Déskotinn ...

Ég var fyrsti mađurinn í Ríkiđ ţennan Ţorláksmessumorgun ţegar ađventan reyndi af veikum mćtti ađ lýsa upp skammdegismorguninn. Auđvitađ vildi ég gera mitt til ađ gera tilveruna bjartari.

Gekk ţví út í rökkriđ međ nokkra bjóra í fanginu og rándýra koníaksflösku. Áđur en ég bakkađi út úr stćđinu smellti ég einum bjór opnum međ annarri hendi, „međ einari“ eins og viđ strákarnir segjum stundum. Munađi ekkert um ţađ. Snjall, hugsađi ég og glotti eins og Skarphéđinn forđum í brennunni. Hjá mér var önnur glóđ sem ég hugsađi gott til.

Ég bakkađi og ók síđan áfram en komst ekki út. Ţar sem ég hafđi ekiđ inn kom bíll á móti mér og ađ auki var ţarna bannskilti; Útakstur bannađur. Ég glotti eins og Skarphéđinn í liđsbón á Ţingvöllum. Umsvifalaust beygđi ég til hćgri og ţađ ískrađi nćstum ţví í dekkjum. Flott.

Viđ hitt hliđiđ biđu nokkrir bílar eftir ađ komast út. Ég teygđi mig í bjórinn og var kominn međ hann ađ vörunum ţegar ég tók eftir mótorhjólalöggumanni međ hvítan hjálm sem stóđ viđ fremsta bílinn.

Hvađ í fjandanum er löggan ađ gera? hugsađi ég međ mér. Ofurnćmur skilningur minn á ađstćđum var slíkur ađ svariđ var lá mér í augum uppi. Varlega lagđi ég bjórinn frá mér í flöskuhólfiđ á milli sćtanna, setti húfuna mína ofan á og svo hann sćist nú ekki. Svo opnađi ég alla glugga til ađ lofta út gufunni úr bjórnum sem ég hafđi opnađ.

Löggan var međ eitthvađ tćki og otađi ţví ađ mér.

Hvađ er ţetta, spurđi ég áhyggjufullur.

Ţađ kemur í ljós, sagđi löggan og brosti feimnislega. Blástu.

„Má ég ekki bara koma síđar, spurđi ég. Ţví ţegar ţarna var komiđ sögu sá ég dálítiđ eftir ţví ađ hafa burstađ tennurnar í morgun upp úr vodka, en ţá hafđi mér fundist ţađ alveg rosalega fyndiđ. Andremman sem fylgdi var hins vegar ekki góđ. Ég át ţví piparkökur frá Bónusi í morgunmat til ađ eyđa bragđinu.

Löggan hló og hélt ég vćri ađ gera ađ gamni mínu.

Sko, ég verđ örugglega betur upplagđur á morgun, fullyrti ég.

Ha, ha, ha. Löggan hló innilega.

Ég blés og reyndi ađ velja skársta loftiđ úr lungunum en ţađ misheppnađist.

Heyrđu nú góđi, sagđi löggan, ţegar tćkiđ pípti. Röddin breytti um tón, hćtti ađ vera föđurleg, og nú var hann eins og kennari sem komst ađ ţví ađ ég hafđi ekki lćrt heima. Hann hló ekki lengur og brosti ekki heldur.

Viltu gjöra svo vel og stíga út úr bílnum? Svo mikill mannţekkjari er ég ađ ég áttađi mig nokkuđ skjótt á ţví ađ ţetta var ekki spurning.

Ég horfđi á lögguna. Fann ađ haka seig.

Löggan horfđi á mig. Gleđilaust.

Ég gaf í. Rúllađi upp öllum gluggum. Saug upp í nefiđ. Gerđi ţetta ţrennt án ţess ađ fipast. Bíllinn hökti fyrst en náđi samt ađ komast áfram og ég ók á fullri ferđ út úr bílastćđinu, upp nćstu götu til austurs, niđur ţar nćstu og svo til vinstri og ţá hafđi ég fariđ í hring, kominn aftur ađ hliđinu ţar sem ég hafđi ekiđ út án ţess ađ kveđja kátu lögguna. Sá á eftir lögguhjólinu á leiđ upp götuna sem ég hafđi ekiđ. Auđvitađ myndi hann ekki vita ađ ég vćri kominn aftur á sama stađ.

Déskoti hvađ ég er klókur, hugsađi ég, kveikti á grćjunum og hlustađi á Va, pensiero, Ţrćlakórinn úr Nabucco eftir Verdi, ţenja raust sína. Ég hćkkađi og ók aftur sömu leiđ og ók eins og hinir, var bara rólegur. Kórinn fyllti bílinn. En uppi á horni beygđi ég í vestur og saup á bjórnum. Hann var kaldur og góđur. Snillingur ţessi Verdi. Del Giordano le rive saluta ... söng kórinn.

Nokkru síđar heyrđi ég í sírenu löggubíls. Blá, blikkandi ljós langt fyrir aftan mig. Ég svínbeygđi til hćgri og fyrir stóran vörubíl sem flautađi á mig og ljótur bílstjórinn sendi mér illt auga. Mér var alveg sama, ég hćgđi ferđina mikiđ og sendi honum fingurkveđju út um hliđargluggann. Ljótur bílstjórinn ţeytti eimpípurnar og var alveg kominn upp ađ mér ađ aftan. Ég hafđi búist viđ ţessu. Nú skyggđi vörubíllinn á mig svo löggan sá mig ekki enda ók hún á fullri ferđ vestur. Bjánar. Áttu ekkert í mig. ... O mia Patria, si bella e perduta!  ... Ţvílík fegurđ og ég trallađi međ.

Ég yfirgaf félagsskap vörubílsins, gaf í og ók sem byssubrendur á eftir löggunni. Ţessu býst enginn lögga viđ, ađ fulli kallinn aki á eftir henni í eftirleitinni. Ţarna var ég eins og hann Arnes útilegumađur sem leitađ var ađ í Akrafjalli á 18. öld. Hann hafđi slegist í hóp leitarmanna og hjálpađi ţeim ađ leita ađ sjálfum sér og gekk ţađ eđlilega frekar illa. Enginn áttađi sig á klókindum Arnesar né heldur áttađi löggan sig á mínum.

Ég gaf í og fylgdi löggunni á ţeysireiđ hennar í vestur. Ţá varđ mér litiđ í baksýnisspegilinn. Déskotinn. Fyrir aftan mig glömpuđu blá ljós og nógu skarpur var ég til ađ átta mig á ađ ţađ voru engin jólaljós. Ég skipti eldsnöggt um akrein og bláu ljósin fylgdu. Dé...

Ţetta hlýtur ađ vera tilviljun, hugsađi ég. Opnađi annan bjór „međ einari“, saup á honum og fann ađ mér óx ásmegin. Ég get allt. Er mestur og bestur. Gatnamót voru framundan. Međ bjórinn í hćgri hendi beygđi ég til vinstri, bíllinn tók vel viđ, í dekkjunum ískrađi ţegar hann skrensađi á blautu malbikinu, svona alveg eins og í bíómyndum. Í baksýnisspeglinum sá ég ađ löggan elti mig ekki, hún fjarlćgđist, og ég sem af öllum háska hlć, gaf í. Bíllinn ţeyttist áfram og beint í fangiđ á kyrrstćđum strćtó sem á óskiljanlegan hátt beiđ á rauđu ljósi. Ég fór ekki lengra ţennan daginn nema ef veriđ gćti ađ ég hafi fariđ til himna. Til baka kom ég, man ekki hvort ég hafi veriđ rekinn vegna drykkjuskapar eđa fariđ sjálfviljugur enda allt eins líklegt ađ ţar hafi veriđ löng biđröđ eins og eftir kóvid skimun. Skipti engu máli. 

Verst ţótti mér ađ ég hafđi misst bjórinn og hann sullađist út um allan bíl. Ég man svo glöggt eftir suđinu sem kom úr sprungnum bjórdósum á á gólfinu.

... che ne infonda al patire virtů! Ţrćlakórinn lauk söng sínum.

Déskotinn ... man ég ađ mér varđ á orđi, ţegar ég sá bjórinn freyđa á gólfinu. Skyldi koníakiđ vera óbrotiđ?

En ţá vaknađi ég.

Sá ađ sćngurveriđ var rifiđ. Lampinn lá brotinn á útvarpinu sem suđađi. Gluggatjöldin voru komin upp í rúm og ég hafđi migiđ á mig.

Déskotinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband