Meirihlutinn í Árborg hefur staðið sig afar vel

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, er kurteis maður og ábyggilegur. Þrátt fyrir óhagstæða skoðanakönnun veltir hann málinu fyrir sér og kemst að eðlilegri niðurstöðu og forðast málalengingar. Hún er einfaldlega þessi í frásögn mbl.is:

Það er hollt að enginn gangi að neinu vísu í pólitík. Þetta vekur fólk til umhugsunar um hvað íbúar vilja á endanum. Við sáum einnig miklar sveiflur í skoðanakönnunum fyrir síðustu kosningar. Þetta er leið til að halda okkur öllum á tánum.

Það sem Eyþór á við er að hann og félagar hans í meirihlutanum þurfa alla tíð að vinna vel að málefnum sveitarfélagsins og það hafa þeir gert. Sveitarfélagið Árborg hafði safnað miklum skuldum þegar vinstri flokkarnir voru þar í meirihluta og þeir náðu ekki tökum á útgjöldunum. Á þessu tók meirihluti Sjálfstæðisflokksins og hefur náð mjög góðum árangri. 

Margra flokka meirihluti í sveitarstjórnum hefur sjaldnast gengið vel. Það sást til dæmis í Kópavogi og víðar um landið. Árborg er dæmi um sveitarfélag sem er vel stjórnað, öllum til hagsbóta. Þetta ættu íbúar að hafa í huga.

Líklega er Eyþóri og meirihlutanum í Árborg meira umhugað að gera vel heldur en að slá einhverjar pólitískar keilur með gagnslausum yfirlýsingum eins og margra stjórnmálamanna er háttur. 


mbl.is „Leið til að halda okkur á tánum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband