Utanríkisráðherra með umboð ríkisstjórnar á Nató fundi?

Í ljósi þess að Alþingi hefur hafnað vantrausti á ríkisstjórnina vill almenningur sjálfsagt fá að vita hvernig samkomulagið er á milli VG og Samfylkingarinnar. Þá er nærtækast að spyrja hvor ríkisstjórnin hafa rætt um samræmda stefnu Nató í Líbíu?

Utanríkisráðherrann (man ekki hvað hann heitir) kemur úr Samfylkingunni og situr fundir Nató. Auðvitað hefur hann haft samráð við VG um afstöðu Íslands varðandi aðgerðir Nató í Líbíu og víðar. Til að þessi mál komist nú á hrein vil ég spyrja eftirfarndi spurninga og vænti þess auðvitað að einhver forystumanna VG svari:

  1. Er VG sammála aðgerðum Nató í Líbíu?
  2. Hvort styður VG ríkisstjórn uppreisnarmanna eða ríkisstjórn Gaddafís?
  3. Hvorum armi Nató er VG fylgjandi, þeim sem vill ekki láta uppreisnarmenn fá vopn eða hinum sem ekki vilja það?
  4. Er VG sammála því að aðstoða uppreisnarmenn í Líbíu fjárhagslega rétt eins og Nató ríkin hafa samþykkt (og þar á meðal Ísland)?
Sé rétt sem fullyrt er að vantraustið sem Alþingi hafnaði hafi þjappað þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna saman, má gera ráð fyrir því að sá tími sé liðinn að annar ríkissstjórnarflokkurinn fari sínu fram en hinn þegi þunnu hljóði. Geri ég hér ráð fyrir því að utanríkisráðherrann (sem ég man ekki ennþá hvað heitir) hafi farið með umboð beggja flokkanna á Nató fundinn.

 


mbl.is NATO-ríki funda enn um Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

45 % af allri olíu evrópusambandsins kemur frá Líbíu.  þar er Ísland á svipuðu róli, man ekki töluna nákvæmlega.

hver eru helstu óánægjumál í evrópu síðustu mánuði???  HÆKKANDI ELDSNEITISVERÐ.

það er því engin geimvísindi af hverju evrópuþjóðirnar eru með hernað í Líbíu.  það er ekki út af íbúum landsins.  það er verið að tryggja okkur, sauðheimskum almúganum eldsneiti á lærra verði. 

vandamálið er bara það, að ekki vilja allir fylgja Bretum, Frökkum eða þjóðverjum á þeim rökum, enda er ísinn ávalt háll fyrir þá gráðugu.

el-Toro, 15.4.2011 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband