Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
Kveðja úr hellinum í Esju
21.12.2012 | 00:49
Menn taka meintum heimsendi misalvarlega. Þeir hjá Danmarks Radio, DR2, eru með niðurtalningu þar til heimsendir verður. Þeir hafa einhvers staðar fengið nákvæman tímasetningu á endalokunum, að minnsta kosti í Danmörku. Nú eru eitthvað um 20 tímar í ragnarökin.
Jæja, feginn er ég að vera ekki í mannabyggð meðan á þessum ósköpum stendur. Á laugardaginn verður líklega allt með nýju sniði. Kveð héðan úr helli jólasveinanna í Kistufelli í Esju.
Meðan ég man, ef einhver sér jólasveina á vergangi, fyrir alla muni biðjið þá um að flýta sér upp í heim. Við Grýla bíðum þar tvö saman. Vona að þeir komi sem fyrst, hrikalegt að vera einn með Grýlu eftir heimsendinn. Þá kemur það í okkar hlut ... nei, ég er sko farinn.
Myndin er af Kistufelli. Hellirinn sést venjulega ekki svona vel né heldur slóðin að honum. En þar sem margir jólasveinar hafa verið þarna á ferð er hún greinilegri en oftast áður. Myndin var tekin fyrr í dag (gær).
Ragnarökleysan mikla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viljandi eða óviljandi smokkaskattur ...
20.12.2012 | 10:59
Umsagnir við lagafrumvörp sem ríkisstjórnin leggur fram eru ekki lesnar. Fram kemur í frétt á mbl.is að Samtök atvinnulífsins hafi gert athugasemdir við að óskyldar vörur beri eftirlitsgjald í frumvarpi til laga um lækningatæki.
Svo gripið sé til kunnuglegs frasa þá eiga umsagnir um lagafrumvörp fyrst og fremst að vera til heimabrúks. En ríkisstjórnin virðist hafi náð slíkum þroska og gjörvileika að hún þarf engin ráð, notar ekkert annað heimavið en það sem hún framleiðir sjálf. Það heitir líklega sjálfbærni þó ríkisstjórnin sé sannnarlega blind.
Hins vegar er talsverður munur á löggjafarþingi og almennum rekstri heimila, stofnana eða fyrirtækja. Á þinginu var nefnilega talinn kostur ef ríkisstjórnarmeirihluti og stjórnarandstaða gætu unnið saman. Að auki kostur að fá athugasemdir frá hagsmunaaðila sem vilja gera stjórnvöldum þann greiða að benda á misfellur eða annað í lagafrumvörpum áður en þau verða að lögum.
Sá tími er nú liðinn. Nú er málfrelsi stjórnarandstöðunnar kallað málþóf í tíma og ótíma og athugasemdir við frumvörp eru ekki lesnar.
Ríkisstjórnarmeirihlutinn er svo sjálfbær að hann þarf ekki einu sinni að prófarkalesa lagafrumvörp. Því er ekki furða þótt Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar hafi roðnað örlítið er hún uppgötvaði þetta með fjáröflunarskatturinn á plástra, sjúkrakassa, tannkrem, smokka, dömubindi og annað smálegt.
Óvíst er þó hvort roðinn hafi stafað af því að skatturinn á ofangreindar vörur hafi verið með vilja lagður á þær eða hann hafi verið settur á þær fyrir mistök.
Svona koma nú meinlegu frumvörpin ofan úr ráðuneytunum. Vinstri menn hafa hins vegar í nær fjögur ár ekki minnst á það einu orði á lagaframleiðslu ríkisstjórnarinnar og að þingið sé orðið ekkert annað en afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Var þetta þó mikið umfjallað hér áður fyrr.
Bentu á bleiurnar og smokkana í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lækningatækin smokkar, dömubindi, tannþráður ...
19.12.2012 | 15:59
Málþóf, hrópa þingmenn ríkisstjórnarinnar. Málþóf, hrópar Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, og skrifar langa, langa grein fyrir ríkisstjórnina. Málþóf, hrópa sumir bloggarar. Málþóf, hrópar Björn Valur Gíslason, sem enn mun vera þingmaður Vinstri grænna.
Það er ekki ásetningur stjórnvalda að leggja gjald ofan á einstaka vörur á borð við smokka, bleyjur og dömubindi.
Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, aðspurð á Alþingi í dag. Hún ku hafa roðnað.
Ég er ekki að grínast, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, í dag þegar hann upplýsti um áform ríkisstjórnarinnar að redda fjármálum ríkissjóðs. Í frétt á visir.is segir eftirfarandi í dag:
Í gærkvöldi, þegar farið var að skyggja og nokkuð ljóst að enginn fjölmiðlamaður var á svæðinu, var upplýst um það að það á að skattleggja hjólastóla, bleyjur og smokka. Virðulegur forseti, ég er ekki að grínast," sagði Guðlaugur Þór.
Hann benti einnig á að skattlagning á þessi tæki kæmi harðast niður á heilbrigðisstofnunum og að skatturinn næmi um þrjátíu og tveimur milljónum á þær stofnanir. Og þá læðir háttvirtur stjórnarmeirihluti þessu hérna inn í skjóli nætur."
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem á sæti á velferðarnefnd sem málið heyrir undir, kvaddi sér einnig hljóðs til þess að ræða um frumvarpið og hún gagnrýndi harðlega hvaða hluti verið væri að flokka sem lækningatæki.
Undir þessa skilgreiningu um lækningatæki falla hlutir eins og til dæmis smokkar, dömubindi, tíðartappa, linsuvökva og tannþráð."
Unnur Brá krafðist þess úr ræðustól að nefndin taki málið aftur til sín og endurskoði listann yfir tollflokkana sem um ræðir því þar væru fjölmargir hlutir sem engan veginn væri hægt að skilgreina sem lækningatæki.
Ætli Guðmundur Andri Thorsson og Björn Valur Gíslason haldi því ekki núna fram að frumvarpið um eftirlitsgjald af lækningatækjum hafi verið fullrætt eins og jafnan er sagt þegar stjórnarsinnar eru komnir í vörn. Það sögðu þeir líka um Icesave, ESB og stjórnlagaráðstillögurnar.
Rannsóknin gengur vel, þeir fundu húfu ...
19.12.2012 | 15:28
Fréttin er um að húfa sem strokufangi kann að eiga hafi fundist. Með réttu ætti fréttin að fjalla um slaka öryggisgæslu á Litla-Hrauni, ómögulegt skipulag lögregluyfirvalda sem þremur dögum eftir að maðurinn strýkur eru loksins komnir með mannskap til að kanna hvernig hann komst út.
Húfan hans er utan girðingar en getur nokkuð verið að maðurinn sé enn innandyra. Á ekki eftir að leita þar?
Svona vinnubrögð ganga ekki. Strok fanga er ekki hversdagslegur atburður heldur háalvarlegt vantraust á kerfið. Í þokkabót reyna yfirvöld að trylla landsmenn með því að vara fólk við strokumanninum, segja hann stórhættulegan og ekki megi nálgast hann á neinn hátt.
Hvað er að gerast í fangelsismálum landsins? Hvað er lögreglan að hugsa þegar hún loks þremur dögum eftir strokið birtist við girðingar Litla-Hrauns og með ljósmyndara Morgunblaðsins og líklega fleiri fjölmiðla með sér. Og á myndinni stendur liðið og patar höndum út í allar áttir. Hvaða jólasveinar eru þetta? Jú, Geiri, Grani, Gáttaþefur og Bjúgnakrækir eða hvað?
Er þetta fagmennskan hjá lögreglunni eða bara ómerkilegur PR áróður? Og hvað eru björgunarsveitarmenn að gera á staðnum? Sjá þeir um rannsókn málsins? Þvílík rugl sem þetta mál er allt komið út í.
Þegar stórhættulegur glæpamaður hefur ekki fundist á þriðja degi er ástæða til að spyrja hver beri ábyrgðina og hvernig sú ábyrgð er öxluð.
Líklega verður þeim Geira og Grana sagt upp störfum í einn eftirmiðdag.
Húfa Matthíasar fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvar er hinn djarfi málflutningur frambjóðenda?
19.12.2012 | 11:52
En það er ekki nægjanlegt að marka stefnuna á landsfundi. Forysta Sjálfstæðisflokksins verður að koma fram af festu, tala skýrt og af sannfæringu sýna djörfung í málflutningi. Hið sama á við um frambjóðendur flokksins um allt land. Aðeins þannig munu kjósendur skynja að sjálfstæðismenn séu málafylgjumenn, sem segja það sem þeir meina og gera það sem þeir segja.
Verkefni á landsfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afhelgun embættismanns eða afhjúpun
19.12.2012 | 10:54
Framan af valdaferli Jóns Gnarrs var til siðs að hamast að honum, finna honum allt til foráttu og velja honum ýmis ósæmileg viðurnefni. Nú finnst kannski einhverjum þeir sem hreyta ónotum í borgastjóra og borgarstjórn yfirleitt að embættið hafi beðið hnekki, að virðing fyrir því hafi dvínað, en ég leyfi mér að halda því fram að virðing almennings fyrir embættinu nálgist það stig sem hún á að vera á, að fyrir þorra borgarbúa sé borgarstjóri orðinn þjónn þeirra, að Jóni hafi tekist að afhelga embættið, hann sé einn af okkur.Um þetta leyti kynnir Björt framtíð framboð til alþingiskosninga og á þeim listum eru sum þau sem tekið hafa þátt í að færa borgarstjóra og borgarstjórn nær almenningi. Vonandi tekst þeim líka að afhelga Alþingi ekki mun af veita.
Einföld og skýr skoðun Sigurðar Líndals
19.12.2012 | 10:22
Sú tillaga sem nú liggur fyrir er sett fram í þeirri ímyndun að með lagabókstaf megi breyta þjóðfélagi. Sú ímyndun verður einungis til að stuðla að réttaróvissu sem veldur deilum og sundrungu. Hún er ekki samfélagssáttmáli heldur sundrungarplagg. Þessar tillögur ber því að leggja til hliðar í heild.Hins vegar má vinna á grundvelli gildandi stjórnarskrár við aðlögun stjórnskipunar landsins eftir því sem þörf knýr hverju sinni og þá mælir ekkert gegn því að skoða hugmyndir í þeim stjórnarskrártillögum sem fyrir liggja.Stjórnlög þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga að nýjum aðstæðum, ekki síst á breytingatímum eins og nú, en varast skal snöggar breytingar, hvað þá kollsteypur.
Einnig ber að nefna 20. greinina þar sem er kveðið á um takmarkanir, þ.e. að ekki megi leysa upp félag með ráðstöfun stjórnvalds. Af hverju má ekki banna um sinn félag sem hefur ólöglegan tilgang, líkt og kveðið er á um í 74. grein núverandi stjórnarskrár? Af hverju þarf að fella þetta niður? Glæpasamtök láta nú heldur meira til sín taka en áður.
Atvinnuleysið er ríkisstjórninni að kenna
19.12.2012 | 09:47
Atvinnuleysið er stærsta ávirðingin á ríkisstjórn Íslands. Hvorki hún né ASÍ hefur lagt áherslu a að útrýma því.
Færri atvinnulausir nú en áður bendir annars vegar til þess að fólk sé farið úr landi og tölur um atvinnuþátttöku styðja það, hér vinna færri en áður.
Hins vegar er fjöldi manna án atvinnu, fólk sem fær ekki atvinnuleysisbætur og sér því engan tilgang í því að skrá sig. Þetta er fólk sem hefur haft með höndum atvinnurekstur, oft í eigin nafni. Fjölmargir hafa verið í margvíslegum verktakaiðnaði. Útflutningur á notuðum vinnuvélum hefur haldið lífiinu í þessu fólki.
Einhverjum gæti dottið í hug að lækkun á atvinnuleysistölu sé ríkisstjórninni að þakka. Þa væri nú fróðlegt að vita hvernig hún hafi þá farið að því. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórnin hefur ekkert gert annað en að segja upp fólki til að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins, enginn nema atvinnuleysistryggingasjóður hefur getað tekið við því fólki sem missti þarna vinnu sína. Hækkaðir skattar a fyrirtækin í landinu leiða á sama hátt til atvinnuleysis
Atvinnnuleysið 4,4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tímamót í baráttunni gegn ESB
18.12.2012 | 11:00
Nýr meirihluti í utanríkismálanefnd hefur markað tímamót í baráttunni gegn aðild Íslands að ESB. Samþykkt hennar er í beinu samræmi við skoðanakannanir sem allar sýna mikinn meirihluta þjóðarinnar á móti aðildinni.
Samþykktin er einnig stórpólitísk því í fyrsta sinn er vegið að mikilvægustu stefnu Samfylkingarinnar, raunar þeirri einu, að landið eigi að ganga í ESB. Eftir þetta er Samfylkingin í gríðarlegum pólitískum vanda.
Staðreyndin er sú að þjóðin hefur smám saman uppgötvað að samningaviðræður við ESB eru engar samningaviðræður. Með ályktun Alþingis frá því í júní 2009 var einfaldlega ákveðið að sækja um aðild að ESB, ganga í bandalagið. Þetta var gert með styrkum stuðningi Vinstri grænna sem sviku þar með eitt mikilvægasta kosningaloforð sitt og um leið fullveldi þjóðarinnar.
Samfylkingin og Vinstri grænir skrökvuðu beint og óbeint að þjóðinni.
- Ekki er um að ræða samningaviðræður við ESB
- Viðræður við ESB munu ekki bjóða upp á annað en aðild
- Í lokin verður enginn samningur, enginn pakki, aðeins tímabundnar undanþágur
- Aðlögun Íslands að ESB er fyrir löngu hafin, til þess hefur þurft að breyta lögum, reglum og stjórnkerfi.
Viðræðurnar verði settar á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Sænska sjarmatröllið fer með ósannindi
18.12.2012 | 10:43
Stundum gerist það að útlendir koma hingað til lands og leyfa sér í krafti nafns og fyrrverandi stöðu að tjá sig um íslensk innanríkismál. Oft eru þetta oflátungar og besserwisserar sem telja sig vita allt um stöðu mála á Íslandi. Flestir hafa fengið áfyllingu á tankinn frá heimamönnum sem endilega vilja koma þeim skilaboðum til íslensku þjóðarinnar að hér sé allt á réttri leið.
Svínn Göran Person kom fyrir skömmu hingað og hélt tvennu fram en í hvorugu gat hann farið rétt með. Öðru hafði verið logið í hann af heimamönnum en hitt gæti hann hafa skáldað hjálparlaust. Um þetta ræðir Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi alþingismaður í góðri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Í fyrsta lagi tvítók hann, að Íslendingar hefðu komið lagi á ríkisfjármál sín. Að vísu dró hann nokkuð skyndilega í land síðar meir, þegar fréttamaður spurði hvort framtíðin væri ekki björt. Hún gæti verið það, sagði Persson, en það væri hins vegar búið að taka mikið út á reikning framtíðarinnar. Ókomin ár gætu því orðið snúin.
Skilaboð Perssons eru görótt og standast engan veginn. Hér er gríðarlegt atvinnuleysi, atvinnuleysi til langs tíma er að festa rætur, engin fjárfesting er í þjóðfélaginu, atvinnulífið getur ekki byggt upp vegna skattaáþjánar, skuldastaða heimilanna er hrikalega slæm eftir hrunið og verðtrygginguna og svona má lengi telja.
Og ef ég mætti ávarpa þennan sænska oflátung myndi ég byrja á þessu: Þú þarna. Það er ekkert allt í lagi á Íslandi meðan þúsundir landsmanna ganga atvinnulausir. Atvinnuleysi er einn öruggasti mælikvarði á efnahagslega stöðu þjóðar og samfélg og þar með ranga stefnu ríkisstjórnar. Hafir þú ekki vitað þetta þá hefur tími þinn í stjórnmálum verið byggður á tómum misskilningi ...
Tómas lýsir Göran Persson:
Danir segja þá, sem eru ómótstæðilegir, vera »charmetrold«. Slík tröll dáleiða viðmælendur á þægilegan hátt. Göran Persson er eitt slíkt.
Ég er ekki sammála Tómasi. Svona kallar líta ekki til almennings, þeir tala í fjölmiðlum og í skálaræðum. Gjalda ber varhug við mönnum sem kallaðir eru sjarmatröll. Þau hafa yfirleitt ekkert fram að færa en eru afar sennilegir með ósannindin og við þeim gleypa margir umhugsunarlaust.
Hitt sem Tómas gerir athugasemdir við málflutning sjarmatröllsins er sú fullyrðing þess að tenging svissneska frankans við Evruna beri vott um leyndan styrkleika hennar.
Svisslendingar muna þá tíð, þegar upplausn í gjaldeyrismálum Ítalíu, Spánar, Portúgals, Stóra-Bretlands og jafnvel Þýskalands leiddi til mikillar hækkunar svissneska frankans. Þá fylgdi þeirri þróun útgáfa aðila utan Sviss á skuldabréfum í svissneskum frönkum, sem gat jafngilt peningaprentun. Á þeim tíma gripu Svisslendingar til varna, en þær komu ekki að gagni, eftir því sem þeir hafa tjáð mér.
Nú grípa þeir til þess ráðs að tengja sig vandamálagjaldeyrinum. Það skýrist að sjálfsögðu, þegar litið er til mikilvægis ESB fyrir svissneskar vörur og þjónustu. Með þeirri ráðstöfun eru Svisslendingar að lágmarka tjónið sem vandræðin geta valdið. Veikleiki evrunnar er leiddur tímabundið inn í svissneskt efnahagslíf til að halda jafnvægi í samkeppnisstöðu ESB-ríkja og Sviss. Að lýsa þessu sem framtíðaráhuga Svisslendinga á að tengjast evrunni og Evrópusambandinu er því mjög villandi, svo ekki sé dýpra tekið í árinni.
Svo bíður íslenska þjóðin í ofvæni eftir því að Göran Persson komi aftur hingað til lands. Líklega verður það á næsta landsfundi Samfylkingarinnar þar sem hann mun mæra nýjan formann flokksins og lýsa því yfir að ríkistjórnin hafi staðið sig alveg obboðslega vel.
Hann mun seint koma við hjá Mæðrastyrksnefnd eða Vinnumálastofnun.
Gakk í björg og bú með oss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |