Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
Meirihlutinn í Árborg hefur staðið sig afar vel
26.11.2013 | 12:55
Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, er kurteis maður og ábyggilegur. Þrátt fyrir óhagstæða skoðanakönnun veltir hann málinu fyrir sér og kemst að eðlilegri niðurstöðu og forðast málalengingar. Hún er einfaldlega þessi í frásögn mbl.is:
Það er hollt að enginn gangi að neinu vísu í pólitík. Þetta vekur fólk til umhugsunar um hvað íbúar vilja á endanum. Við sáum einnig miklar sveiflur í skoðanakönnunum fyrir síðustu kosningar. Þetta er leið til að halda okkur öllum á tánum.
Það sem Eyþór á við er að hann og félagar hans í meirihlutanum þurfa alla tíð að vinna vel að málefnum sveitarfélagsins og það hafa þeir gert. Sveitarfélagið Árborg hafði safnað miklum skuldum þegar vinstri flokkarnir voru þar í meirihluta og þeir náðu ekki tökum á útgjöldunum. Á þessu tók meirihluti Sjálfstæðisflokksins og hefur náð mjög góðum árangri.
Margra flokka meirihluti í sveitarstjórnum hefur sjaldnast gengið vel. Það sást til dæmis í Kópavogi og víðar um landið. Árborg er dæmi um sveitarfélag sem er vel stjórnað, öllum til hagsbóta. Þetta ættu íbúar að hafa í huga.
Líklega er Eyþóri og meirihlutanum í Árborg meira umhugað að gera vel heldur en að slá einhverjar pólitískar keilur með gagnslausum yfirlýsingum eins og margra stjórnmálamanna er háttur.
Leið til að halda okkur á tánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
... átti nokkur stefnumót vð J. F. Kennedy!
26.11.2013 | 09:55
Morgunblaðið er daglega fullt af fróðleik og upplýsingum. Einn af þeim pistlum sem ég les daglega með mikilli athygli er Íslendingaþátturinn sem Kjartan Gunnar Kjartansson, blaðamaður, ritar af mikilli list og þekkingu. Ég veit að þessi þáttur er afar vinsæll enda snertir hann forna taug í flestum.
Í þættinu er merka Íslendinga getið í stutt máli . Þar getur maður rifjað upp æviferil einstaklinga sem voru þekktir hér áður fyrr og mörkuðu margir spor sín í söguna.
Í blaði dagsins er rætt um Thor Thors (1903-1965) og alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Í umfjölluninni segir:
Thor var afar virtur diplómat, þekkti persónulega flesta helstu ráðmenn heimsins og var nánast fjölskylduvinur Kennedyanna. Margrét, dóttir hans, átti nokkur stefnumót með J.F. Kennedy, síðar forseta Bandaríkjanna.
Af ryðgaðri þekkingu minni held ég að margt betra hefði verið hægt að segja um Thor en þetta með dóttur hans er vart meðal þess sem halda muni nafni hans á lofti. En hvað veit ég svo sem?
Hégómagirnd er dálítið annað og að ýmsu leiti misjafnt hvernig menn vilja láta minnast sín. Þegar faðir minn heitinn var að hvetja mig til náms í æsku minni sagði hann stundum að það væri ekki nóg að vilja heldur skipti afar miklu að leggja sig fram. Í því sambandin nefndi hann drenginn sem féll á landsprófi og reyndi að snú því sér í hag með því að segja: En ég var langhæstur af öllum þeim sem féllu ...
Faðir minn hafði, eins og margir af eldri kynslóðum, áhuga á að vita um ættir manna og keypti því bækurnar Merkir Íslendingar, Samtímamenn, Dalamenn og fleiri og fleiri. Hann fletti jafnan upp í þeim til að skilja fólk.
Einhverju sinni var verið að ræða um einhvern mann og hann fletti upp í Samtímamönnum. Sökum æsku minnar man ég ekki um hvern var verið að ræða en í minni mínu hljómar þetta þannig um spakan mann: Var valinn til að fara á ráðstefnu í Finnlandi en fór ekki ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hel og víti eru nánast út um allt land ...
25.11.2013 | 23:14
- Heljarkinn, hólar suðaustan við Viðeyjarstofu
- Heljarkinn sunnan í Þúfufjalli við norðanverðan Hvalfjörð
- Helgrindur, nes sunnan við Akra á Mýrum
- Heljarkinn, hlíðin norðvestan í Stapafell, suðaustan við Snæfellsjökul
- Helgrindur, fjöllin ofan við Grundarfjörð að suðvestan
- Heljarmýri, landspilda á Þórsnesi, sunnan Stykkishólms, við Nesvog
- Heljarmýri, á Skógarströnd, norðan Straumsfjalls, ekki langt frá Álftafirði og Stykkishólmi
- Heljargil, í Skorarhlíðum sem eru austan Rauðasands
- Heljarurð, fremst á Þernuvíkurhálsi við Ísafjarðardjúp
- Heljarurð, norðaustan í Hælavíkurkambi
- Heljarsíki, í Víðidal við Víðidalsá, skammt norðaustan við Víðigerði
- Heljarsíki, sunnan við Hóp, austan við ósa Víðidalsár.
- Heljardalshnjúkur, 660 m og Heljardalur eru skammt norðan Vatnsskarðs í Austur-Húnavatnssýslu
- Heljardalsheiði er á milli Svarfaðardals og Heljardals, skammt norðan við Hóla í Hjaltadal. Við heiðina eru fjölmörg önnur heljar-nöfn: Heljarskál, Heljarfjall, Heljará og Heljarbrekkur.
- Heljarskál í norðvestanverðu Landafjalla við Öxnadal
- Víti er nafn á gíg við Kröflu og þar við er Vítismót
- Litlavíti og Stóravíti eru nöfn á gígum sunnan Þeystareykjabungu.
- Helkunduheiði er á milli Finnafjarðar og Þistilfjarðar, sunnar en Brekknaheiði
- Heljardalsfjöll eru austnorðaustan við Mývatn. Þar er Heljardalur, Heljardalsá, og Heljardalseyrar
- Heljardalsfjall og Heljardalur eru rétt við þar sem gamli þjóðvegurinn lá yfir Möðrudalsfjallgarð.
- Víti er stór sprengigígur í Öskju.
- Heljará er við norðanverða Fáskrúðsfjörð og rennur í hann ofan úr Kerlingarfjalli.
- Víti og Vítisbrekkur eru innst inni í Laxárdal í Hornafirði, norðan við Höfn.
- Heljargnípa er sker í Öræfajökli, norðvestan við Breiðamerkurfjall.
- Heljarkambsgljúfur er við Skaftá, norðaustan í Granahaugi í Skaftártungu
- Heljargjá er löng sprunga sem gengur í gengum Gjáfjöll en þau eru vestan við Tungnárjökul og Jökulheima. Þar er einnig að finna örnefnið Helgrindur.
- Heljarkambur er á milli Fimmvörðuháls og Morinsheiðar.
- Heljarkinn er fjall norðvestan við Þjórsárdal, vestan við Fossárdal
- Heljarkinn er suðaustan í Kotsfjalli, ekki langt austan við Geysi í Haukadal.
- Heljarbrú er í Básagili, suðvestan við Bjarnafell sem er skammt frá Geysi í Haukadal
- Efsta myndin er af Grundarfirði og þar fyrir ofan er hinn mikilúðlegi fjallaklasi Helgrindur, nr. 6 á kortinu.
- Þá er mynd af Hælavíkurbjargi og utarlega í því á þessari mynd er skriðan sem nefnd er Heljarurð, hún er nr. 10 á kortinu.
- Á næstu mynd er útsýni yfir eyjar á Breiðafirði. Ég held að Heljarmýri sem landið sem er næst sjónum á þessari mynd, nr. 7 á kortinu.
- Loks er mynd af Heljarkambi, nr. 27 á kortinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
John Kerry talar eins og Neville Chamberlain
24.11.2013 | 18:51
Írönsk stjórnvöld eru ólíkindatól. Kjarnorka í höndum þeirra þýðir aðeins eitt, hún verður nýtt og það ekki til góðs.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna er eins og Neville Chamberlain, sem kom sigri hrósandi frá Munchen og sagði að hann hefði tryggt friðinn:
Peace for our time, sagði breski forsætisráðherrann og veifaði hvítu blaði á flugvellinum.
Ég er enginn svartsýnismaður en leyfi mér að efast um að öll kurl séu komin til grafar hjá Írönum og þeir verði ekki til þess að sprengja kjarnorkusprengju í Mið-Austurlöndum.
Kerry: Mið-Austurlönd öruggari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skaut leyniþjónustumaður þriðja skotinu á Kennedy?
24.11.2013 | 17:48
Oft er sagt að raunveruleikinn sé lyginni líkastur. Margir geta borið vitni um það en fæst af því er eins dramatískt eins og ein af kenningunum um morðið á Kennedy 22. nóvember 1963. Vissulega hefur margt verið spunnið upp og flest af því eru samsæriskenningar um vondu kallana sem vildu losna við góðmennið Kennedy.
Í gær sá ég heimildarmyndina JFK: The Smoking Gun en hún er byggð á bók eftir fyrrum rannsóknarlögreglumann, Colin McLaren að nafni. Hann styðst einfaldlega við rannsóknir á kúlunum sem skotið var á Kennedy, vitnum sem komu fyrir Warren rannsóknarnefndina sem og öðrum vitnum. Bókin og heimildarmyndin byggist í veigamiklum atriðum á rannsóknum skotvopnasérfræðingsins Howard Donahue, sem eyddi um tuttugu og fimm árum í rannsóknir á byssukúlunum sem skotið var á forsetann.
Niðurstaðan er furðuleg svo ekki sé meira sagt og það sem er merkilegast er að hún hefur ekki vakið neina athygl. Þó eru tuttugu ár eru síðan bókin Mortal Error kom út, en í henni eru rannsóknir Donahues birtar.
Í stuttu máli gerðist þetta. Oswald skaut tveimur skotum að Kennidy, ekki þremur. Eitt skotið lenti í hálsi Kennidys að aftan en hitt lenti í götunni. Þriðja skotið kom ekki frá Oswald heldur leyniþjónustumanni sem sat í næsta bíl á eftir forsetanum.
Leyniþjónustumennirnir í bílnum heyra að skotið er af riffli og líta við. Leyniþjónustumaðurinn Georg Hickey grípur AR-15 hríðskotabyssu af gólfi bílsins, losar um öryggið, og þá kveðjur við síðara skotið frá Oswald. Um leið þrýstir Hickey óvart á gikkinn og eitt skot ríður af og lendir í hnakka Kennedys.
Staðreyndin var sú að Oswalds skýtur í hálsinn á Kennedy og það skot er allt annars eðlis, þó banvænt sé, en skotið sem lendir í hnakka hans. Fyrra skotið fer í gegnum forsetann og endar í Connelly ríkisstjóra.
Skotið sem fer í hnakkann springur þar enda er það nokkurs konar dumm-dumm kúla sem hafa þann eiginleika að springa um leið og þær lenda í einhverju. Þetta skýrir hvers vegna kúlurnar höfðu gjörólíkar afleiðingar.
Fyrra skot Oswalds lenti í götunni og brot úr því kastaðist líklega upp í bílinn og í höfuð Kennedys og veldur því að Kennedy finnur fyrir því og lyftir höndum. Þrjú brot úr kúlunni finnast en þau bera engin merki þess að hafa verið úr þriðja skotinu, þar sem engar leifar úr höfði Kennedys finnast á þeim.
Donahue tók eftir því að skotið, sem hann síðar kennir leyniþjónustumanninum um, var fjórum tommum of neðarlega til að geta hafa verið skotið frá Oswald og auk þess er skotstefnan frá vinstri en ekki hægri.
Í þessu öllu er einn vandi og hann er sá að niðurstöður krufningarinnar eru ekki ljósar. Leyniþjónustan lagði hald á öll gögn rannsóknarinnar á Parkland sjúkrahúsinu, jafnt myndir, minnisblöð, röntgenmyndir og annað. Þeir mörgu sem voru inni er lík Kennedys var rannsakað þurftu að undirritað þagnareið sem margir þeirra rufu þó um síðir.
Georg Hickey neitaði ávallt ásökunum og hefur aldrei gefið kost á viðtali.
Einu samsæriskenningarnar sem hald er í tengjast því miður leyniþjónustunni sem á að hafa þaggað málið niður. Hún neitaði því að hríðskotariffill hefði verið í bíl leyniþjónustumannana en engu að síður er til mynd af slíku vopni í bílnum á vettvangi, og hún er hér birt. Þessu til viðbótar vitna fjölmargir sem stóðu nálgæt bílnum um að púðurlykt hafi fundist eftir þriðja skotið. Eðli máls vegna gat hún ómögulega komið frá bókasafnsgeymslunni.
Þá er aðeins eitt eftir og það er að á gólfi bókasafnsgeymslunnar, þar sem Oswald skaut á forsetann, fundust þrjú skothylki. Það bendir hins vegar ekki til þess að hann hafa skotið þrisvar enda alvanalegt í suðurríkjunum röku, að tómt skothylki sé geymt í hlaupinu til þess að koma í veg fyrir rakamyndun.
Þó ég hafi verið aðeins sjö ára þegar Kennedy var myrtur man ég glögglega hvar ég var. Ég var úti að leika mér og kom eins og áskilið var heim í kvöldmat. Í borðstofunni tóku faðir minn og Skúli bróðir á móti mér. Pabbi sagði að Kennedy væri dáinn og Skúli bætti því við að hann hefði verið skotinn. Þetta þóttu mér slæmar fréttir og við tóku miklar umræður um hvað hefði gerst og svo komu kvöldfréttir útvarpsins eða voru þær búnar ... Ég man það ekki.
Heimildarmyndina JFK: The Smoking Gun má fá á iTunes og ábyggilega víðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ráðherra Sjálfstæðisflokksins og sósíalismi andskotans
24.11.2013 | 12:42
Iðnaðarráðherra hefur, eftir því sem fram kom í Ríkisútvarpinu í morgun, gert upp hug sinn og ætlar að leggja nýjan skatt á landsmenn og til að afla fylgis við hann á skatturinn að heita náttúrupassi. Nei, ekki ferðapassi, það er svo slæmt, áróðurslega séð.
Skattinum er ætlað að leysa úr þeim fjárvandræðum sem ferðamannastaðir á landinu eiga í vegna ríkissjóðs sem telur sig ekki geta látið örlítinn hluta af sköttum og gjöldum í þessi mál. Hefur þó ríkissjóður þúsundir milljarða í tekjur af ferðalögum fólks, innlendum sem erlendum.
Nei, miklu frekar að búa til nýjan skatt og leggja á landsmenn sem og aðra. Rétt eins og skattaáþjánin hér á landi sé ekki nóg. Og þessi ráðherra fetar þarna í spor annars ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem tókst að láta leggja á útvarpsgjald, skatt til þess eins að styrkja rekstur Ríkisútvarpsins.
Ágæti lesandi, hvorugur þessara ráðherra hugsar um hinn almenna neytanda. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra og ferðamálaráðherra, spyr ekki hvaða afleiðingar þessi ferðaskattur hefur á ferðir almennings en ég fullyrði það að hann mun gjörbreyta ferðalögum fólks eins og þau hafa verið stunduð á undanförnum árum.
Hingað til höfum við getað ferðast um landið og það hafa forfeður okkar gert allt frá landnámi. Þeir vissu betur en Ragnheiður Elín, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og settu í lög að ekki mætti hindra lögmætar ferðir fólks, hvorki um óbyggðir né eignalönd. Og talandi um eignalönd. Landeigendur hugsa sér nú gott til glóðarinnar og ætla að setja upp rukkara við meint endimörk landa sinna. Það stefnir í slagsmál.
Já, sósíalismi andskotans hefur dúkkað upp hér á landi og þar sem síst skyldi.
Ráðherrann staðfesti í viðtalsþættinum í morgun að hann ætlaði að leggja þennan skatt á, annað hvort á næsta ári eða þar næsta. Og hann bætti því við að allir væru ofsalega glaðir með þetta, hún og ferðaþjónustuaðilar og áreiðanlega tveir eða þrír aðrir.
Hún lét þó vera að nefna mig eða þig, lesandi góður. Hún sleppti því að nefna þá sem skatturinn á að leggjast á, okkur, almenning í landinu. Hún nefndi ekki fjárhæð skattsins, sem ábyggilega verður um 20.000 krónur. Hún veit ekkert hvað gera á við þessa peninga eða hvernig á að úthluta þeim. Nei, enn skatturinn verður lagður á.
Að hætti svo margra stjórnmálamanna hefur hún engin samráð haft við okkur, hvorki félagasamtök, hreyfingar né einstaklinga. Og síst af öllu mun hún standa fyrir því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Almenningur hefur auðvitað ekkert vit á fjáröflun ríkisins eins og ítrekað var fullyrt af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar.
Ragnheiði Elínu skal ég segja þetta eitt, og það fyrir hönd fjölmargra sem ég þekki og meta frelsi sitt til ferða um landið til jafns við önnur lýðræðisleg réttindi og henni skal ekki verða kápan úr þessu klæðinu. Ég held að fleiri en ég séu þessarar skoðunar og margir þeirra eru Sjálfstæðismenn. Hins vegar stendur Sjáflstæðisflokkurinn hjá og virðist ekki ætla að ræða þessi mál á opinberum fundum.
Líklega ætti ferðamálaráðherrann að íhuga það sem segir í Staksteinum Morgunblaðsins á laugardaginn en þar ræðir höfundurinn um lækkun á útsvari Vestmannaeyjarbæjar:
Þetta viðhorf til fjármála hins opinbera og skattgreiðenda er því miður allt of sjaldséð. Oft er viðhorfið að hámarka skatttekjur með öllum tiltækum ráðum, en markmið þeirra sem fara með opinber fjármál ætti einmitt að vera að taka sem allra minnst fé af almenningi en skilja sem mest eftir til frjálsrar ráðstöfunar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðisflokkurinn týndur í borgarmálunum
22.11.2013 | 10:25
Meirihluti almennings er án efa þannig gerður að hann vill fá að vera í friði fyrir stjórnvöldum. Þannig var þetta um langa hríð í Reykjavík. Nær helmingur kjósenda studdi Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma er Geir Hallgrímsson var borgarstjóri og síðar er Davíð Oddsson tók við. Þetta voru góðir forystumenn borgarinnar og fólk treysti þeim. Þeir sinntu góðum málum, stóðu sig vel fyrir borgina og ávirðingar á þá voru léttvægar og skiptu litlu, engir skandalar.
Miklar breytingar urðu þegar vinstri flokkarnir sameinuðust undir nafni R-listans. Þá hélt landsmálapólitíkin innreið sína inn í borgarmálin. Þá voru umdeildar ákvarðanir teknar, borginni breytt til framtíðar, gamla góða borgin hvarf og sú nýja birtist, köld og oft fráhrindandi. Og sama má eiginlega segja um stjórnarhætti R-listans, þeir voru kaldir og fráhrindandi.
Besti og Samfylkingin
Framboð Besta flokksins var í raun afar undarlegt. Fáeinir vinir og kunningjar, sem voru þekktir sem skemmtikraftar, drógu aðra með sér í borgarmálin. Án nokkurs baklands eða lýðræðislegrar uppbyggingar stofnaði þetta fólk fámennan stjórnmálaflokk en náði frábærum árangri í borgarstjórnarkosningunum. Síðan hefur flokkurinn starfað með Samfylkingunni við stjórn borgarinnar.
Í raun og veru hefur Besti flokkurinn og Samfylkingin ekkert markvert gert í borgarmálum. Meirihlutinn treystir á borgarstarfsmenn sem gera það sem þarf að gera til að reksturinn gangi áfallalaust. Á meðan eru stjórnmálamenn Besta flokksins í einhvers konar starfsnámi hjá borginni, að læra að vera stjórnmálmenn án þess að kannast við að vera slíkir.
Skortur á skandölum
Þegar litið er yfir feril þessara tveggja flokka stendur upp úr að fólk virðist ekki vera mjög ósátt við þá. Í raun og veru hefur fólk að mestu fengið að vera í friði. Á móti kemur að meirihlutinn virðist ekki hafa gert neitt stórkostlega alvarlegt af sér. Það sem er helst gagnrýni vert hefur týnst í leikrænum tilburðum borgarstjórans sem hingað til hefur ekki starfað sem slíkur heldur verið í því að beina athygli almennings frá borgarmálunum og að allt öðru. Aðrir hafa sinnt störfum hans. Og kjósendur eru eiginlega þakklátir fyrir fjögurra ára skort á skandölum, þeir vilja bara vera í friði.
Sjálfstæðisflokkurinn í vinavæðingu
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið tröllum gefinn á þessu tímabili. Hann hefur ekki sinnt hefðbundinni stjórnarandstöðupólitík, heldur látið ráðaleysi meirihlutans hafa áhrif á sig, unnið með honum og lítið gert til að halda meirihlutanum við efnið.
Hann hefur eiginlega einbeitt sér að því að vingast við meirihlutann, sem kalla má nokkurs konar vinavæðingu borgarstjórnarflokksins. Auðvitað hefði hann átt að tileinka sér harða en málefnalega stjórnarandstöðu. Í stað þess að vera vinur sem til vamms segir virtist hann bara vera vinur Besta og Samfylkingar. Flokkurinn hvarf næstum því af yfirborðinu.
Eiginlega hefur einn borgarfulltrúi flokksins staðið upp úr en það er Kjartan Magnússon. Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi hefur ekki látið meirihlutann eiga neitt inni hjá sér og haldið þeim við efnið.
Margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins farnir
Sjálfstæðisflokkurinn nær aðeins 27% stuðningi í síðustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ. Fylgið hefur tvístrast um allar jarðir.
Um 9% kjósenda Bjartrar framtíðar eru úr Sjálfstæðisflokknum, 13% af stuðningsmönnum Framsóknarflokksins, 4% af stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, 1% af stuðningsmönnum Vinstri grænna. Hvorki meira né minna en 26% af þeim sem teljast annars staðar eða hvergi eru Sjálfstæðismenn.
Hvers vegna er þetta eiginlega svona? Hvað hefur flokkurinn gert rangt? Hvers vegna flúði þetta fólk?
Fólkið sem tapaði í hruninu
Við hrunið komst mikið rót á stuðning við Sjálfstæðisflokkinn. Fjölmargir þeirra eiga um sárt að binda vegna stökkbreytingar skulda, margir töpuðu miklu og aðrir gátu andæft og haldið sjó. Þetta fólk kenndi Sjálfstæðisflokknum um og skipti óhikað um flokk í næstu kosningum og hafði fyrir því sín eigin rök og þá fyrst og fremst þau fjárhagslegu.
Svokallað uppgjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi skipti ekki nokkru máli fyrir þetta fólk, ekki frekar en að koss á báttið lagaði fjárhagslegt tjón.
Þetta fólk kemur ekki í bráð til baka í stuðningslið Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað verður það fyrir miklum vonbrigðum með aðra flokka en viðbáran verður einfaldlega þessi: Stjórnmálamönnum er ekki treystandi.
Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera?
Hér að ofan hef ég rakið dálítið ástæðurnar fyrir slöku fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Svo virðist sem forystumenn borgarstjórnarflokksins og flokksfélögin í Reykjavík vilji ekki ræða þessi mál eða kunni það ekki.
Fjölmargir málsmetandi menn hafa opinberlega hvatt flokkinn til að ræða stöðu sína í borginni, og við hinir ræðum okkar á milli um stöðuna. Í heita pottinum hrista menn höfuðið og spyrja í forundran á hvaða leið flokkurinn sé og manni vefst tunga um höfuð og getur ekkert sagt.
Fæstir nenna að taka þátt í prófkjöri og fáir mæta á stjórnmálafundi. Æ fleiri segjast ekki nenna að fylgjast með stjórnmálum, þau séu ekki þess virði og allir stjórnmálamenn séu eins, ekki treystandi.
Hér áður fyrr byggði Sjálfstæðisflokkurinn á áhrifaríkum flokksmönnum sem byggðu upp stuðninginn við flokkinn í kosningum. Þessu fólki hefur fækkað og því fer sem fer, líka í skoðanakönnunum. Ljóst má vera að kjörnir fulltrúar flokksins eru ekki í þeirri stöðu í dag að styrkja Sjálfstæðisflokkinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íbúar drekki ekki brennivín og séu friðsamir ...
20.11.2013 | 17:58
Gerð verður krafa um græn þök á byggingum sem þýðir að gras eða annar gróður verður á þökum en hann einangrar hús, bindur kolefni og minnkar þörf á upphitun auk þess sem gróður bindur vatn sem gufar í kjölfarið upp.
Í þykjustunni er allt leyfilegt og allt má. Í alvörunni þarf að taka tillit til miklu fleiri atriða en þykjustunni langar til.
Sama teikning af blokkum notar borgarstjórnarmeirihlutinn til að gylla skipulag við höfnina og á flugbrautarreit í Skerjafirði. Lögð er megináhersla á blokkir, einbýlishúsum, tvíbýlis eða parhúsum er markvisst verið að útrýma í borgarskipulaginu, rétt eins og verið að útrýma einkabílnum.
Gerð verður krafa um að íbúar drekki ekki áfengi og séu friðsamir en það þýðir að minna verði um slagsmál og glæpi sem þýðir að hverfið verður vænna til íbúðar, fólk geti sleppt því að læsa útidyrunum og bros mun verða daglangt á hverju andliti auk þess sem öll leiðindi gufa upp í kjölfarið.
Bókunin gæti verið á þessa leið, en þannig gerast kaupin hvorki á eyrinni né í Skerjafirði. Mannlífið er mismunandi sem og óskir og þarfir fólks.
Er ekki tími kominn til að hætta ruglinu og biðja fólk um að segja frá hvað það vill í stað þess að þröngva því í fyrirfram tilbúna kassa sem enginn vill nema borgaryfirvöld og verktakar.
Fjórar hæðir í stað fimm við höfnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kynjaskipting er ekki vandi Sjálfstæðisflokksins ...
20.11.2013 | 12:39
Þannig er það skelfilegt að fimm þúsund flokksmenn [Sjálfstæðisflokksins] kjósi með þessum hætti en fullkomlega eðlilegt að fámenn klíka Besta flokksins hafi valið þrjá karla í efstu sætin fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.
Þetta segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í snjallri grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann gerir að umtalsefni niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og þá staðreynd að kynjahlutfallið er jafnt sé miðað við þau sem urðu í tíu efstu sætunum.
Hann bendir á að forystukona Besta flokksins, flokks Jóns Gnarrs, núna Bjartrar framtíðar, hafi sagt niðurstöðu prófkjör Sjálfstæðismanna vera skelfilega vegna þess að í þremur efstu sætunum séu karlar. Þetta sé einfaldlega rangt. Óli Björn hrekur þá fullyrðingu að konur eigi erfitt uppdráttar innan Sjálfstæðisflokksins og tekur dæmi um hið gagnstæða.
Réttilega nefnir Óli Björn að kynjaskiptingin sé ekki vandamál Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík heldur slök þátttaka í prófkjörinu. Engu að síður kusu helmingi fleiri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins núna en í hjá Samfylkingunni vegna þingkosninganna í fyrra.
Engu að síður segir Óli Björn:
Dræm kjörsókn er vísbending um slaka stöðu Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni og staðfesting á niðurstöðum skoðanakannana undanfarna mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð að fóta sig að nýju í Reykjavík.
Út á þetta gengur málið og þetta þarf Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík að taka fyrir og skoða, rétt eins og Styrmir Gunnarsson segir á Evrópuvaktinni:
Það mun segja töluverða sögu um það, hvort einhver kraftur er í flokknum hvort hann verður tilbúinn til þess að ræða þennan pólitíska veruleika fyrir opnum tjöldum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið tilbúinn til að ræða opið þá kreppu, sem hann hefur verið í frá hruni fram að þessu. Kannski opnar áhugaleysið um prófkjörið nú augum manna fyrir því að slíkar umræður verða að fara fram.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ónauðsynlegur fróðleikur
19.11.2013 | 22:46
Á fjórum mínútum, milli kl. 20:01 og 20:05, fór vatnsnotkunin úr 693 l/sek. í 803 l/sek. Þetta eru þær fjórar mínútur frá því Mandszukic var rekinn út af og þar til flautað var til hálfleiks.
Flokkast þetta ekki sem ónauðsynlegur fróðleikur? Ef til vill má búast við nánari greiningu á frárennslinu, helst miðað við hverfi á höfuðborgarsvæðinu og þá líklega er best að fá meðaltal eftir íbúum, jafnvel eftir götum. Að lokum væri hægt að verðlauna þá götu eða hverfi sem minnst eða mest lætur frá sér.
Það er ekki að spyrja að þeim þarna hjá Orkuveitunni. Mér skilst jafnvel að þeir viti frárennslið eftir íbúðum. Og allar þessar upplýsingar eru sendar áfram til Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna - held ég.
Allir samtaka í að pissa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |