Handarbaksvinnubrögđ löggunnar og Almannavarna

Ţegar gaus í fyrra skiptiđ viđ Fagradalsfjall varđ Suđurnesjalöggan og Almannavarnir sér til skammar vegna handarbaksvinnubragđa og ţekkingarleysis. Bćta má Vegagerđinni viđ sem lét hafa sig í ađ ganga erinda löggunnar. Suđurstrandavegur frá vegamótunum viđ Kleifarvatnsveg og allt vestur ađ Grindavík var lokađur um heila helgi og ţví boriđ viđ ađ skemmdir vćru á veginum vegna jarđskjálfta. Ţađ var fyrirsláttur.

Ţúsundir manna vildu sjá eldgosiđ en löggan og Almannavarnir létu ţađ ađ ganga frá Grindavík eđa jafnvel Bláa lóninu. Mörgum reyndist ţađ erfitt, meira en 20 km báđar leiđir yfir ógreiđfćrt hraun.

Í upphafi var međ öllum ráđum reynt ađ tálma för fólks ađ gosstöđvunum. Allt fór í flćkju ţangađ til einhverjum datt í hug ađ búa til bílastćđi svo ekki ţyrfti ađ skilja bíla eftir á vegkanti. 

Fullyrt var ađ eldgosiđ vćri öllum hćttulegt. Ţađ var rangt. Jarđfrćđingar og allir ţeir sem eitthvađ ţekkja til jarđfrćđi vissu frá upphafi ađ engin hćtta var á ferđum. Ţetta var sprungugos međ stefnuna suđvestur-norđaustur eins og flest önnur eldgos hafa veriđ á Reykjanesi. 

Ađeins ein eldsprunga opnast úr hverjum kvikugangi, ekki tvćr og aldrei samsíđa. Hins vegar getur sprungan veriđ slitrótt, ekki löng og samfelld.

Jarđeđlisfrćđingur sagđi gosiđ vera rćfil sem reyndist rétt ţó svo ađ fjölmiđlar og fleiri reyndu ađ gera grín ađ honum fyrir vikiđ.

Löggan á Suđurnesjum og Almannavarnir ákváđu seint og um síđir ađ ryđja ekki gönguleiđ um Nátthagadal sem ţó var einfaldasta og besta leiđin ađ gosstöđvunum. Fullyrt var ađ kvikugangur  vćri undir dalnum. Ţađ var síđar dregiđ til baka.

Gönguleiđ A reyndist torsótt fyrir flesta. Hún var löng og ógreiđfćr. Versti farartálminn var löng og brött brekka sem var afar erfiđ fyrir flesta. Ţá var brugđiđ á ţađ ráđ ađ setja langan kađal í brekkuna til ađ göngufólk gćti handstyrkt sig upp. Enginn fjallamađur hefđi mćlt međ ţví. Skynsamlegra hefđi veriđ ađ setja upp nokkra styttri kađla. Margir misstu takiđ á kađlinum er hann sveiflađist til og frá.

Svo datt löggunni og Almannavörnum ţađ snjallrćđi í hug ađ sneiđa framhjá kađalbrekkunni og fara upp gil skammt austan viđ hana. Vissu ţeir ekki af gilinu, fóru ţeir aldrei á stađinn, lásu ţeir ekki landakort? Uppferđin reyndist ţar ađeins skárri, engan kađal ţurfti. Loks datt sófaköllum í huga ađ nota jarđýtu til ađ ryđja leiđina, gera sneiđing framhjá ţessum tveimur áđurnefndu bröttu brekkum. Ţađ var skynsamlegt.

IMGL7154Aldrei flögrađi ađ ţeim í löggunni og Almannavörum ađ gera gönguleiđ um Nátthagadal. Ţess í stađ var fólk ţvingađ um leiđir sem nefndar voru A, B og C. Svo voru sett skilti hingađ og ţangađ sem áttu ađ vara fólk viđ ţví ađ slasa sig. Hvergi var neitt gagn af ţessum skiltum og óskiljanlegt hvernig ţeim var valinn stađur.

Varla hefur nokkur mađur í löggunni eđa Almannavörnum neina reynslu af fjallamennsku. Einfaldast hefđi veriđ ađ tala viđ Ferđafélag Íslands og biđja félaga ţar um ađ marka bestu leiđir ađ gosstöđvunum. Í ţví er mikil reynsla af ferđalögum og gerđ gönguleiđa. Auđvitađ datt engum í hug ađ tala viđ ţá sem hafa ţekkingu eđa reynslu. Ţess í stađ remmdust ţeir sófaliđinu í löggunni og Almannavörnum ađ finna upp hjóliđ. Ţađ tókst illa.  

Tvćr gönguleiđir á gosstöđvum reyndust bestar. Ókunnugir ţurftu ađeins ađ skođa landakort og ţá sást ađ Nátthagadalur og Langihryggur hentuđu best. Löggan og Almannavarnir virtust ekki kunna á landakort.

Um síđir rann hraun yfir allar gönguleiđir löggunnar og einnig í Nátthagadal. Ađeins Langihryggur hefur enst. Leiđin ţar upp var unnin međ jarđýtu og var skynsamlega ađ verki stađiđ.

Önnur gönguleiđ varđ óvart til. Međ jarđýtu voru gerđir sneiđingar upp kađalbrekkuna sem nefnd var hér á undan. Ástćđan var sú ađ gera ţurfti ryđja leiđigarđa ţar fyrir ofan. Dugđu ţeir vel, stýrđu hrauni ofan í Nátthagadal.

IMGL7288Löggan ţurfti samt ađ setja gula plastborđa fyrir leiđina svo fólk fćri sér ekki ađ vođa. Fćstir létu ţá trufla ferđir sínar. Um síđir fuku ţeir út í veđur og vind. Sprćkir göngumenn gengu upp á Fagradalsfjall og fengu ţađan frábćrt útsýni ađ gosstöđvunum. Ţegar gaus í Meradal fóru margir ţessa leiđ. Löngu síđar kom löggan á eftir međ jarđýtuna sína og ruddi leiđina. Ţađ var ţakkarvert ţó stutt vćri í goslok. Sem sagt, fólk markađi leiđina og löggan elti.

Svo ákveđin var löggan og Almannavarnir í ţví ađ bjarga fólki frá heimsku sinni ađ bannađ var fyrir börn innan tólf ára ađ fara ađ gosstöđvunum í Meradal. Ekki reyndist lagastođ fyrir ţeirri ákvörđun. Ţegar kveđiđ var upp úr međ ţađ var gosiđ löngu búiđ en fjöldi barna hafđi engu ađ síđur fariđ međ sínu fólki til ađ sjá ţađ. Fólk virđir bjánalegar skipanir ađ vettugi.

Nú virđist sem ađ aftur muni gjósa viđ Fagradalsfjall. Vera má ađ sófakallarnir í Suđurnesjalöggunni og Almannavörum hafi lesiđ sér til í fjallamennsku. Ţađ dugar hins vegar ekki. Menn lćra af reynslunni. 

Sófakallarnir ćttu ađ hringja í Ferđafélagiđ og biđja ţá sem ţar stjórna um ađ skipuleggja leiđir ađ nýjustu gosstöđvum. Vit er í ađ fá ađstođ, vitleysa ađ ana áfram. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband