Ferđafrelsiđ og löggan á Suđurnesjum

Úlfar Lúđvíksson, lögreglustjóri á Suđurnesjum, segir slćma hegđun gesta á gossvćđinu á föstudagskvöld hafa haft áhrif á ţá ákvörđun sína ađ gönguleiđum ađ gosstöđvum verđi framvegis lokađ klukkan 18.

Svo segir í frétt í Morgunblađinu 24.7.23. Er svona stjórnsýsla í lagi? Stenst hún lög? Getur bara löggan lokađ á ferđafrelsi almennings vegna ţess ađ nokkrir göngumenn fóru í taugarnar á henni? Eru refsingar af ţessu tagi líđandi?

Ţetta er álíka gáfulegt og ađ loka vínbúđum vegna ţess ađ einhverjar fyllibyttur brjóta rúđu. Banna akstur á Reykjanesbraut vegna ţess ađ nokkrir aka of hratt. Er ţá ekki ástćđa til ađ banna lögreglumönnum ađ hafa afskipti af fólki vegna ţess ađ nokkrir hafa fengiđ dóma fyrir ofbeldi. Já, og banna björgunarsveitina ţví einn velti fjórhjólinu sínu og handleggsbrotnađi (hver gćtti öryggis björgunarmannsins?).

Forvarnir?

Stjórnsýsla lögreglunnar á Suđurnesjum er farin ađ snúast um verklag hennar, vinnutíma og meintan skort á starfsmönnum. Allt tal um öryggi göngufólks er auđsjáanlega yfirvarp. Suđurnesjalöggan heldur ađ verkefniđ sé forvarnir sem er rangt. Hún er einfaldlega ađ skipta sér af ţví sem hún á ađ láta ađ mestu leyti vera.

Víđa um land er hćttulegra en viđ Litla-Hrút, lengra ađ fara til ađstođar og ađstćđur erfiđari. Hvergi er ţó landi lokađ. Furđulegt.

Enn fćr fólk ađ ganga óáreitt um Hornstrandir og Vonarskarđ, klífa Herđubreiđ og Botnsúlur, leggja leiđ sína upp í Hveradal í Kverkfjöllum og arka um Fögrufjöll og fara á jökla svo örfá dćmi séu tekin.

Hver gćtir ađ öryggi ţessa fólks?

Jú, ţađ sjálft.

Er ţví treystandi?

Varla ađ mati löggunnar á Suđurnesjum.

Hvađ gerist ţegar óhöpp verđa í ţessum gönguferđum? Jú, mikiđ rétt. Kallađ er á ađstođ björgunarsveita, lögreglu og jafnvel Landhelgisgćslu. Allir ţessir koma til ađstođar, margir um langan veg. Til ţess er nú leikurinn gerđur. Af hverju er ekki sami háttur hafđur á viđ Litla-Hrút?

Hvađ myndi nú gerast ef lögreglustjórar um allt land fćru ađ fordćmi löggunnar á Suđurnesjum og byrjuđu ađ skipta sér af göngufólki?

Líklega yrđi fyrst yrđi hlegiđ ađ ţeim; vel, lengi og innilega. Ekki nokkur mađur myndi taka mark á ţeim. Síđan yrđu ţeir kćrđir fyrir embćttisafglöp.

Loka Meradalsleiđ

Hafđi löggan á Suđurnesjum öryggi fólks í huga ţegar hún lét ţađ ganga Meradalsleiđ á móti reyk af brennandi mosa og eiturgasi í upphafi gossins? Ţegar hún loksins áttađi sig höfđu ţúsundir höfđu fariđ ađ gosstöđvunum, vađiđ nćrri ţví eld og eimyrju, gengiđ í brunnum mosa upp ađ ökkla. Ţá var gönguleiđinni lokađ í marga daga og beđiđ eftir ađ hvassri norđanáttinni linnti. Á međan mátti til ekki ganga reyklausa leiđ ađ gosstöđvunum frá Krókamýri viđ Vigdísarvallaveg. Honum var lokađ og skrökvađ til um ástćđuna.

Hvers vegna fer fólk hćttulega nćrri gígnum? Einfaldlega vegna ţess ađ löggan smalar ţví ađ honum eftir lögguleiđinni, Meradalsleiđ. Hún endar vestan viđ Hraunsels-Vatnsfell ţar sem mosi er brunninn og ađeins askan eftir. Vćri löggunni annt um öryggi ferđamanna myndi hún loka Merardalsleiđ og hćtta ađ áreita fólk.

Nú er gönguleiđum ađ gosstöđvunum lokađ klukkan 18 dag hvern. Nóg er ţó ađ koma einni mínútu áđur og ţá er hćgt ađ dvelja viđ gíginn alla nóttina. Ćtlar löggan ekki ađ gćta öryggis ţessa fólks? Sem sagt lokađ en ekki lokađ. Gáfulegt.

Nýr dómsmálaráđherra virđist ekkert gera annađ en ađ tala um erfiđu gönguleiđina frá Vigdísarvöllum en nefnir ekki Krókamýri. Er hún sátt viđ bjánaskapinn í löggunni? Er hún á móti ferđafrelsi?

Ferđafrelsi

Vesturleiđin yfir Fagradalsfjall er góđ ţó löng sé. Frábćr útsýnisstađur er viđ Litla-Hrút og einnig af toppi hans.

Hér er loksins komiđ ađ ađalatriđinu. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2003 segir:

c. tryggja rétt almennings til ađ fara um landiđ og njóta náttúrunnar og stuđla ţannig ađ almennri útivist í sátt viđ náttúruna, landsmönnum til heilsubótar og velsćldar.

Viđ hvađ styđst Lögreglustjórinn á Suđurnesjum ţegar hann lćtur sem ofangreind lög séu ekki til. Ađ minnst kosti er honum ekki umhugađ um heilsubótarţáttinn og velsćldina ţegar hann lćtur fólk arka Meradalsleiđ á móti reyk og gasi úr eldgígnum.

Líkur benda til ađ eldgosiđ viđ Litla-Hrút muni ekki endast lengi. Engu ađ síđur ćttu yfirvöld ađ auđvelda fólki ađ komast ađ gosstöđvunum. Í stađ ţess ađ ţykjast vita allt og kunna, finna upp hjóliđ af eigin takmörkuđu hyggjuviti, ćtti löggan ađ leita ađstođar hjá reyndum fjallamönnum til dćmis í Ferđafélagi Íslands, Alpaklúbbnum, Toppförum og öđrum snillingum međ áratuga reynslu í skipulagningu gönguferđa. Ţó fyrr hefđi veriđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband