjavík

Hverja á ađ kjósa í prófkjöri Sjálfstćđisflokksins vegna borgarstjórnarkosningunum?

Margir velta ţessu fyrir sér og sumir hafa spurt mig ráđa. Ég fć ekki ađ kjósa lengur í Reykjavík, flúđi ţađan og í Kópavogi og ţar hef ég lagt mitt lóđ á vogarskálarnar í prófkjörinu sem var um síđustu helgi.

Vćri ég búsettur í Reykjavík fengju ţessi mitt atkvćđi:

 1. Hildur Björnsdóttir
 2. Marta Guđjónsdóttir
 3. Kjartan Magnússon
 4. Örn Ţórđarson
 5. Ólafur Guđmundsson
 6. Birna Hafstein
 7. Valgerđur Sigurđardóttir
 8. Helgi Áss Grétarsson
 9. Ragnheiđur J. Sverrisdóttir

Fyrstu fimm frambjóđendurna ţekki ég persónulega. Hildur Björnsdóttir eru tvímćlalaust efni í traustan leiđtoga og mun án efa draga fjölda atkvćđa ađ, hörkudugleg og vel máli farin.

Marta, Kjartan, Örn og Ólafur búa yfir gríđarlegri ţekkingu í borgarmálum og hafa aldrei látiđ meirihlutann í borgarstjórn eiga neitt inni hjá sér. Ţetta fólk verđur bakbeiniđ í borgarstjórnarlista flokksins.

Ţekking Ólafs Guđmundssonar í samgöngumálum er mikil og hefur hann gagnrýnt meirihlutann harđlega fyrir bulliđ međ borgarlínuna og öryggismál í umferđinni.

Ađrir koma nýir inn í borgarmálin. Birna Hafstein hefur getiđ sér góđs orđs í menningarmálum og er ţekkt fyrir fagmennsku og lipurđ. 

Valgerđur Sigurđardóttir er borgarfulltrúi og leggur međal annars áherslu á húsnćđismál sem meirihlutinn í borginni hefur klúđrađ eftirminnilega.

Helgi Áss Grétarsson er harđur gagnrýnandi borgarlínunnar og telur ađ hún sé alltof dýrt mannvirki.

Ragnheiđur J. Sverrisdóttir hefur unniđ ađ velferđarmálum og međ heimilislausum međ miklar og flóknar ţjónustuţarfir.

Í prófkjörinu tekur núna ţátt einvalaliđ traustra Sjálfstćđismanna. Ţví miđur má ađeins kjósa níu frambjóđendur, ekki fleiri og ekki fćrri og ekki skrifa neitt annađ en númer viđ nöfnin, annars er atkvćđiđ ógilt.

Kosiđ er á föstudaginn frá 11 til 18 og á laugardaginn frá 9 til 18. Kjörstađir eru ţessir:

 • Valhöll, Háaleitisbraut 1
 • Árbćr, félagsheimili Sjálfstćđisflokksins, Hraunbć 102
 • Grafarvogur, félagsheimili Sjálfstćđisflokksins, Hverafold 1-3
 • Breiđholt, félagsheimili Sjálfstćđisflokksins, Álfabakka 14a (Mjódd)
 • Vesturbćr, Fiskislóđ 10

Ég hvet fólk til ađ kjósa. Nú er tími til ađ búa til öflugan lista Sjálfstćđisflokksins og losna viđ vinstri meirihlutann. 


Veđurspár og -fréttir voru einfaldari í gamla daga

HvarfMjög djúp lćgđ er vćntanleg ađ Hvarfi í fyrramáliđ. Sendir hún skil yfir landiđ međ stormi eđa roki, talsverđri rigningu og hlýnandi veđri.

Svo segir í fréttum Veđurstofu Íslands á Fésbókinni. Ekki veit ég hvar á landinu Hvarf er og af ţví er mikiđ mein. Stofnunin er stundum dálítiđ dul međ landafrćđina sína, gefur takamarkađar upplýsingar. 

Til dćmis rignir aldrei í Grennd (Grend) en alltaf einhver stađar í sama hreppi, til dćmis á Stökustađ sem er alrćmt rigningarbćli.

Svo er ađ eđlisfrćđin. Ekki veit ég hvađ kallast kaldur loftmassi og ekki heldur heitur loftmassi. Og hvađ gerist hittist svona massar tveir af ólíkum uppruna? Er ţađ eins og ţegar heitt vatn og kalt vatn blandast saman og úr verđur volgt vatn? Nei, ábyggilega ekki. Miklu frekar ađ ţá verđi dómsdagsfárviđri nema auđvitađ í Grennd.

Svo er ţađ hjaliđ um vindinn. Aldrei hvessir á Íslandi, aldrei lćgir. Vindur er ýmist mikill eđa lítill, hann minnkar eđa stćkkar (eykst). Öll börn vissu í gamla daga hvađ kul ţýddi, gola, gjóla, rok, hvassviđri, stormur og fárviđri. Foreldra sóttu ekki börnin í skólann á ţessum dögum, ţau komu sér sjálf heim, börđust móti slagveđri, stormi  og skafrenningi sem Vegagerđin kallar í dag „snjórenning“.

Í gamla daga hlustuđu afi og amma og pabbi og mamma og börnin á veđurspána í útvarpinu. Ţá var ţulan ţessi (halda skal fyrir nefiđ međan lesiđ er upphátt og draga seiminn):

Reykjavííík, rigniiing, suđaustaaaan átta vindstiiig, skyggniii fjórtán kílómetraaar, hiti fégur stiiig, loftţrýstingur hćkkandiii.

Ţá var talađ um rigningu, afar sjaldan úrkomu, aldrei vind, enga metra á sekúndu. Loftmassar voru ekki til né heldur ţrýstilínur. Engum hefđi dottiđ í hug ađ tala um „austurströndina“, „norđurströndina“ eđa „vesturströndina“. Jú, suđurströndin hefur veriđ til frá ţví nokkru fyrir landnám enda ein og samfelld frá Ţorlákshöfn og austur fyrir Hornafjörđ.

Og aldrei sendu lćgđi eitt eđa neitt. Ţćr komu bara og fóru međ öllum sínum ósköpum rétt eins og farţegi úr strćtó eđa flugvél.

Enginn sagđi suđurSTRÖNDINA, ţađ er međ áherslu á seinni helming orđsins; NorđaustanLANDS, FaxaFLÓA, VestFIRĐI og svo framvegis.

Nú er sjaldnast tala um snjó á jörđu. Vegagerđin fann upp orđiđ „snjóţekja“ sem ţykir víst afar gáfulegt. Ţó snjór sé á Stökustađ segir Vegagerđin ađ ţar sé „snjóţekja“, jafnvel ţó landiđ sé flekkótt, engin ţekja allt ađ Grennd. Ţar snjóar aldrei.

Á myndinni sjást ţeir stađir á landinu sem bera örnefniđ Hvarf samkvćmt upplýsingum Landmćlinga. Og nú rennur loks upp fyrir mér ađ syđst á Grćnlandi er Hvarf. Má vera ađ öllum hafi veriđ ţađ ljóst. Ég ţurfti samt ađ skrifa ţennan pistil áđur en ţađ kviknađi á perunni hjá mér. Nenni ekki ađ henda honum.

En hvađ varđ eiginlega um veđurskipiđ Bravó?


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband