Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Kastað á fjölda þingmanna á næstu vikum
11.4.2011 | 08:43
Nú bregst forsætisráðherra og raunar ríkistjórnin öll. Yfirleitt þegar hún verður fyrir miklu áfalli, kvarnast úr liðsstyrk stjórnarinnar, þjóðaratkvæðagreiðsla dæmist ógild, þjóðaratkvæðagreiðslur tapast og skoðanakannanir eru í óhag þá hefur það hingað til verið álitið að það styrki ríkisstjórnina. Látum nú rökræðum um þetta viðhorf vera en skoðum hitt.
Ríkisstjórnin ætlar að meta það á næstu dögum eða vikum hvort hún hafi nægan þingstyrk til að koma í gegn mikilvægum málum.
Nú hef ég fengið það staðfest sem mig grunaði. Ríkisstjórnin á í erfiðleikum með að telja upp í 63, en það eru þingmenn Alþingis. Rúman helming, 32 þingmenn, þarf ríkisstjórn að hafa í liði sínu hið minnsta ætli hún að geta komið hugðarmálum sínum í gegnum þingið.
Hversu marga daga eða vikur þarf til að telja upp í þrjátíu? Hvað þarf marga daga til að telj atvinnulausa á landinu, illa stödd heimili vegna myntkörfulána ... og hvað þarf í ofanálag marga daga til að bregðast við.
Ríkisstjórn sem þarf langan tíma til að meta hvort hún hafi nægan þingstyrk hefur hann ekki. Líklega er þá ætlunun að gera nokkrum þingmönnum tilboð sem þeir geti ekki hafnað ...
Styrkur ríkisstjórnar metinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjöldi bíla útaf á Holtavörðuheiði í dag
10.4.2011 | 20:31
Aldeilis stórkostlegt að láta sér detta það í hug að nota mynd frá höfn þegar rætt er um óveður á Holtavörðuheiði og hvergi minnst á hafnir í fréttinni.
Hérna er þó mynd af Holtavörðuheiði tekin rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Þá myndaðist krapablettur í beygju á veginum á sunnanverðri heiðinni. Bíllinn vinstra megin flaut útaf, lenti í ís og skemmdist lítilsháttar. Mjög hvasst var en fljótlegt reyndist að draga bílinn upp á veginn aftur. Bílstjóra og farþega sakaði ekki.
Rétt nærri háheiðinni höfðu tveir smábílar lent útaf og í þann mund er ég kom þar að lenti sá þriðji sömu leið. Auðvitað gleymdi ég að taka mynd, hafði nóg að gera ásamt fleiri vegfarendum við að aðstoða við að koma bílnum aftur upp á veginn. Ekki veit ég til þess að neinn hafi meiðst í þessum óhöppum.
Ferlega hvass var á Holtavörðuheiði á þessum tíma og það átti eftir að versna svo um munaði.
Óveður á Holtavörðuheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðin krefst kosninga
10.4.2011 | 18:41
Ég hef enga trú á öðru en að forystumenn Sjálfstæðisflokksins á þingi vilji kosningar. Raunar er það krafa þorra almennings. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur ríkisstjórnin aðeins um 30% fylgis og ástæðan er eingöngu sú að það er ekkert að gerast, gengur ekkert undan henni.
- Atvinnulífið hefur hrunið, fyrirtæki komin í eigu ríkisins og berjast á markaði gegn þeim sem enn eru ekki komin á hausinn.
- Atvinnleysið geigvænlega alvarlegt og ekkert gerist nema að fólk flýr land
- Óöld innan ríkisstjórnarinn, hver höndin uppi á móti annarri í Icesave, ESB, stjórnlagaráði og fleirum.
- Ríkisstjórnin tapar tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og svo löt er hún að ráðherrar berjast ekki fyrir þeim lögum sem þjóðin kaus um.
- Skuldavandi heimilanna hefur enn ekki verið leystur heldur ýtt út af borðinu
- Ríkisstjórnin berst hatrammri baráttu gegn dómsvaldinu
Þora ekki í kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórna burt, þingið burt, kosningar strax
10.4.2011 | 00:04
Ríkisstjórnin er fallin, þingið er fallið. Í þessu felst niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í henni kristallast sú gjá sem er milli ríkisstjórnar og þjóðarinnar og ekki síður milli þingsins og þjóðarinnar. Þar af leiðir að þjóðin verður að fá að kjósa um nýjan meirihluta á Alþingi sem velur nýja ríkisstjórn.
Það er ótrúlegt að fjármálaráðherra skuli halda því fram í kvöld að nú sé óvissa vegna niðurstöðu þjóðaratkæðagreiðslunnar og því sé ekki á hana bætandi að óvissa verði um stjórn landsins.
Þetta er auðvitað tómt bull. Óvissan um stjórn landsins hefur verið langvarandi og nú aldrei verið meiri. Getuleysi núverandi ríkisstjórnar er öllum nema henni ljós. Og svo aum er ríkisstjórnin að hún gat ekki einu sinni staðið upp og barist fyrir samþykkt laganna um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þess í stað sat hún aðgerðalaus úti í horni. Það er líklega það eina sem hún kann, að sitja með hendur í skauti.
Fleiri segja já í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gnarrinn í starfskynninu sem borgarstjóri ...
8.4.2011 | 11:49
Borgarstjórinn skilur greinilega ekkert í starfi sínu. Það er öðrum skiljanlegt. Hann hefur hvorki reynslu né menntun sem hefði geta auðveldað honum starfann. Þess í stað sér hann Tetriskubba hrynja niður allt í kringum hann. Þegar hann grípur einn og reynir að finna honum stað fellur annar og svo koll af kolli. Niðurstaðan er einfaldlega sú að kann kemur engu í verk enda búinn að útvista stórum hluta starfa sinna til skrifstofustjóra borgarstjórnar. Samt ræður hann ekki við restina.
Þegar gengið er á borgarstjóra kemur í ljós að hann er í einhvers konar starfskynningu. Hvað var að eiginlega sem þessi maður ætlaði að gera þegar hann bauð sig fram í borgarstjórn? Svarið er ekkert og það hefur hann staðið við.
Reykjavík hefur ekki efni á að halda fjögurra ára starfskynningu fyrir þann mann sem á að vera í fullu starfi sem borgarstjóri. Gnarrinn skilur ekki undirmenn sína, þarf að fletta upp í orðabók, kalla á Björn Blöndal eða Regínu yfirborgarstjóra.
Það er ekki í mannlegu valdi að hafa algjöra yfirsýn á öllu ... segir borgarstjórinn. Hann veit ekki betur. Staða borgarstjóra er stjórnunarstaða. Hann á hvorki að moka skurð né kenna íslensku í 9. bekk. Hann á að hafa yfirsýn. Fjöldi manns hefur slíka yfirsýn og gæti þess vegna verið borgarstjóri. Jafnvel forystusauður Samfylkingarinnar í borgarstjórn gæti sinnt þessu starfi.
Gnarrinn á tveggja kosta völ: Hætta í borgarstjórn eða hætta sem borgarstjóri.
Borgarstjórastarfið eins og Tetris | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tveggja klukkustunda verkefni, það er allt of sumt
7.4.2011 | 11:09
Það tekur að hámarki tvær klukkustundir að fá upplýsingar um kostnað við gerð Icesave samninganna, vinna þær í litla skýrslu, prenta út og fjölfalda. Auðvitað að því tilskyldu að bokhaldskerfi ríkissins sé eins og það á að vera og starfsmenn séu starfi sínu vaxnir. Um hvorugt þarf að deila.
Hið eina sem áhöld eru um, er hvort vilji stjórnmálamannsins í embætti fjármálaráðherra sé þannig að hann vilji gefa út þessar upplýsingar.
Allar líkur benda til þess að maðurinn sé ekki að fela neitt ... og hvað dvelur þá orminn langa. Allar tafir benda til feluleiks eða einhvers konar pólitískra klækjabragða. Steingrímur má hins vegar ekki við því, hann er í nógu slæmum málum út af Icesave.
Kostaði yfir 300 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Segjum NEI við Icesave lögunum
6.4.2011 | 18:56
Ég hef í nokkurn tíma verið þeirrar skoðunar að um 60% landsmanna muni greiða atkvæði gegn Icesave lögunum. Þá skoðun byggi ég einfaldlega á samræðum við fjölda fólks, hingað og þangað um landið. Til dæmis finnst mér landsbyggðarfólk vera miklu harðara í andstöðu sinni við lögin en íbúar á suðvesturhorni landsins.
Fleira bendir til þess að þjóðin hafni lögunum. Þó ekki sé það frekar vísindalegt en spjall við fjölda fólks, sýnist mér að þeir sem rita í fjölmiðla og á bloggsíður séu fleiri andstæðir lögunum en hinir. Þeir sem taka þátt í athugasemdum eru á móti og færri með.
Já liðið hefur átt erfitt uppdráttar. Rök þeirra hafa ekki náð eyrum almennings. Flestir eru einfaldlega á þeirri skoðun að fjármál einstaklings eigi að vera eins og fjármál þjóðar. Varast ber að skuldsetja sig um of. Þó flestir séu þannig innrættir að þeir vilji hjálpa náunganum eru fæstir í þeirri stöðu að geta tekið á sig skuldir annarra. Þaðan af síður er fólk tilbúið til að samþykkja skattahækkanir til þess að greiða skuldir einhverra gjaldþrota íslenskra fyrirtækja í útlöndum.
Staðreyndin er einfaldlega sú að hér á landi varð efnahagshrun í kjölfar bankahruns. Sú staðreynd víkur í burtu öllum öðru. Banki sem fer á hausinn er líklega einfalt vandamál í augum ESB og tryggingasjóða. Efnahagshrun er allt annað mál og alvarlegra fyrir þá þjóð sem í því lendir.
Við Íslendingar megum hafa okkur alla við að ná okkur upp úr því tjóni sem hrunið olli. Öll rök benda til þess að við greiðum atkvæði gegn Icesave lögunum.
57% ætla að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kennarasambandið áhugalaust um baráttu foreldra
6.4.2011 | 16:12
Kennarasambandi hefur staðið þegjandi úti í horni og horft þaðan á skemmdarstarfsemi Besta flokksins og Samfylkingarinnar á skólastarfi í Reykjavík. Ekki eitt aukatekið orð hefur borist frá samtökunum. Svo hefur virst að kennarar séu algjörlega áhugalausir um málefni borgarinnar.
Ekki einu sinni hefur sambandið komið með tillögur til breytingar á hugmyndum um sparnað heldur bíður út í það endalausa, að því er virðist, dauðhrætt um að klipið verði af launum umbjóðenda þess.
Væri nú ekki skynsamlegra að standa í lappirnar og um leið standa um leið vaktina með foreldrum borgarinnar?
Fyrir alla muni, ekki standa úti í horni.
Til skammar að ekki hafi verið samið við kennara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eftirspurn eftir breytingum breytinganna vegna
6.4.2011 | 15:39
Sé það rétt sem Ómar Ragnarsson, aldurforseti stjórnlagaráðs segir, lítur út fyrir að ráðið sé býsna einsleitt og það er vont.
Útilokað er að allir landsmenn séu sammála um hvað eigi að vera í stjórnarskrá og ekki síður hversu stór hún á að vera. Það segir sig sjálft að lítill, samstæður hópur á auðveldara með að ná samstöðu en sá sem er samansettur af fjölda manns sem hefur mismunandi skoðanir og hagsmuni.
Vilji til dæmis ráðið taka á kjördæmaskiptingu í stjórnarskrá og gera landið að einu kjördæmi þá er ekki tekið tillit til fjölda fólks sem hreinlega óttast að slík muni hafa mjög slæm áhrif á byggðaþróun og hagsmuni sína. Nærtækast er eflaust að nefna þá staðreynd að það var samstaða á Alþingi að samþykkja Icesave lögin. Hins vegar bendir allt til þess að þjóðin felli þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvaða gildi hefur samstaða á Alþingi ef hún gengur gegn meirihluta þjóðarinnar?
Samstaða þarf ekki að vera af hinu góða. Hún er hins vegar jákvæð ef niðurstöðurnar fara bil beggja í þeim ágreiningsmálum sem hingað til hafa komið í veg fyrir tíðar breytingar á stjórnarskránni. Það er nefnilega mikill misskilningur að það hafi verið slæmt að Alþingi hafi ekki komið sér saman um breytingar á stjórnarskránni. Ástæðan ef fyrst og fremst sú að lítil eftirspurn er eftir breytingum breytinganna vegna.
Samstaðan er mikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leikflétta til að leyna kostnaði vegna Icesave
5.4.2011 | 15:58
Umboðsmaður Alþingis lætur það mál til sín taka sem fjármálaráðherra ætlar að geyma fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslunna. Allt bendir til þess að niðurstaðan henti honum ekki fyrir laugardaginn. Eins og fram kom á vefsíðu Björns Bjarnasonar í gær. Hann segir meðal annars:
Höfuðatriði málsins eru þessi: Fyrirspurnir berast til fjármálaráðuneytis frá Morgunblaði og RÚV um kostnað við gerð Icesave III. Þegar Steingrímur J. hefur engin efnisleg rök fyrir að neita að svara, felur hann Birni Vali að leggja fyrir sig munnlega fyrirspurn á alþingi. Eftir að hún kemur fram neitar Steingrímur J. að svara fjölmiðlum á undan Birni Vali. Þegar fyrirspurnin hefur verið sett á prentaða dagskrá þingsins kippir forseti alþingis henni þaðan á brott og boðar að hún komi aftur á dagskrá 11. apríl, það er eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjölmiðlar sitja án svara og þingheimur lætur sér þetta lynda enda samþykktu tveir þriðju þingmanna Icesave III, illu heilli.
Maður er auðvitað hálfskelkaður þegar flett er svona ofan ráðherranum sem alla daga vill að almenningur fái þá mynd af sér að hann sé heiðarlegur og vinnusamur. Það er nú öðru nær.
Björn lýkur pistli sínum á þennan hátt:
Hvort sem menn vilja viðurkenna það ekki er augljóst að með því að segja já við Icesave-lögum Steingríms J. eru þeir að leggja blessun sína yfir forkastanlega stjórnarhætti. Steingrímur J. mun aðeins færast í aukana komist hann upp með Icesave III. Hann telur sig hafa í fullu tré við þingheim eftir Icesave-atkvæðagreiðsluna þar eins og leikrit hans og Björns Vals til að leyna kostnaði við gerð Icesave III sýnir. Bregði þjóðin ekki fæti fyrir Icesave III lög Steingríms J. er það ekki aðeins ávísun á hærri skatta og óviðunandi skuldastöðu ríkissjóðs heldur einnig á enn frekara ofríki af hálfu stjórnmálamanns sem svífst einskis til að halda í völd sín.
Ástæða er til að fagna aðkomu embættis umboðsmanns Alþingis. Ekki síðar en á föstudaginn fær almenningur þessar upplýsingar. Þó má alveg búast við því að vegna bilana í tölvukerfi nái fjármálaráðherra ekki að senda þær út til fjölmiðla ...
Vill skýringar fjármálaráðuneytis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |