Íbúar drekki ekki brennivín og séu friðsamir ...

Gerð verður krafa um græn þök á byggingum sem þýðir að gras eða annar gróður verður á þökum en hann einangrar hús, bindur kolefni og minnkar þörf á upphitun auk þess sem gróður bindur vatn sem gufar í kjölfarið upp. 

Í þykjustunni er allt leyfilegt og allt má. Í alvörunni þarf að taka tillit til miklu fleiri atriða en þykjustunni langar til. 

Sama teikning af blokkum notar borgarstjórnarmeirihlutinn til að gylla skipulag við höfnina og á flugbrautarreit í Skerjafirði. Lögð er megináhersla á blokkir, einbýlishúsum, tvíbýlis eða parhúsum er markvisst verið að útrýma í borgarskipulaginu, rétt eins og verið að útrýma einkabílnum.

Gerð verður krafa um að íbúar drekki ekki áfengi og séu friðsamir en það þýðir að minna verði um slagsmál og glæpi sem þýðir að hverfið verður vænna til íbúðar, fólk geti sleppt því að læsa útidyrunum og bros mun verða daglangt á hverju andliti auk þess sem öll leiðindi gufa upp í kjölfarið. 

Bókunin gæti verið á þessa leið, en þannig gerast kaupin hvorki á eyrinni né í Skerjafirði. Mannlífið er mismunandi sem og óskir og þarfir fólks. 

Er ekki tími kominn til að hætta ruglinu og biðja fólk um að segja frá hvað það vill í stað þess að þröngva því í fyrirfram tilbúna kassa sem enginn vill nema borgaryfirvöld og verktakar. 


mbl.is Fjórar hæðir í stað fimm við höfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband