... átti nokkur stefnumót vð J. F. Kennedy!

Morgunblaðið er daglega fullt af fróðleik og upplýsingum. Einn af þeim pistlum sem ég les daglega með mikilli athygli er Íslendingaþátturinn sem Kjartan Gunnar Kjartansson, blaðamaður, ritar af mikilli list og þekkingu. Ég veit að þessi þáttur er afar vinsæll enda snertir hann „forna“ taug í flestum.

Í þættinu er merka Íslendinga getið í stutt máli . Þar getur maður rifjað upp æviferil einstaklinga sem voru þekktir hér áður fyrr og mörkuðu margir spor sín í söguna.

Í blaði dagsins er rætt um Thor Thors (1903-1965) og alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Í umfjölluninni segir:

Thor var afar virtur diplómat, þekkti persónulega flesta helstu ráðmenn heimsins og var nánast fjölskylduvinur Kennedyanna. Margrét, dóttir hans, átti nokkur stefnumót með J.F. Kennedy, síðar forseta Bandaríkjanna. 

Af ryðgaðri þekkingu minni held ég að margt betra hefði verið hægt að segja um Thor en þetta með dóttur hans er vart meðal þess sem halda muni nafni hans á lofti. En hvað veit ég svo sem?

Hégómagirnd er dálítið annað og að ýmsu leiti misjafnt hvernig menn vilja láta minnast sín. Þegar faðir minn heitinn var að hvetja mig til náms í æsku minni sagði hann stundum að það væri ekki nóg að vilja heldur skipti afar miklu að leggja sig fram. Í því sambandin nefndi hann drenginn sem féll á landsprófi og reyndi að snú því sér í hag með því að segja: En ég var langhæstur af öllum þeim sem féllu ...

Faðir minn hafði, eins og margir af eldri kynslóðum, áhuga á að vita um ættir manna og keypti því bækurnar „Merkir Íslendingar“, „Samtímamenn“, „Dalamenn“ og fleiri og fleiri. Hann fletti jafnan upp í þeim til að skilja fólk.

Einhverju sinni var verið að ræða um einhvern mann og hann fletti upp í „Samtímamönnum“. Sökum æsku minnar man ég ekki um hvern var verið að ræða en í minni mínu hljómar þetta þannig um spakan mann: Var valinn til að fara á ráðstefnu í Finnlandi en fór ekki ...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband