Barbie ţenađi - lofthelgi yfir landi - vel tókst ađ tímasetja gos

Orđlof

Minna starfshlutfall

Ekki hefi ég ákveđnar skođanir á ţví hvort ţađ var rétt ákvörđun ađ loka sendiráđinu í Moskvu. Ţađ hefđi kannski mátt draga úr starfseminni eins og hin norrćnu löndin gerđu í sínum sendiráđum. 

Ţađ var líklega erfiđara fyrir okkur ađ gera ţađ ţví ţađ eru bara fáar hrćđur starfandi í okkar sendiráđi. En samt hefđi mátt draga úr umfanginu, t.d. međ ţví ađ láta sendiherrann sofa til hádegis annan hvern dag. 

Ţórir S. Gröndal rćđismađur í Ameríku í grein í Morgunblađinu 8.8.823. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Ađ sögn Magnús­ar Tuma Guđmunds­son­ar, jarđeđlis­frćđings, er óró­inn ekki enn kominn niđur í bak­grunns­gildi.“

Frétt á mbl.is. 

Athugasemd: Hvađ er átt viđ međ „bakgrunnsgildi“? Af hverju skýrir blađamađurinn ekki orđiđ út fyrir lesendum? Blađamađur ţarf ađ vera gagnrýninn í störfum sínum. Spyrja, spyrja og spyrja.

Tillaga: Engin tillaga.

2.

Kallar eftir lengri frest fyrir Níger.“

Frétt á mbl.is. 

Athugasemd: Orđalagiđ „kalla eftir“ skilst ekki. Er veriđ ađ biđja um lengri frest, óska eftir honum, krefjast, heimta eđa álíka. Tillagan miđast viđ efni fréttarinnar.

Líklega er heimild blađamannsins fréttveitan Reuters en ţar stendur í fyrirsögn: 

Italy calls on West African states (ECOWAS) to extend Niger ultimatum.

Ţýđing blađamannsins verđur ađ teljast frekar hrađsođin enda ţýđir enska orđalagiđ „calls on“ ekki ađ einhver hafa kallađ eđa kallađ eftir. Líklega hefur utanríkisráđherrann skorađ á Afríkuríkin ađ veit lengri frest.

Tillaga: Vilja lengri frest fyrir Niger.

3.

Barbie ţénađi meira en millj­arđ.“

Frétt á ruv.is. 

Athugasemd: Ţetta skilst en kvikmyndin Barbie ţénar ekki neitt frekar en bíll eđa ađrir dauđir hlutir. Framleiđendur myndarinnar hafa hins vegar ţénađ á henni og ţađ allvel. Ţó verđur ađ viđurkenna ađ í fljótu bragđi er nokkuđ snúiđ ađ orđa ţetta á annan hátt en segir í tillögunni.

Blađamenn sem hafa ekki alist upp viđ lestur skilja stundum ekki orđin sem ţeir grípa til. Sögnin ađ ţéna er fallegt orđ og merkir ađ vinna sér inn pening. 

Ţađ er skylt orđinu ţjóna, ţénari og ţénasta. Stundum er sagt ađ ţénustan hafi veriđ góđ og er ţá átt viđ ađ ţjónustuna, til dćmis á veitingahúsi. Í dönsku finnst orđiđ „tjenlig“ einni „tjene“ og svipuđ orđ í öđrum norđurlandamálum 

Tillaga: Meira en milljarđur í tekjur af Barbie.

4.

Herstjórnin í Níger hefur lokađ lofthelgi yfir landinu vegna …“

Frétt á ruv.is. 

Athugasemd: Alkunna er ađ lofthelgi landa er hvergi annars stađar en yfir ţeim eins og orđiđ bendir til. Til ađ ekkert misskiljist tekur blađamađurinn ţađ fram ađ hún sé yfir landinu. Ţađ er góđra gjalda vert.

Tillaga: Herstjórnin í Níger hefur lokađ lofthelgi landsins vegna …

5.

Allt ţýfi var endurheimt úr nćturráni í Skerjafirđi.“

Frétt á dv.is. 

Athugasemd: Orđaröđin skiptir máli. Tillagan er skárri.

Tillaga: Allt ţýfi úr nćturráni í Skerjafirđi hefur veriđ endurheimt.

6.

Telja má jákvćtt viđ nýafstađiđ gos hve vel tókst ađ tímasetja ţađ.“

Forystugrein Morgunblađsins 8.8.23.

Athugasemd: Ţetta er óskiljanlegt. Í orđunum felst ađ mannlegur máttur hafi komiđ gosinu af stađ. Flest bendir til ađ svo sé ekki.

Tillaga: Engin tillaga.


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband