Bílstjórinn sem dreifði rusli úr ruslagámnum

ruslÆtli það sé ekki best að ég biðji rauðskeggjaða bílstjórann á bíl Gámaþjónustu Norðurlands ehf. afsökunar á framhleypni minni. 

Hann var nýbúinn að hala inn gám en svo óheppilega vildi til að úr gámnum tók að fjúka pappír af ýmsu tagi þegar hann ók af stað. Við næstu umferðaljós vinkaði ég í hann og þegar ég náði athygli hans rúllaði hann treglega niður rúðunni. Þá sagði ég honum hvað hafði gerst.

„Hvað kemur mér það við,“ sagði bílstjórinn dálítið hranalega.

„Tja, það fýkur rusl úr gámnum á bílnum þínum,“ sagði ég dálítið hissa.

„Og hvað á ég að gera? Tína upp ruslið? Ég hef engan tíma til þess. Þarf að halda áætlun,“ sagði þessi ágæti maður, örlítið pirraður yfir mér og framhleypni minni. 

„Þú gætir þá hringt í einhvern og beðið aðra um að hreinsa upp ruslið,“ datt mér í hug að segja.

„Það er ekki í mínum verkahring,“ hreytti maðurin út úr sér. „Ég get svo sem látið borgina vita,“ bætti hann við. Svo rúllaði hann rúðunni aftur upp og ók af stað enda var komið grænt ljós.

rusl2Ég ók af stað og fram úr en sá í baksýnisspeglinum að enn fauk upp úr gámnum. Framundan var útskot á götunni og ég ók þar inn og beið eftir að gámabíllinn ók framhjá. Þá tók ég mynd af honum. Ef smellt er á myndina verður hún stærri og þá má ef til villi sjá ruslið fjúka.

Auðvitað á venjulegur borgari ekkert með að skipta sér af starfi borgarstarfsmanna eða verktaka á vegum borgarinnar.

Við eigum að þegja og vita að þeir þurfa að halda tímaáætlun sinni. Skiptir engu þó ruslið úr gámnum dreifist um akstursleið bílsins.

Auðvitað kemur þetta mér ekkert við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Rauðskeggur ætti kannski að kynna sér umferðalög, sérstaklega þann hluta þeirra er snýr að flutningi farms. Hann er jú væntanlega með meirapróf.

Gunnar Heiðarsson, 17.3.2016 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband