Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Á nú að þagga niður í listamanninum?

Í góðum skopmyndum dagblaða er oft dulinn sannleikur, broddur sem svíður undan. Listamaðurinn lítur á samtíð sína og túlkar hana á þann hátt sem hann best fær séð. Það er gott.

Verra væri ef hann ritskoðaði sjálfan sig svo úr verður teikning eitthvað moð sem enginn tekur eftir. Verst af öllu er þó ef umvöndunarsinnar ráðast með alefli sínu á listamanninn og reyna að beita hann ritskoðun.

Þeir sem þannig haga sér rísa yfirleitt upp til varnar sínum en ekki öðrum. Þeir eru pólitískir hakkarar sem finnst það t.d. í lagi að gera at í svokölluðum útrásarvíkingum en aldrei að einhverjum sem þeim er annt um. 

Vart þarf að útskýra stöðu Sifjar Friðleifsdóttur, alþingismanns, ofan í þá sem fylgjast með stjórnmálum. Listamaðurinn fylgist með og færir í mynd það sem aðrir segja berum orðum.

Páll Vilhjálmsson, bloggari orðar skoðun sína á þessa leið: „Pólitískt vændi er að þingmaður selur atkvæði sitt og lætur sannfæringu sína lönd og leið. Siv Friðleifsdóttir er einarður stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar í stórmálum eins og Icesave og ESB-aðild og eflaust fleiri smáum. Hún vill gera Framsóknarflokkinn að þriðja hjóli undir vagni Samfylkingar og Vinstri grænna.“

Sé það rangt sem Páll segir þá verður það einfaldlega svo að vera, þetta er skoðun hans. Fleiri sjái stöðu þingmannsins í þessu ljósi og listamaðurinn dregur upp mynd í einföldum dráttum. Var einhver að tala um þöggun?


mbl.is Gagnrýna skopmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæði um ríkisstjórnina

Össur hefur ekki sést lengi og látið lítið á sér bera með Jóhanna hefur stappað niður fótum og átt sinn þátt í að hrekja stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í burtu.

Og nú dettur Össuri, utanríkisráðherra, það þjóðráð í hug að vísa kvótakerfinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann er þá kominn í bandalag með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem vill vísa aðildinni að Nató í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er fagnaðarefni að þeir skoðanabræður, Össur og Ögmundur, skuli nú loksins ná saman um þjóðþrifamál. Þeir eru ekki menn til að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið hjálparlaust.

Þó ekki sé ég svo ýkja sammála þeim bræðrum í stjórnmálum langar mig til að leggja orð í belg og hvetja til þess að ríkisstjórnin verði sett i þjóðaratkvæðagreiðslu. Á mannamáli heita það þingkosningar.

Þjóðarakvæði um ríkisstjórnina myndi nú geta sparað að minnsta kosti hálfan milljarð, þ.e. þjóðartkvæðin þeirra Össurar og Ögmundar. Og bónusinn er að við gætum fengið nýtt þing og nýjar áherslur í stað kattasmölunarstefnu Jóhönnu. 


mbl.is Þjóðaratkvæði um kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherra með umboð ríkisstjórnar á Nató fundi?

Í ljósi þess að Alþingi hefur hafnað vantrausti á ríkisstjórnina vill almenningur sjálfsagt fá að vita hvernig samkomulagið er á milli VG og Samfylkingarinnar. Þá er nærtækast að spyrja hvor ríkisstjórnin hafa rætt um samræmda stefnu Nató í Líbíu?

Utanríkisráðherrann (man ekki hvað hann heitir) kemur úr Samfylkingunni og situr fundir Nató. Auðvitað hefur hann haft samráð við VG um afstöðu Íslands varðandi aðgerðir Nató í Líbíu og víðar. Til að þessi mál komist nú á hrein vil ég spyrja eftirfarndi spurninga og vænti þess auðvitað að einhver forystumanna VG svari:

  1. Er VG sammála aðgerðum Nató í Líbíu?
  2. Hvort styður VG ríkisstjórn uppreisnarmanna eða ríkisstjórn Gaddafís?
  3. Hvorum armi Nató er VG fylgjandi, þeim sem vill ekki láta uppreisnarmenn fá vopn eða hinum sem ekki vilja það?
  4. Er VG sammála því að aðstoða uppreisnarmenn í Líbíu fjárhagslega rétt eins og Nató ríkin hafa samþykkt (og þar á meðal Ísland)?
Sé rétt sem fullyrt er að vantraustið sem Alþingi hafnaði hafi þjappað þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna saman, má gera ráð fyrir því að sá tími sé liðinn að annar ríkissstjórnarflokkurinn fari sínu fram en hinn þegi þunnu hljóði. Geri ég hér ráð fyrir því að utanríkisráðherrann (sem ég man ekki ennþá hvað heitir) hafi farið með umboð beggja flokkanna á Nató fundinn.

 


mbl.is NATO-ríki funda enn um Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn á ný á leið í Samfylkinguna?

Er málefnalega hægt að sitja hjá þegar um vantraust á ríkisstjórn er að ræða? Annað hvort ertu með eða á móti. Í raun og veru er maðurinn að styðja ríkisstjórnin í því skyni að halda dyrum opnum ef hann vildi bregða sér aftur af bæ, ganga enn á ný í Samfylkinguna.

Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að við þurfum nýtt þing. Gjáin mill núverandi þings og þjóðarinnar stækkar stöðugt.


mbl.is Guðmundur sat hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmund í hlutverki Gróu á Leiti.

Er Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, verkstjóri við rannsókna efnahagsbrotanna? Nei, það er hann ekki. Til rannsóknanna var stofnað í tíð Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, er hann réð í starf sérstaks saksóknara.

Innanríkisráðuneytið kemur ekki nálægt rannsókn efnahagsbrotanna og raunar ekki nein önnur stofnun en embætti sérstaks saksóknara.

Innræti Ögmundar Jónassonar er greinilega slíkt að hann telur sér sóma að því að kasta rýrð á embætti sérstaks saksóknara og gera að því skóna að það taki við fyrirskipunum utanfrá. Nema því aðeins að Ögmundur hafi sjálfur reynt að hafa þessi sömu áhrif sem hann ætlar öðrum.

Maðurinn sem helst ekki í ráðherraembætti heldur hrökklast í og úr ríkisstjórn eftir því sem vindurinn blæs ætti ekki að setja sig á háan hest. Hann getur ekki einu sinni druslast til að fylgja sannfæringu sinni og leggja af umsókn ríkisstjórnarinnar um ESB aðild. Hann getur ekki heldur fylgt sannfæringu sinni í málefnu Nató og krafist þess að Ísland segi sig úr bandalaginu. Hann lætur yfir sig ganga, þvert á yfirlýsingar sínar að rikisstjórnin styði hernaðaraðgerðir Nató í Líbíu.

Maður sem hefur fullt af skoðunum en engan dug til að fylgja þeim eftir ætti ekki að taka þátt í stjórnmálum. Hann ætti að standa einhvers staðar annars staðar í hlutverki Gróu á Leiti. 


mbl.is Stendur vörð um rannsóknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlitsupplyfting VG mistekst herfilega

Í daglegu tali er því haldið fram þegar einhver er gerður afturreka með eitthvað hafi hann beinlínis „runnið á rassgatið“ með verkefnið. Og svo brosa menn í kampinn eða hlægja.

Vinstri grænir áttu auðvitað að gera það sem þeir gera best, þegja og halda sig við upphaflega ákvörðun. Þess í stað duttu þeir á afturendann. Árni Þór Sigurðsson skilaði til baka formennskunni í þingflokknum og hefur líklga verið skömmustulegur.

Guðfríður Lilja gerði nákvæmlega það eina sem hún gat, þ.e. hafnað stöðunni. Sá sem einu sinni hefur verið barinn tekur ekki gleði sína á ný þó ofbeldismennirnir sjái að sér. Auðvitað veit konan að afturbati flokkseigendafélagsins var ekki klínískur heldur útlitslegur. Það sem átti að vera andlitsupplyfting hefur mistekist herfilega og ásýnd flokksins er eiginlega sú af óæðri endanum.

VG hefur komið afar illa út út þessum hrókeringum með formennskuna í þingflokknum. Og nú var ætlunin að setja plástur á báttið og halda áfram. Nei, Guðfríður Lilja hafði í sér stolt og sætti sig ekki við framkomu flokkseigendanna.

Niðurstaðan er sú að Árni glataði silkihúfunni og Þuríður Backman var skipuð sem þingflokksformaður og gátu allir sætti sig við hana enda hefur hún verið þæg og góð og brosað til beggja fylkinga.

En þjóðin hlær, tekur raunar bakföll, og skellihlær eins og Ómar Ragnarsson þegar hann skemmtir sér mest.

Trúi því að VG fari afar neðarlega í skoðanakönnunum á næstunni. Raunar er flokkurinn varla merkilegri orðinn en Besti flokkurinn.


mbl.is Þuríður þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heygarðshorn Birkis Jóns og Sifjar

Hlaupa nú Framsóknarmenn upp til handa og fóta og reyna að draga úr þeim skaða sem Sif Friðleifsdóttir olli í morgun með útvarpi sínu um að flokkurinn ætti að „styrkja“ núverandi ríkisstjórn.

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, reynir að dreifa athyglinni og benda á að flokkurinn sé tilbúinn að taka þátt í þjóðstjórn um afmörkuð verkefni.

Hvorugt þeirra virðist gera sér grein fyrir þeirri gjá sem síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla hefur myndað milli þings og þjóðar. Þau eru enn við sín gömlu heygarðshorn, virðast ekkert skilja og ekkert sjá. Þjóðin er ekki að krefjast áframhaldandi ríkisstjórn eða þjóðstjórnar. Núverandi ríkisstjórn er löngu dauð. Tími þjóðstjórnar var fyrir ári, nú er þörf á öðrum aðgerðum.

Núna er þörf á kosningum. Þjóðin vill fá að velja nýja þingmenn til ábyrgðar og helst setja þá af sem voru tilbúnir til að fórna sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar til Hollendinga og Englendinga eða til ESB. 


mbl.is Þjóðstjórn um afmörkuð verkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sættum okkur aldrei við atvinnuleysi

Miðað við stærð hagkerfisins ætti þjóðin að eiga mjög auðvelt með að halda uppi fullri atvinnu. Það sem mestu skiptir er viljinn. Við eigum aldrei að þola atvinnuleysi, og alls ekki milli 9 og 10%.

Atvinnuleysi er það mesta böl sem getur komið fyrir nokkurn heilbrigðan mann. Við eigum að gera þá kröfu til ríkisstjórnar, þings, sveitarstjórnar og aðila vinnumarkaðarins að framar launahækkunum skuli áherslan lögð á fulla atvinnu.

Sættum okkur aldrei við mat Danske Bank.


mbl.is Lærið að lifa með atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sif vill styrkja löngu dauða ríkisstjórn?

Líklega hafa fleiri en ég hlustað með undrun á Sif Friðleifsdóttur alþingismann lýsa því yfir í tvígang í viðtalsþætti í morgunútvarpinu að hún vilji að framsóknarflokkurinn gangi inn í núverandi ríkisstjórn. „Til að styrkja hana ...“, sagði Sif.

Vissulega er nú þörf á að styrkja núverandi ríkisstjórn þar sem hún hefur ekki komið neinu í verk. Hins vegar er óvíst að það takist því málefnalega er hún löngu dauð. Aðstoð Sifjar myndi því einungis verða einhver tilraun til uppvakningar en ekki lífs.

Það vakti hins vegar athygli mína að Sif tók upp orðfæri fjármálaráðherra er hún sagði að það væri ekki gott að kjósa núna og bæta pólitískri óvissu ofan á þau vandamál sem fyrir eru. Greinilegt er að Sif er ekki í góðum félagsskap þessa daganna.

Hafi það farið framhjá þingmanninum þá kom í ljós gríðarlegur skoðanamunur á afstöðu þings og þjóðar til Icesave laganna. Um 70% þingmanna studdu þau en um 60% þjóðarinnar leggst gegn þeim. Úrslitin eru skýr krafa þjóðarinnar um kosningar. Þingið á auðvitað að sjá sóma sinn í því að boða til kosninga enda þarf nýtt fólk til ábyrgðar. Við höfun einfaldlega fengið nóg af aðgerðaleysi og mistökum þingsins undanfarinna tveggja ára.

Og það skal Sif muna, enda er það ferskt í minni almennings, að Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þessari ríkisstjórn og það væri það alversta fyrir pólitískan trúverðugleika flokksins hef hann ætlar að leggja nafn sitt við ríkisstjórn sem í raun hefur ekkert gert og engu skilað þrátt fyrir afar háleit markmið. 


mbl.is Vill að Framsóknarflokkur fari í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvartsár og aðgerðarlaus ríkisstjórn

Ríkisstjórnin kvartar undan því að forsetinn stundi stjórnmálastarfsemi á Bessastöðu. Líklega finnst henni ómöguleg að forsetinn skuldi reyna að telja kjark í þjóðina og reyna að koma málstað hennar á framfæri erlendis.

Staðreyndin er hins vegar sú að forsætisráðherra er fyrir löngu búinn að tapa jarðtengingu og fjármálaráðherra hefur ekki óskiptan flokk á bak við sig.

Þeir þurfa því að taka á málunum sem það geta fyrst ríkisstjórnin stendur sig ekki í stykkinu. Ég hef sagt það áður og ég endurtek það; ríkisstjórnin er dáin en hún veit það ekki. Hún er kvartsár vegna þess að hún veit að hún stendur sig ekki.

Gagnslaust er fyrir forsætisráðherra að stappa niður fótum og hóta samstarfsflokknum stjórnarslitum smali fjármálaráðherrann ekki saman köttunum. Og Samfylkingin er hætt að stunda pólitík, hún bíður þess að forsætisráðherran segi af sér og hætti.

Þessi ríkisstjórn hefur aldrei gengið í takt og mun aldrei gera það. Innan skamms verður hún aðeins slæm minning. 


mbl.is Ömurleg frammistaða Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband