Sumir sakna Katrínar miklu mest ... eða þannig

GráturDeilur innan Samfylkingarinnar taka á sig margvíslegar myndir. Varaformaður flokksins hefur ákveðið að hætta sem þingmaður og nú upphefst grátkór og keppni um mestan söknuð.

Þannig var það líka um árið er „alþýða“ manna í Norður-Kóreu grét, hágrét og stórgrét í þjóðlegri grátkeppni vegna dauða Kim Jong Il eða hvað réttborinn kóngurinn í þvísa landi hét nú.

Sem betur fer er Katrín Júlíusdóttir, varaformaður flokksins, enn í fullu fjöri og kát eins og vera ber með skynsamlega ákvörðun.

Aðrir eru ekki líkt því eins kátir. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er „mjög slegin yfir þessu“. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Samfylkingarinnar (!) er ekki sammála Ólínu og toppar hana með þessu: „Ég sakna hennar nánast nú þegar.“ Viðbúið er að einhver skjótist nú fram á sviðið og segist „sakna Katrínar miklu meira en allir aðir til samans og hvað svo sem þið segið ...“. Sá næsti mun ábyggilega segjast sakna hennar „tíuþúsund milljóntrilljón sinnum meira“ en einhver annar.

Í fjölmiðlum má búast við fjölda viðtala við samfylkingarfólk sem hefur svo margt að segja um þingmanninn og varaformanni, fréttatímar Ríkisútvarpsins munu fyllast af tárakveðjum og líklega verður leikin sorgartónlist eftir Tomaso Albinoni daginn út og inn.

Og að lokum mun allt fara í háaloft innan Samfylkingarinnar vegna þess að sumir sakna ekki Katrínar eins og aðrir sem sakna hennar miklu mest.

Til að fyrirbyggja misskilning er myndin hér fyrir ofan tekin í Norður-Kóreu er „alþýðan“ sannarlega grét látinn leiðtoga.


mbl.is „Sakna hennar nánast nú þegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dæmigert fyrir Rúvið, að þegar Katrín í viðtali þar nú í hádegisfréttum segist vilja skipta um vettvang, þá er hún ekkert spurð út í, hvaða "vettvang" hún vilji fremur kjósa.

Stendur nokkuð til að bæta við enn einum sendiherranum í hóp hnna sex eða átta sem eru með aðsetur á Íslandi?

Jón Valur Jensson, 18.2.2016 kl. 12:27

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hún ætlar að verða sendiherra, Jón Valur. Þangað fara forystumenn Samfylkingarinnar þegar allt gengur á móti.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.2.2016 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband