Klofna Píratar í afstöđu til manna og málefna?

Ef Píratar eru mátađir viđ fyrirferđamikil deilumál í samfélaginu, s.s. ESB-umrćđuna, verđtryggingu, byggđastefnu, fiskveiđistjórnun, heilbrigđismál og fleiri slík er lítiđ um píratískar áherslur sem skapa flokknum sérstöđu.

Ţetta er án efa rétt hjá Páli Vilhjálmssyni sem hann ritar á blogg sitt, „Tilfallandi athugasemdir“. 

Til viđbótar viđ ţađ sem Páll nefnir má geta um ţađ sem kalla má hiđ mannlega viđhorf. Hér er átt viđ ađ fólk hefur mismunandi skođanir hvert á öđru og deilur eru eđlilegar, ekki síst innan stjórnmálaflokks. Píratar eru annars stjórnmálaflokkur hvort sem ţeim líkar ţađ vel eđa ekki. 

Fólk í stjórnmálaflokki sem hefur ákveđiđ skipulag lćrir félagsstörf. Tekur mark á lýđrćđislegum ákvörđunum, sćttir sig viđ ađ hafa ekki náđ meirihluta eđa ţeim frama sem á var stefnt. Ella verđur ástandiđ eins og hjá Pírötum ţar sem hver gáfumađurinn á fćtur öđrum ţykist geta meir og betur en ţeir sem eru í forsvari.

Og ţingmenn Pírata eru vissulega ekki steyptir í sama mót. Einn grćtur af ţví ađ fólk hefur skođanir á henni og ţví sem hún stendur fyrir. Annar hikar ekki viđ ađ minna meintan „kaptein“ á ţví hvernig hún komst til valda og sú ađferđ er ekki lagleg.

Allt er ţetta svo yfirmáta mannlegt en um leiđ afar vanţroskađ.

Kjósendur standa svo hjá og horfa međ undrunaraugum ađ flokkinn sem virđist einhverra hluta vegna hafa náđ mestum hćđum í skođanakönnunum.

Er ţá ekki kominn tími til ađ spyrja hver stefna flokksins er í verđtryggingunni, ESB málinu, byggđastefnu, fiskveiđistjórnun, heilbrigđismálum og öđrum mikilvćgum málaflokkum? Eđa er flokkurinn klofinn bćđi um menn og málefni?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband