Tímamót í baráttunni gegn ESB

Nýr meirihluti í utanríkismálanefnd hefur markað tímamót í baráttunni gegn aðild Íslands að ESB. Samþykkt hennar er í beinu samræmi við skoðanakannanir sem allar sýna mikinn meirihluta þjóðarinnar á móti aðildinni.

Samþykktin er einnig stórpólitísk því í fyrsta sinn er vegið að mikilvægustu stefnu Samfylkingarinnar, raunar þeirri einu, að landið eigi að ganga í ESB. Eftir þetta er Samfylkingin í gríðarlegum pólitískum vanda.

Staðreyndin er sú að þjóðin hefur smám saman uppgötvað að samningaviðræður við ESB eru engar samningaviðræður. Með ályktun Alþingis frá því í júní 2009 var einfaldlega ákveðið að sækja um aðild að ESB, ganga í bandalagið. Þetta var gert með styrkum stuðningi Vinstri grænna sem sviku þar með eitt mikilvægasta kosningaloforð sitt og um leið fullveldi þjóðarinnar.

Samfylkingin og Vinstri grænir skrökvuðu beint og óbeint að þjóðinni.  

  1. Ekki er um að ræða samningaviðræður við ESB
  2. Viðræður við ESB munu ekki bjóða upp á annað en aðild
  3. Í lokin verður enginn samningur, enginn pakki, aðeins tímabundnar undanþágur
  4. Aðlögun Íslands að ESB er fyrir löngu hafin, til þess hefur þurft að breyta lögum, reglum og stjórnkerfi.
Aldrei í samanlagðri pólitískri sögu íslensku þjóðarinnar hafa tveir stjórnmálaflokkar logið jafnmiklu um jafnmikilvægt mál. Nú eru tímamót. Utanríkismálanefnd hefur séð að sér og þá er von til þess að Alþingi afturkalli umsóknina eða leggi málið einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 


mbl.is Viðræðurnar verði settar á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég mun aldrei kjósa með ESB!

Sigurður Haraldsson, 18.12.2012 kl. 11:12

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góður, nafni. Ekki ég heldur. Nema við komumst að kjötkötlunum, fáum feitt embætti með rosalegum launum og engri vinnuskyldu ... svona eins og Gnarrinn. ;-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.12.2012 kl. 11:14

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki fullsnemmt að fagna enn?

Samþykkt þessarar tillögu mun kosta líf ríkisstjórnarinnar.

Ég spái því að hún muni fá hægt andlát.

Árni Gunnarsson, 18.12.2012 kl. 11:37

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hver áfangi sem færir okkur fjarri ESB er fagnaðarefni, Árni. Ég er þó ekkert viss um að tillagan verði samþykkt á Alþingi, kattasmölunin er komin í gang. Hef því litlar áhyggjur af því hvort ríkisstjórnin tóri til vors. Þá tekur þjóðin ríkisstjórnina af lífi hratt og lýðræðislega.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.12.2012 kl. 11:40

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Úr því sem komið er finnst mér að það sé fyrir bestu að þessi stjórn tóri til vors. Það er bara til vandræða að setja saman nýja Ríkisstjórn þegar einungis 5 mánuðir eru í kosningar.

Ótrúlegt að þessi kona skuli hafa komið fram sí og æ með töngl um að þjóðin þurfi að hafa meira umboð varðandi þetta og hitt en síðan veit hún ekki sjálf hvaðan hún fær sitt umboð. Þetta varðandi lyklana og hvert hún á að skila þeim er farsi aldarinnar og ótrúlegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa nítt af henni skóinn út af þessum ummælum.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.12.2012 kl. 11:49

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það má alveg kjósa strax, Sindri. við þurfum ekki að bíða til vors.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.12.2012 kl. 11:52

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Akkúrat Sigurður, við nefnilega gengum í ESB í júní 2009, þjóðin á síðan að fá að kjósa um að ganga úr sambandinu ÞEGAR búið er að aðlaga landið að ESB.

Þetta er sambærilegt því að vera nauðugur settur upp í flugvél sem fer á einhvern stað sem við viljum ekki fara á, eftir að vegabréfseftirlitið (ESB) hleypir okkur í gegn þá förum við í líkamsleit í tollinum til að tollararnir (ESB) geti gengið úr skugga um að við séum ekki með einhverja óáran í farteskinu, að lokinni líkamsleit þá getum við ákveðið hvort við snúum við aftur út í flugvél eða fara inn í landið sem við vildum ekki fara til í fyrsta lagi.

Svik VG eru þeim mun stærri þar sem þeir nauðguðu kjósendum sínum, gegn okkar vilja, upp í þessa flugvél í ferðalag sem við kusum VG til að þurfa EKKI að fara í, formaður VG vælir síðan um lélegan móral í tollinum og málmþreytu í flugvélinni. 

Svo sem ekki við miklu að búast af formanni sem flokksbundið VG-lið nennir ekki einu sinni að kjósa á lista til næstu kosninga.

Eggert Sigurbergsson, 18.12.2012 kl. 12:24

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góður samanburður hjá þér, Eggert. Ég nota þetta kannski við næsta tækifæri.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.12.2012 kl. 12:36

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég er algjörlega sammála þér Sigurður, það eru breytingar í loftunum svo það er aldrei að vita hvað gerist á Alþingi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.12.2012 kl. 12:46

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Alveg sammála Sigurður, það á að kjósa en er það víst að svo verði ef stjórnin fellur á morgun?

Það er óráð fyrir Sjalla og/eða aðra að mynda nýja stjórn án kosninga, til setu í 5 mánuði.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.12.2012 kl. 13:02

11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála því, gagnslaus starfsstjórn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.12.2012 kl. 13:03

12 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Vona að þetta fólk fari frá sem allra fyrst, það er búið að eyðileggja svo mikið að það verður ekki auðvelt að laga það. Munið þið eftir því þegar Steingrímur J öskraði fram á þingi að þetta myndi ekki bitna á heilbrigðiskerfinu og eða velferðarkerfinu? Hvað er að gerast, fólk liggur fram á göngum í Sjúkrahúsum sem hafa engin lækningatæki nema af skornum skammti og í ólagi, fólk stendur í biðröðum eftir mat,og aðrir svelta, en það er hægt að eiða peningum í ESB sem enginn vill með hafa, og líka í ólöglegt stjórnlagaráð. Tvö aðalmál þessarar stjórnar eru ekki í umboði þjóðarinnar, heldur Flugfreyjunnar og Fjósamannsins!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.12.2012 kl. 15:45

13 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það er ekki rétt hjá þér - það hefur enginn skrökvuðu neinu af þessu sem þú taldir upp. ég er heldur ekki að sjá nein tímamót í þessu útspili Jóns. en það er núna augljóst að þú gerir allt til að almenningur þessa lands fá ekki að taka upplýsta ákvörðun um aðild.

Rafn Guðmundsson, 18.12.2012 kl. 17:52

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, þetta er ekki rétt hjá þér, fyrir utan að aðeins örlítið brot af almenningi les þetta hjá mér. Enn er því haldið fram að verið sé að semja við ESB, það er rangt. Viðræðurnar miðast við aðild Íslands, ekkert annað. Hugsanlega er um að ræða nokkrar tímabundnar undanþágur. Hvað er rangt hjá, Rafn?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.12.2012 kl. 18:22

15 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þessar fullyriðingr, liðir 1-3 eru bara í huganum á þér - lið 4 er hægt að lesa á tvo vegu. og þótt aðeins örlítið brof af almenningi sé að lesa þessi skrif þá gefur það þér ekki rétt til að fara með rangt mál.

Rafn Guðmundsson, 18.12.2012 kl. 21:14

16 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvernig geturðu fullyrt að liðir 1-3 séu rangir? Hvaða rök hefurðu fyrir því? Er aðlögun stjórnkerfis Íslands að lögum og reglum ESB ekki hafin? Hvaða rök hefurðu fyrir því? Rafn, þú getur með neinum rökum haldið því fram að rök mín séu röng. Ég skora á þig að koma með haldbær rök eða vera ber að ósannindum.

Bendi þér á þennan pistil hjá mér. Hann ætti að skýra nákvæmlega út fyrir þér hvernig staðan er vegna ESB viðræðnanna: http://sigsig.blog.is/admin/blog/?entry_id=1267521

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.12.2012 kl. 21:37

17 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eins og ég, veist þú að þetta er rétt hjá mér. það hefur oft, oft, oft komið fram og eingöngu örfáir nei menn sem halda öðru fram - eins og þú. virðist þeir gera það til að hræða almenning með bulli eins og þessu til að almenningur geti ekki tekið upplýsta afstöðu til ESB. fyrir hvern veit ég ekki og kannski ekki þú heldur.

Rafn Guðmundsson, 18.12.2012 kl. 21:56

18 Smámynd: Rafn Guðmundsson

síðan sem þú bentir á er lokuð eða ekki aðgengilega

Rafn Guðmundsson, 18.12.2012 kl. 21:57

19 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Rafn. þetta er rangt hjá þér. Þú hefur ekki kynnt þér málin nægilega vel. Hérna er rétt slóð http://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1267521/

Lestu þennan pistil. Ef þú ert ósammála komdu með heimildir um hið gagnstæða. Ef þú getur það ekki ertu í vondum málum, minn kæri. Og raunar ertu það, það er alveg ljóst.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.12.2012 kl. 22:06

20 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei Sigurður - það er ekki hægt að koma með rök þegar viðkomandi vill ekki trúa þeim. eins og ég sagði - þetta er allt bara í huganum á þér.

Rafn Guðmundsson, 18.12.2012 kl. 22:41

21 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tóm vitleysa hjá þér. Rök eru rök, óháð því hvort einhver trúir þeim. Þú veldur mér vonbrigðum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.12.2012 kl. 22:44

22 Smámynd: Rafn Guðmundsson

átti aldrei von á öðru. hef sjálfur þá tilfinningu að ég sé bara að tala við óþekkan krakka sem er búinn að bíta í sig einhverja vitleysu.

reyni þó einu sinni enn og svo gefst ég upp.

meira að segja þessi og það vg aðilar vita þetta:

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/18/jon-ekki-einn-a-bati-framjodendur-vg-i-sudurkjordaemi-vilja-fa-botn-i-vidraedur/

Rafn Guðmundsson, 18.12.2012 kl. 22:55

23 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fyrirgefðu, en veistu nokkuð um þessi mál? Hefurðu lesið að sem ESB segir um aðlögunarviðræðurnar? Bandalagið talar aldrei um samningaviðræður, aldrei um niðurstöður.

Ef til vill er eftirfarandi bara úr einhverjum óþekkum krakka sem skrifaði reglur ESB um eðli stækkunar í bæklingi bandalagsins sem nefnist, „Understanding Enlargement - The European Union’s enlargement policy“. Í honum segir meðal annars:

„First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.“

Segðu mér annars, hvað skilur þú ekki í ofangreindum texta frá Evrópusambandinu? Þetta skilst bara á einn veg og er ekki frá mér komið, í stuttu máli er það þetta:

1. Ekki er um samningaviðræður að ræða heldur aðlögunarviðræður

2. Þær fjalla um aðlögun og tímasetningu þeirra

3. Reglur ESB eru ekki umsemjanlegar fyrir umsóknarþjóðina

4. Umsóknarþjóðin á að samþykkja og sýna fram á hvernig og hvenær

Svona Rafn, reyndu að taka sönsum. Ef þú trúir mér ekki þá hlýturðu að trúa ESB. Reyndu svo að afla þér upplýsinga og þær má fá frá ESB á þessari vefslóð: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf.

Og ekki svara þessari athugasemd nema þú hafir eitthvað vitrænt fram að leggja. Því miður hefur þekking þín á þessum málum verið afar léleg.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.12.2012 kl. 23:19

24 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það er nú gott hjá Rafni að benda á frétt á eyjunni sem er málgagn ESB-sinna.Þessi ríkisstjórn er búin að standa í svikum gagnvart þjóðinni frá upphafi í þessu ESB máli þegar það var talað um að kíkja hvað væri í boði.Þjóðin var sett í aðlögun að ESB strax í upphafi því þetta var eina stefnuskrá ríkisstjórnarinnar ásamt að breyta stjórnarskránni svo við féllum að reglum ESB.Því ber að kjósa um þetta strax hvort það eigi að halda þessari aðlögun áfram eða ekki það kallast lýðræði sem er illa séð innan ríkisstjórnarinnar.Svo held ég að á meðan að ESB er með allt niður um sig og gott betur en það og ekki séð að það muni lagast á næstu árum á ekki einusinni að hugsa um þetta,annað eru landráð ef á að halda þessu áfram.Fyrir mitt leyti vill ég ekki sjá að fara þarna inn.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 19.12.2012 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband