Lækningatækin smokkar, dömubindi, tannþráður ...

Málþóf, hrópa þingmenn ríkisstjórnarinnar. Málþóf, hrópar Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, og skrifar langa, langa grein fyrir ríkisstjórnina. Málþóf, hrópa sumir bloggarar. Málþóf, hrópar Björn Valur Gíslason, sem enn mun vera þingmaður Vinstri grænna.

Það er ekki ásetningur stjórnvalda að leggja gjald ofan á einstaka vörur á borð við smokka, bleyjur og dömubindi.

Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, aðspurð á Alþingi í dag. Hún ku hafa roðnað.

Ég er ekki að grínast,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, í dag þegar hann upplýsti um áform ríkisstjórnarinnar að redda fjármálum ríkissjóðs. Í frétt á visir.is segir eftirfarandi í dag:

Í gærkvöldi, þegar farið var að skyggja og nokkuð ljóst að enginn fjölmiðlamaður var á svæðinu, var upplýst um það að það á að skattleggja hjólastóla, bleyjur og smokka. Virðulegur forseti, ég er ekki að grínast," sagði Guðlaugur Þór.

Hann benti einnig á að skattlagning á þessi tæki kæmi harðast niður á heilbrigðisstofnunum og að skatturinn næmi um þrjátíu og tveimur milljónum á þær stofnanir. „Og þá læðir háttvirtur stjórnarmeirihluti þessu hérna inn í skjóli nætur."

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem á sæti á velferðarnefnd sem málið heyrir undir, kvaddi sér einnig hljóðs til þess að ræða um frumvarpið og hún gagnrýndi harðlega hvaða hluti verið væri að flokka sem lækningatæki

„Undir þessa skilgreiningu um lækningatæki falla hlutir eins og til dæmis smokkar, dömubindi, tíðartappa, linsuvökva og tannþráð."

Unnur Brá krafðist þess úr ræðustól að nefndin taki málið aftur til sín og endurskoði listann yfir tollflokkana sem um ræðir því þar væru fjölmargir hlutir sem engan veginn væri hægt að skilgreina sem lækningatæki.  

Ætli Guðmundur Andri Thorsson og Björn Valur Gíslason haldi því ekki núna fram að frumvarpið um eftirlitsgjald af lækningatækjum hafi verið „fullrætt“ eins og jafnan er sagt þegar stjórnarsinnar eru komnir í vörn. Það sögðu þeir líka um Icesave, ESB og stjórnlagaráðstillögurnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður, ef þetta er tilfellið að þessir vöruflokkar hafi verið þarna fyrir mistök þá endurspeglar það vanhæfni þeirra sem eru að undirbúa og leggja þessi mál fram. Svo er spurningin hvort að tilgangur vinnubragða stjórnvalda sé ekki akkúrat að flaustra málum fram án ítarlegrar umræðu til að reyna að lauma svona trójuhestum með?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 20:00

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það var nú einmitt það sem ég meinti, Kristján. Málþóf er ekki málið ... heldur flausturslegur undirbúningur. Takk fyrir innlitið, Kristján.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.12.2012 kl. 20:05

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú verður nú að viðurkenna að þetta eru mjög tilkomumikil mistök. Svona eins og að reyna að klæða sig í fataskápinn sinn, eða búa óvart til mólotovkokteil og kveikja fyrir algera handvömm í stofuborðinu heima.

Maður spyr sig... hvað er læknað með bleyjum?

Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2012 kl. 23:08

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, ég viðurkenni það, Ásgrímur. Velti því samt fyrir mér hvort einhver hefði tekið eftir þeim þegar lögin hefðu tekið gildi. Það gæti hafa orðið tilkomumeira.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.12.2012 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband