Tví-svala-jóla-kveđjur mínar eru jólalegri en síbylja Ríkisútvarpsins

Í morgun gekk ég út á svalir, eins og ég geri jafnan árla á Ţorláksmessu, dró nokkrum sinnum djúpt andann, og hrópađi síđan af öllum kröftum:

Sendi ćttingjum og vinum hugheilar óskir um gleđileg jól og heillaríkt nýtt ár. Ţakka allt á árinu sem er ađ líđa.

Svo beiđ ég í dálitla stund ţangađ til svörin bárust:

Já, sömuleiđis, gleđileg jól, kallađi einhver.

Haltu kjafti, helv... ţitt. Fólk er ađ reyna ađ sofa hérna, öskrađi rámur kall.

Ha ..., kaseiru? hrópađi skrćk kona.

Hundur gelti, annar tók umsvifalaust undir og köttur mjálmađi. Nagladekk skröltu á íslausu malbiki.

Ég gekk inn í stofu, nennti ekki ađ hlusta á hundgá, jafnvel ţótt fyrr eđa síđar myndi hundur sonar míns, hann Fróđi (sko hundurinn heitir Fróđi ekki sonurinn) hugsanlega gelta, mér eđa einhverjum öđrum til ánćgju.

Engu ađ síđur velti ég ţví samt fyrir mér hvort ekki vćri skynsamlegra ađ senda jólakort eđa tölvupóst. Hrópin á svölunum hef ég hins vegar stundađ á Ţorláksmessu frá ţví ég var barn og međ ţví sparađ mér ótrúlegar fjárhćđir í kaupum á jólakortum og frímerkjum. Og allir gleđjast yfir gleđilegjólaogfarsćltnýttárhrópum mínum (nema ţessi rámi).

Jólakveđjur útvarpsins

útvarpNú kann ábyggilega einhver ađ misskilja mig og halda ađ ég sé ađ gagnrýna rúmlega hálfra aldar gamlan siđ ađ senda jólakveđjur á gufunni Ríkisútvarpsins. Skil ekki hvernig hćgt er ađ finna ţađ út.

Úr ţví ađ veriđ er ađ brydda upp á ţessu, man ég aldrei eftir ađ hafa heyrt jólakveđju til mín á gufunni eđa einhvers sem ég ţekki og aldrei hef ég kannast viđ nöfn ţeirra sem senda kveđjur. Sendendur eru alltaf einhverjir sem enginn ţekkir, til dćmis „Stína, Barđi, börnin“ og fleiri sem ég man ekki hvađ heita enda enn fleiri kveđjur ţetta áriđ en í fyrra. Ţađ bendir eindregiđ til ţess ađ fleiri og fleiri láta Rúviđ plata sig. 

Sko, ég held ţví síst af öllu fram ađ kveđjurnar séu ómarkviss vitleysa fyrir kaupendur (og hlustendur).

Á kaffistofunni er ţví haldiđ fram ađ kveđjurnar séu ađ mestu leyti skáldađar af starfsmönnum  Ríkisútvarpsins. Óneitanlega er ţađ grunsamlegt hversu kveđjurnar eru allar keimlíkar.

Í ţeim koma fyrir fyrir orđin óskir, jól, gleđilegt, ţakkaár, nýttlíđa og svo kryddađ međ innihaldsríkum samtekningum og forsetningum af ýmsu tagi. Nokkuđ til í ţessu.

Nú má vel vera ađ enginn sendi mér jólakveđju í útvarpinu, sem í sjálfu sér er dálítiđ sorglegt. Hitt er ţó jafn líklegt ađ útilokađ sé ađ hlusta međ einbeittri athygli á yfir fjögur ţúsund jólakveđjur lesnar í belg og biđu í tvo daga samfleytt og ná ađ grípa ţá réttu. Hreint útilokađ. Vonlaust. Óraunhćft. 

Ríkisútvarpiđ grćđir

Ađferđafrćđin er doldiđ kjánaleg, svona markađslega séđ. Og enn vitlausari eru ţeir sem punga út fullt af peningum til ađ senda kveđjur sem aldrei rata til móttakenda.

Margir nenna ekki lengur ađ hlusta á jólakveđjurnar sem er synd, illa fariđ međ góđa sorg sem óhjákvćmilega til verđur ţegar ekki nćst ađ grípa kveđju sem mađur vonar ađ hafi veriđ send en fór aldrei í loftiđ. Ţó eru margir međ gufuna opna og hlusta á kveđjurnar sem í síbylju hverfa út í algleymiđ međan veriđ er ađ baka, pakka inn jólagjöfum, berja krakkanna eđa eitthvađ annađ ţarflegt. Ţađ er nú svo agalega jólalegt. Ha? Ekki satt?

Hitt er ku vera dagsatt ađ Ríkisútvarpiđ grćđir tćplega tuttugu milljónir króna á tiltćkinu og kostar engu til nema ţulunum sem ţylja sig hása. Útvarpsstjórinn las í fyrra í tvćr mínútur međan teknar voru hreyfimyndir og ljósmyndir af honum viđ ţessa iđju og svo fór hann heim. Allir hinir eru ţegar á launaskrá svo kostnađurinn er enginn. Bara tekjur. Stórbissniss.

En bíddu nú aldeilis viđ, kćri lesandi.

Í anda samkeppni og ţjóđţrifa mun ég frá og međ deginum í dag og fram yfir áramót bjóđa landsmönnum ađ hrópa hjartnćmar jóla-, annaníjóla-, ţriđjaíjóla-, fjórđaíjóla ... (og svo framvegis) og nýjárskveđjur af svölunum heima.

Rafrćna tómiđ 

Svo vel hefur tekist til á undanförnum árum ađ ţetta er ađ verđa siđur, svo óskaplega jólalegur jólasiđur um jólin. Spyrjiđ bara alla ţá sem sendu og fengu kveđjur í fyrra, hitteđfyrr, ţarhitteđfyrra, ţarogţarogţarhitteđfyrra. Heimtur á kveđjum eru margfalt betri hjá mér en Ríkisútvarpinu, hjá ţví hverfur allt út í rafrćnt tómiđ á bak viđ hringi Satúrnusar. 

Verđiđ er miklu betra en hjá Ríkisútvarpinu, heilum 17,523% lćgra. Og ţađ sem meira er: Komist kveđja sannanlega ekki til skila fćr kaupandinn 33,9% endurgreiđslu. Keppinauturinn getur sko ekki toppađ ţetta og mun ekki einu sinni reyna ţađ.

Fyrst nú er veriđ ađ misskilja viljandi tilganginn međ ţessum skrifum mínum vil ég nefna ţá stađreynd í fullkominni vináttu, kurteisi og virđingu og ađdáun fyrir hefđum fólks ađ ţađ er ábyggilega ódýrara og markvissara ađ hrópa kveđjur af svölunum en ađ borga Ríkisútvarpinu fyrir ađ lesa ţćr út í rafrćna tómiđ sem áđur var nefnt og er ađ auki umhverfislega stórhćttulegt og um síđir getur valdiđ ólćknandi veirusjúkdómum eins og dćmi síđustu ára sanna.

Eđa heldur ţú, lesandi góđur, ađ Kóvid veiran hafi bara orđiđ til úr engu? Í Kína? Ó nei. Ekki aldeilis. „Á skal á endanum vađa“, eins og kellingin sagđi. Eđa hvers vegna mun yfirborđ sjávar hćkka um fimm sentímetra á nćstu ţrem árum og veiran stökkbreytast? Ég bara sper.

Gasalega jólalegt

Já, ţađ má vel vera ađ Ríkisútvarpiđ reyni ađ klekkja á mér, samkeppnisađilanum (ađili er svooo fallegt orđ), međ ţví ađ láta útvarpsstjóra bregđast viđ (og verđa ţá „viđbragđsađili“) lesa jólakveđjur í tíu mínútur. Kemur nú krókur á móti ţessu bragđi og mun ég breyta um rödd í tíu mínútur og ţykjast vera forsetinn (landsins, Trump eđa kóngurinn í Lúxúmbúrg eđa einhver annar).

Ţá hrekkur ţetta eflaust upp úr lesandanum:

En ţađ er svo gasalega jólalegt ađ hlusta á jólakveđjulesturinn á gufunni.

Já, ţví skal ég nú trúa. Ţađ er líka obbbbb-oooođs-leeeeeg-aaaa-a jólalegt ađ tala til ţjóđarinnar úti á svölunum mínum á Ţorláksmessu-, ađfangadags- og jóladagsmorgni. Ţar ađ auki hef ég tvennar svalir, í austur og suđur. Toppađu ţađ, ţú ţarna útvarpsstjóri!

(Vilji svo til ađ einhver óglöggur lesandi telji sig hafa lesiđ ofangreindan pistil á Ţorláksmessu á síđasta ári skal ţađ fyrirfram dregiđ í efa vegna ţess ađ fólk man ekkert stundinni lengur.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband