Skaut leyniţjónustumađur ţriđja skotinu á Kennedy?

jfk-head-angles-400

Oft er sagt ađ raunveruleikinn sé lyginni líkastur. Margir geta boriđ vitni um ţađ en fćst af ţví er eins dramatískt eins og ein af kenningunum um morđiđ á Kennedy 22. nóvember 1963. Vissulega hefur margt veriđ spunniđ upp og flest af ţví eru samsćriskenningar um vondu kallana sem vildu losna viđ góđmenniđ Kennedy.

Í gćr sá ég heimildarmyndina „JFK: The Smoking Gun“ en hún er byggđ á bók eftir fyrrum rannsóknarlögreglumann, Colin McLaren ađ nafni. Hann styđst einfaldlega viđ rannsóknir á kúlunum sem skotiđ var á Kennedy, vitnum sem komu fyrir Warren rannsóknarnefndina sem og öđrum vitnum. Bókin og heimildarmyndin byggist í veigamiklum atriđum á rannsóknum skotvopnasérfrćđingsins Howard Donahue, sem eyddi um tuttugu og fimm árum í rannsóknir á byssukúlunum sem skotiđ var á forsetann. 

jfk-hickey-with-rifle

Niđurstađan er furđuleg svo ekki sé meira sagt og ţađ sem er merkilegast er ađ hún hefur ekki vakiđ neina athygl. Ţó eru tuttugu ár eru síđan bókin „Mortal Error“ kom út, en í henni eru rannsóknir Donahues birtar.

Í stuttu máli gerđist ţetta. Oswald skaut tveimur skotum ađ Kennidy, ekki ţremur. Eitt skotiđ lenti í hálsi Kennidys ađ aftan en hitt lenti í götunni. Ţriđja skotiđ kom ekki frá Oswald heldur leyniţjónustumanni sem sat í nćsta bíl á eftir forsetanum.

Leyniţjónustumennirnir í bílnum heyra ađ skotiđ er af riffli og líta viđ. Leyniţjónustumađurinn Georg Hickey grípur AR-15 hríđskotabyssu af gólfi bílsins, losar um öryggiđ, og ţá kveđjur viđ síđara skotiđ frá Oswald. Um leiđ ţrýstir Hickey óvart á gikkinn og eitt skot ríđur af og lendir í hnakka Kennedys. 

jfk-trajectories-400

Stađreyndin var sú ađ Oswalds skýtur í hálsinn á Kennedy og ţađ skot er allt annars eđlis, ţó banvćnt sé, en skotiđ sem lendir í hnakka hans. Fyrra skotiđ fer í gegnum forsetann og endar í Connelly ríkisstjóra.

Skotiđ sem fer í hnakkann springur ţar enda er ţađ nokkurs konar „dumm-dumm“ kúla sem hafa ţann eiginleika ađ springa um leiđ og ţćr lenda í einhverju. Ţetta skýrir hvers vegna kúlurnar höfđu gjörólíkar afleiđingar.

Fyrra skot Oswalds lenti í götunni og brot úr ţví kastađist líklega upp í bílinn og í höfuđ Kennedys og veldur ţví ađ Kennedy finnur fyrir ţví og lyftir höndum. Ţrjú brot úr kúlunni finnast en ţau bera engin merki ţess ađ hafa veriđ úr ţriđja skotinu, ţar sem engar leifar úr höfđi Kennedys finnast á ţeim.

art-jfk-620x349

Donahue tók eftir ţví ađ skotiđ, sem hann síđar kennir leyniţjónustumanninum um, var fjórum tommum of neđarlega til ađ geta hafa veriđ skotiđ frá Oswald og auk ţess er skotstefnan frá vinstri en ekki hćgri.

Í ţessu öllu er einn vandi og hann er sá ađ niđurstöđur krufningarinnar eru ekki ljósar. Leyniţjónustan lagđi hald á öll gögn rannsóknarinnar á Parkland sjúkrahúsinu, jafnt myndir, minnisblöđ, röntgenmyndir og annađ. Ţeir mörgu sem voru inni er lík Kennedys var rannsakađ ţurftu ađ undirritađ ţagnareiđ sem margir ţeirra rufu ţó um síđir.

jfk-anniversary

Georg Hickey neitađi ávallt ásökunum og hefur aldrei gefiđ kost á viđtali.

Einu samsćriskenningarnar sem hald er í tengjast ţví miđur leyniţjónustunni sem á ađ hafa ţaggađ máliđ niđur. Hún neitađi ţví ađ hríđskotariffill hefđi veriđ í bíl leyniţjónustumannana en engu ađ síđur er til mynd af slíku vopni í bílnum á vettvangi, og hún er hér birt. Ţessu til viđbótar vitna fjölmargir sem stóđu nálgćt bílnum um ađ púđurlykt hafi fundist eftir ţriđja skotiđ. Eđli máls vegna gat hún ómögulega komiđ frá bókasafnsgeymslunni.

Ţá er ađeins eitt eftir og ţađ er ađ á gólfi bókasafnsgeymslunnar, ţar sem Oswald skaut á forsetann, fundust ţrjú skothylki. Ţađ bendir hins vegar ekki til ţess ađ hann hafa skotiđ ţrisvar enda alvanalegt í suđurríkjunum röku, ađ tómt skothylki sé geymt í hlaupinu til ţess ađ koma í veg fyrir rakamyndun. 

Mogginn

Ţó ég hafi veriđ ađeins sjö ára ţegar Kennedy var myrtur man ég glögglega hvar ég var. Ég var úti ađ leika mér og kom eins og áskiliđ var heim í kvöldmat. Í borđstofunni tóku fađir minn og Skúli bróđir á móti mér. Pabbi sagđi ađ Kennedy vćri dáinn og Skúli bćtti ţví viđ ađ hann hefđi veriđ skotinn. Ţetta ţóttu mér slćmar fréttir og viđ tóku miklar umrćđur um hvađ hefđi gerst og svo komu kvöldfréttir útvarpsins eđa voru ţćr búnar ... Ég man ţađ ekki.

Heimildarmyndina „JFK: The Smoking Gun“ má fá á iTunes og ábyggilega víđar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband