Nes listamiđstöđ á Skagaströnd

NesÁstćđa er til ađ óska Verksmiđjunni á Hjalteyri til hamingju međ Eyrarrósina. Engu ađ síđur er um leiđ tilefni til ađ nefna annađ og alls ekki síđra menningarverkefni á landsbyggđinni.

Á Skagaströnd hefur í átta ár veriđ starfrćkt Nes listamiđstöđ. Ţessi látlausa en stórmerkilega starfsemi hófst voriđ 2008 og er í gömlu frystihús sem stendur viđ sjóinn á afar fallegum stađ.

Líklega hafa yfir eitt ţúsund manns komiđ í Nes listamiđstöđ frá ţví hún tók til starfa og langflestir listmannanna eru útlendir. Fyrir lítiđ bćjarfélag skiptir talsverđu ađ fá um tvöhundruđ gesti á hverju ári og allir dvelja ţar ađ lágmarki í einn mánuđ.

Listamennirnir gista hingađ og ţangađ um bćinn, í húsnćđi sem Listamiđstöđin leigir af einstaklingum og sveitarfélaginu.

Mestu máli skiptir ađ listamennirnir og bćjarbúar blanda geđi saman. Listamiđstöđin stendur mánađarlega fyrir sýningum á starfi listamannanna og bođiđ er upp á námskeiđ í margvíslegri listsköpun.

Á ţessum átta árum hefur Skagaströnd komist víđa í umrćđuna. Ţegar heim er komiđ segja listamennirnir frá dvöl sinni í litla listabćnum nyrst á Íslandi. Spurnir hafa borist af ţeim í fjölmiđlaviđtölum, ţeir hafa skrifađ um dvöl sína í bćkur, haldiđ sýningar á verkum sínum og fengiđ birtar myndir í bókum og blöđum. Ţetta hefur međal annars gerst í fjarlćgum löndum eins og Ástralíu, Singapore, Suđur-Kóreu, Kína, Argentínu og einnig um alla Evrópu og Norđur-Ameríku.

Margir koma grunlausir um ţađ sem bíđur ţeirra, setjast bara upp í rútu í Reykjavík og eftir fjögurra tíma akstur eru ţeir komnir í allt annađ umhverfi, gjörólíku ţví sem ţeir eru vanir.

Listamađur nokkur kom frá New York. Hann kvartađi óskaplega undan ţessari ţögn sem ríkti á Skagaströnd, hann gat hreinlega ekki sofiđ. Rúmum mánuđi síđar var hann kominn til síns heima og sendi bréf til vina sinna á Skagastrand og kvartađi undan helv... hávađanum í New York, honum kom varla blundur á brá.

Áströlsk kona skapađi list sína á Skagaströnd í nokkra mánuđi ađ vetralagi. Ţar sá hún snjó í fyrsta sinn á ćvinni. Snjórinn var stórmerkilegur ađ hennar mati en ţađ var sérstaklega eitt sem vakti athygli hennar og gleđi. Engum tókst ađ giska á ţađ og ţú munt ekki heldur geta ţađ, lesandi góđur. Máliđ er ađ henni ţótti mikil undur og stórmerki ađ heyra hvernig brakađi í snjónum á gönguferđum sínum. Fćstir leiđa hugann ađ hljóđinu í snjónum.

Svo voru ţađ listamennirnir sem dásömuđu langar, bjartar nćtur, en gátu illa sofiđ nema gluggar vćru vel byrgđir. Og ţeir sem gátu aldrei haldiđ aftur af tárunum ţegar ţeir sáu sólarlagiđ, sólarupprisuna, skýjafariđ og norđurljósin. Og ekki síđur ţeir sem sáu ekkert fegurra en íslenska hestinn eđa kindurnar svo ekki sé talađ um litlu lömbin.

Ef einhver á skiliđ ađ fá Eyrarrósina á nćsta ári ţá er ţađ Nes listamiđstöđin á Skagaströnd.


mbl.is Verksmiđjan hlýtur Eyrarrósina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband